Klukkuð af Halldóri og hrossinu í haganum.

 

Nú hef ég verið klukkuð tvisvar svo ég get ekki skorast undan og verð að segja átta atriði um mig.  Ætla að upplýsa ykkur um ýmislegt sem þið ekki vissuð um mig. Wink

  1. Ég er Snæfellingur
  2. Ég kann að tefla
  3. Ég fékk mér tattoo í fyrra
  4. Ég er 43 ára
  5. Ég er Bifrestingur
  6. Ég er 1,67 á hæð
  7. Ég er með brúnt hár
  8. Ég er að drepast úr hógværð.   NOT ! LoL  ok, þetta var ekki að marka.

    8....Ég er fjármálastjóri

 

Og svo hleyp ég af stað og klukka 8 aðila og held svo áfram að bulla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

jújú, það er táfýla af hárinu á mér.

Anna Einarsdóttir, 12.7.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Brattur

tattoo... var það hestur eða fiðrildi? 1,67 er fín hæð, ekki hafa áhyggjur af því... það er margt verra í lífinu en það... heyrðu annars Anna, þessi Guðjón er eitthvað að tala um dverga, er hann í færeyska dvergasamsærinu hmmm??? mjööööööög grunsamlegt...

Brattur, 12.7.2007 kl. 23:51

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

8,5 ..... Þú ert KLIKK !!

Þorsteinn Sverrisson, 13.7.2007 kl. 00:01

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

8,5 ??   Nei, ég sagði 1,67

Já, Brattur, Guðjón er grunsamlegur.  Nú fylgjumst við grannt með honum.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 00:05

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og tattúið..... svo margar spurningar........ ég er með stimpil á handleggsvöðvanum....... svona eins og fyrsta flokks ær.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 00:07

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Stjörnuflokkur?

Halldór Egill Guðnason, 13.7.2007 kl. 00:08

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

 Mér líkar vel við spurninguna Halldór.  En vil ekki opinbera yfirgengilegt mont mitt á netinu.

AUÐVITAÐ !!

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 00:12

8 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Ertu í rolluflokk er það ekki D1?

Arnfinnur Bragason, 13.7.2007 kl. 00:28

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Arnfinnur.  þú verður að fara á dönnunarnámskeið ef þú ætlar ekki að pipra.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 00:29

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ekki að spyrja að því. Fékk mér tvö tattoo fyrir löngu, en hvorugt segir eitt eða neitt um neitt. "Dvergamörk" Guðjón....ert þú 3 og sextíu?

Halldór Egill Guðnason, 13.7.2007 kl. 01:51

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Guðjón er bara að stríða mér..... ég á það víst inni hjá honum.

Ég fer að setja upp skákmót hérna !  Tattoo í fyrstu verðlaun. 

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 09:40

12 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Eins gott að ná yfir 160, annars ertu hola

Gíslína Erlendsdóttir, 13.7.2007 kl. 10:00

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  HOLA !

Göngum örlítið lengra..... þeir sem eru 1,50 eru þá gjótur.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 10:10

14 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Sorry Anna! Missi mig stundum, en bara stundum annars mjöööög dannaður

Ennnn hef ekki tattoo þannig að ég ætla að leggja mig fram um að vinna þetta skákmót og fá tattoo í verðlaun..... fyrsti leikur hvíts e2-e4

Arnfinnur Bragason, 13.7.2007 kl. 15:03

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

E7-E5 leik ég......... þegar mótið byrjar !

Það þarf að taka við skráningum og þátttökugjöldum fyrst.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 15:21

16 Smámynd: Arnfinnur Bragason

OK ég er bara svo óþolinmóður........

Þú tekur við þátttökugjöldum og ég við áheitum. Díll?

Arnfinnur Bragason, 13.7.2007 kl. 15:31

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Áheitum ?  Þú talar eins og þú sért kirkja ! 

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 16:33

18 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Nei ég var meira að hugsa um að hafa eitthvað útúr þessu.

Svo veistu ekki nema ég láti aurinn renna til góðgerðamála.

Arnfinnur Bragason, 13.7.2007 kl. 20:25

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það eru a.m.k. 6 bloggvinir mínir sem kunna að tefla.  Spáum í alvöru/gamni skákmót í vetur.  Skráningagjald 1500-2000 og sigurvegarinn fær tattoo.

Þið getið æft ykkur þangað til.

Og verið svo viðbúnir að tapa fyrir stelpum,, því við Kristjana ætlum að vinn´etta.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 23:25

20 Smámynd: Brattur

... ég hef aldrei tapað fyrir stelpu... en hvort ég er til í skákmót... hver sér annars um tattoo-ið????

Brattur, 13.7.2007 kl. 23:27

21 Smámynd: Brattur

... Ægir hvað er frönsk vörn???... það er leiðinlegt að verjast... maður sækir allan tímann og fellur með sæmd... þá sjaldan sem það gerist...

Brattur, 13.7.2007 kl. 23:29

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Verðlaunapeningarnir greiða fyrir tattoo á stofu.

Þegar ég var á Bifröst, var ég í taflliði skólans.  Við fórum á mót í Reykholti og þegar ég gekk þar inn, hlógu strákarnir í hinum liðunum framan í mig, bentu á mig og spurðu félaga mína hvað þeir væru eiginlega að gera við stelpu í liðinu.  Ég er síður en svo að ýkja núna, þeir voru verulega dónalegir.  Ég tefldi á öðru borði, ef ég man rétt, og vann allar mínar skákir.  Það eru ljúfustu skáksigrar mínir til þessa. 

Annars hef ég ekki teflt að neinu ráði síðan, svo þið eigið góðan séns.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 23:42

23 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta er skemmtilegt !  Við erum hvert öðru montnara og svo er ég handviss um að Kristjana sigrar.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 23:48

24 Smámynd: Brattur

... ég er nú ekkert montinn... en get svo sum sagt frá því að ég varð skákmeistari Bifrastar árið 1975... með 100% vinninga... ekkert til að tala um... en ég verð að viðurkenna það... þótt ég sé mikill jafnréttissinni... þá er ég skíthræddur við það að tapa fyrir konu í skák... og nú verður maður að fara að rifja upp skákkunnáttuna... hrókurinn var hann ekki alltaf á kantinum hmm.... Anna ertu svona svakaleg góð... mér er bara ekki sama....

Brattur, 13.7.2007 kl. 23:57

25 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei.     Ég var efnileg..... í mörgu....... en góð í fæstu.

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 00:02

26 Smámynd: Brattur

...svona svona... þú ert bara fín eins og þú ert... maður þarf ekkert að vera bestur til að vera góður... og er sá besti endilega góður hmm....

Brattur, 14.7.2007 kl. 00:07

27 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Skoh, vinkona mín með keppnisskap !  Ég er hálfsmeyk um að þeir sofi ekki í nótt.

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 00:26

28 Smámynd: Brattur

úpps stelpurnar í ham... veit ekki hvort að drottningarbragðið dugi...  ég er mikið að spá í 4-4-2 eins og Man. United... vera allan tímann á þeirra helmingi og láta riddarann rugla þær í ríminu... hvað segir þú Ægir um það hmm?

Brattur, 14.7.2007 kl. 00:36

29 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér finnst jarðarberjabragð oftast best.

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 00:39

30 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Riddararnir ykkar verða teknir og tamdir í hvelli.  Þeir eru mitt uppáhald.

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 00:45

31 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og svo held ég að þið strákarnir kunnið ekkert með drottningar að fara.

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 00:46

32 Smámynd: Brattur

... já jarðarberja með súkkulaðisósu... megum bara ekki útbía taflmennina....

... hér var að berast frétt :

Anna Einarsdóttir Snæfellingur hefur verið kjörinn formaður skákfélags Bloggarar og mun standa fyrir fyrsta skákmóti bloggvina í haust... nánar verður tilkynnt um staðsetningu og tíma í lok berjatímans...

Brattur, 14.7.2007 kl. 00:46

33 Smámynd: Brattur

... víst kunnum við að fara með drottningar... að fórna drottningu fyrir peð mynd mér t.d.aldrei detta í  hug, jafnvel þó ég ynni skákina með því lúsarbragði....

Brattur, 14.7.2007 kl. 00:49

34 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Okitók, tek að mér formennskuna og skorast ekki undan.

Sendið póst á snilld007@hotmail.com ef þið viljið fá tilkynningu um skáksamsætið þegar þar að kemur.  Október er líklegur keppnistími.  Fram þarf að koma email... hahahahaha.....

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 00:56

35 Smámynd: Brattur

... þú ert náttúrulega algör hetja og Drottning, Anna... ég bíð mig fram sem dómara.... nokkur á móti???

Brattur, 14.7.2007 kl. 01:00

36 Smámynd: Brattur

...  ég myndi fá mér urriða á vinstra herðablaðið...

Brattur, 14.7.2007 kl. 01:07

37 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hávær hróp og andmæli hérna !  Þú ert EKKI dómari Brattur. 

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 01:08

38 Smámynd: Brattur

.. núhh.. maður með reynslu... af hverju ekki dómari... ég yrði eins og gömul sál sem að svifi yfir ungviðinu og deildi af reynslu minni og þekkingu og hefði sanngirni og góðvild að leiðarljósi...

efast þú um eitthvað annað, kæra Anna....

Brattur, 14.7.2007 kl. 01:17

39 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kann að tefla. Get að sjálfsögðu ekki neitt, enda alltof bráður og þver, en alltaf gaman að taka þátt mótum. Hvar á að mæta.....eða á að blogga skákirnar? Ef ég vinn, gef ég vinninginn. Er með tvö tattoo og finnst þau bæði forljót. Er kannski hægt að setja tattoo yfir það gamla?

Halldór Egill Guðnason, 14.7.2007 kl. 01:20

40 Smámynd: Brattur

... Halldór... ég verð að skoða tattoo-in á þér fyrst til þess að athuga hvort þú ert löglegur... því ég er sko Dómarinn....

Brattur, 14.7.2007 kl. 01:23

41 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Efast ekki eitt andartak....... en býst á sama tíma við prakkarastriki frá þér.  Ok ok, þú mátt þá vera dómari þaddna !

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 01:25

42 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brattur..... ertu strax farinn að misnota vald þitt sem dómari ?  Einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að kunna mannganginn og að vera bloggvinur.

Halldór, ef þú nennir að fletta upp í þessu athugasemdakerfi sem nú er farið að líkjast MSN-I...... þá sérðu hvernig skráning fer fram.

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 01:34

43 Smámynd: Brattur

... ég þakka það traust sem mótstjóri hefur sýnt mér... mun ég reyna að standa undir því trausti og hafa prakkarastrikin í lágmarki.... en þó lauma einu og einu inn ef lognmolla færist yfir mótssvæði... einnig mun ég velja mér keppanda til að halda með... til þess að vera svolítið umdeildur... að öðru leiti verð ég klæddur í hefðbundinn dómarabúning, svartar stuttbuxur og bol, en líklega í hvítum sokkum... og verð með nr. 1 á bakinu svo allir þekki mig...

Brattur, 14.7.2007 kl. 01:36

44 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þú ert brattur, Brattur. Eitt á hvorum upphandlegg, annað hauskúpa  með hjálm og snákur og hitt hnífur.(Æskubrek frá 1978 í Þyskalandi)

Halldór Egill Guðnason, 14.7.2007 kl. 01:37

45 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Takk fyrir það Anna. Kominn með lonníetturnar á nefið og farinn að rýna. (Þetta fer að verða á annan meter hérna í "kommentunum"hjá þér)

Halldór Egill Guðnason, 14.7.2007 kl. 01:40

46 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahahahaha...... mér er skítsama þótt ég tapi öllum skákunum, bara ef ég fæ að sjá dómarann í þessari múderingu.   Nú stendur þú við þetta Brattur og ekkert bull !

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 01:41

47 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það þarf ekkert að mæla sérstaklega með honum Ægir.  Hann er sjálfkjörinn - kaus sig sjálfur sko.

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 01:45

48 Smámynd: Brattur

... auðvita stend ég við það sem ég segi... er þetta ekki alvöru mót sem við erum að tala um... og Dómarinn einn af keppendunum... ég myndi veðja á hann ef það ætti að veðja...

Brattur, 14.7.2007 kl. 01:45

49 Smámynd: Brattur

Ægir... ég er eiginlega að hugsa um að halda með þér... vinur...

Brattur, 14.7.2007 kl. 01:47

50 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það verður greinilega á Brattan að sækja í þessu móti. Skrái mig "med engang" þó það kosti skoðun. Ekki gleyma flautunni Brattur.

Halldór Egill Guðnason, 14.7.2007 kl. 01:49

51 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jú, alvöru mót með alvöru fólki með alvöru tattoo. 

Á nú að fara að veðsetja sig líka ?

Þú verður með Halldór, ert ráðinn sem eftirlitsdómari. 

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 01:49

52 Smámynd: Brattur

... ég var nú eignlega að hugsa um að hafa engann eftirlistdómara... en Halldór má nú samt alveg vera með....

Brattur, 14.7.2007 kl. 01:51

53 Smámynd: Anna Einarsdóttir

 æi jú, mér fannst það svo fyndið og svo gott á þig !

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 01:53

54 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

OK. Ég skal halda á flautunni Brattur. Díll? Þá er einungis eftir velja stað og stund.

Halldór Egill Guðnason, 14.7.2007 kl. 01:56

55 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ok, ég var að ákveða mig ! 

Föstudaginn 21. september 2007 klukkan 8.30  hefst viðureign okkar.

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 01:56

56 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Staðsetning ákveðin síðar.  Verðum að eiga eitthvað skemmtilegt eftir.

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 01:57

57 Smámynd: Brattur

ÞÁ ER ÞAÐ ÁKVEÐIÐ...  en 8.30... ???

Brattur, 14.7.2007 kl. 01:59

58 Smámynd: Anna Einarsdóttir

20.30..... fyrst þú ert svona morgunfúll Brattur. 

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 02:02

59 Smámynd: Brattur

... mótið verur að öllum líkindum haldið í Miklaholthreppi, og ef þú veist ekki hvað hann er, Ægir, þá get ég vísað þér til vegar... taktu með þér svefnpoka og tannbursta og þá ertu seif....

Brattur, 14.7.2007 kl. 02:09

60 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég veit um einn eða tvo í viðbót sem eru líklegir þátttakendur.  Höfum þá fyrir leynigesti.  

En talandi um gistingu..... geisp  

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 02:11

61 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mótið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu herra dómari.

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 02:12

62 Smámynd: Brattur

jamm...... teygi mig eftir náttserknum... farin að dreyma peð og drottningar...

Brattur, 14.7.2007 kl. 02:14

63 Smámynd: Brattur

noh... ég ætlaði bara að slá um mig í landafræðinni...

Brattur, 14.7.2007 kl. 02:14

64 Smámynd: Anna Einarsdóttir

MÁT !

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 02:15

65 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Halló halló....er þetta margra daga mót? Hvar ætlar þú að tjalda Ægir, 21. september? En það er ljóst að........: 

Brattur í stuttbuxum mætir

bloggvini Önnu hann kætir.

Í skákinni öll okkur tætir

og tattooliðið grætir.

Er ekki annars öruggt þú mætir....

Brattur - gætir?

Aumari leirburður er vandfundinn. Skrollkúlan á músinni að lippast í sundur. Einn lengsti kommentahali sögunnar um daginn og veginn og vingjarnlegt spjall orðið staðreynd. Þið eruð öll frábær, en nú er það koddinn. Þar verður teflt á tæpasta vað og manngangurinn krufinnr til mergjar.

Halldór Egill Guðnason, 14.7.2007 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 343388

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband