Gauksi.

páfagaukur_1762300969

 


Lára fór inn í gæludýrabúð og rak strax augun í glæsilegan páfagauk sem
kostaði 5.000 krónur.


 "Af hverju er hann svona ódýr?" spurði Lára.
Búðareigandinn leit á hana og sagði:,,Sko, málið er að þessi páfagaukur
hefur verið í mörg ár í vændishúsi og getur verið ansi orðljótur. Hreint
hroðalega. Þess vegna er hann á útsöluprís."


 Lára ákvað samt sem áður að kaupa gauksa, fór með hann heim og hengdi
búrið upp í borðstofunni. Fuglinn  leit í kringum sig, síðan á Láru og
sagði: "Nýtt hús, ný húsfrú."   Konunni varð brugðið en fannst þetta
síður en svo ljótt orðbragð.

 

Nokkru síðar komu dætur Láru heim úr háskólanum og fuglinn sagði um leið: "Nýtt hús, ný húsfrú og nýjar hórur". Stelpurnar urðu dálítið móðgaðar en byrjuðu svo að hlægja að þessum fyndna fugli.

 

Augnabliki síðar kemur eiginmaður Láru heim úr vinnunni. Páfagaukurinn leit á hann og sagði: "Hæ Helgi" !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Helgi og Lára skildu skömmu síðar.  Lára vinnur í gæludýrabúð en Helgi fór í mikinn mínus og étur nú allt fuglakjöt sem hann kemst yfir, orðinn akfeitur og stundar hóruhúsin sem aldrei fyrr.

Anna Einarsdóttir, 11.7.2007 kl. 18:47

2 Smámynd: Brattur

... sjúkk maður, aumingja Helgi... eða á maður frekar að segja Helgi aumingi?

Brattur, 11.7.2007 kl. 19:57

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hverjum finnst þessi bara ansi góður!

Halldór Egill Guðnason, 11.7.2007 kl. 23:59

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 12.7.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 343544

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband