Ó Tinni, elsku Tinni minn.

 

Sem einlægum Tinna-aðdáanda er mér nú brugðið.

Skv. Fréttablaðinu í dag er búið að senda Tinna í Kongó í útlegð !

 

congo

 

Þegar ég var krakki og unglingur, voru nokkur atriði sem þurftu að vera í lagi svo að jól væru jól.  Það þurfti að vera hangikjöt í matinn, (sem oftast) nammi í seilingarfjarlægð og Tinnabækur í jólagjöf.  Ég fékk alltaf eina Tinnabók og bróðir minn aðra. 

Því hef ég drukkið í mig Tinnabækur eins og ég drakk "kaffisykurbrauðogmjólk" hjá ömmu.

Ástæðan fyrir úthýsingu Tinna í Kongó,  er sögð vera sú að "bókin lýsi íbúum Kongó sem fáráðum sem í einfeldni sinni geri hund að kóngi".  Því þyki bókin uppfull af kynþáttafordómum.

Halló !  Er ekki verið að brjóta dýraverndunarlög hérna ?

Nú stend ég fast á því, að farið sé fram á sönnunarbyrði í málinu.

Ég heimta semsagt greindarvísitölupróf á alla íbúa Kongó.  Kannski eru þeir bara fáráðar ? 

Og kannski var hundurinn besti kosturinn ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ma ma ma maður á bara ekki orð. Hvað banna þeir næst? Andrés Önd?

Halldór Egill Guðnason, 13.7.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Þetta hefst af því að vera með þessa ...allir góðir við alla...stefnu.....= allt bannað ekkert má.

Gíslína Erlendsdóttir, 13.7.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hundurinn minn er líka hundfúll yfir þessu.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 14:34

4 Smámynd: Edda Björk Ármannsdóttir

Ég hef aldrei lesið Tinna.

Edda Björk Ármannsdóttir, 13.7.2007 kl. 16:29

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Farðu strax að lesa !  Áður en þeir banna ALLAR bækurnar af því að Kolbeinn kafteinn var ekki nógu mikill sjarmör eða eitthvað.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 16:35

6 Smámynd: Brattur

... einu sinni litað ég á mér hárið... það var þegar ég var að byrja að grána... ég var með skegg líka... kunni ekki alveg að lita, eða a.m.k. keypti rangan lit eða eitthvað... eftir alla fyrirhöfnina sem þessu litastandi fylgir, þá leit ég í spegil og viti menn... þarna stóð Kolbeinn kafteinn beint á móti mér og gafti af undrun... svo öskraði hann og hljóp í burtu... hef ekki séð hann síðan... en mikið svaklega var hann skuggalegur...

Brattur, 13.7.2007 kl. 17:44

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Halldór.   Ég hef heyrt að það sé búið að banna Andrés Önd, líklega í Rússlandi, vegna þess - og haltu þér nú - að hann er buxnalaus !  

Brattur.  Þú ert ennþá Kolbeinn inn við beinið.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 18:10

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mega endur það nú ekki einu sinni, altsvo vera buxnalausar? Annars...þegar þú nefnir það, berrössuð önd getur nú verið dulítið spúkí

Halldór Egill Guðnason, 13.7.2007 kl. 18:17

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Á morgun keyri ég til Reykjavíkur, fer niður á tjörn og klæði allar dónalegu endurnar í brækur.  Og hana nú !

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 18:22

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ekki taka með þér brauð. Gætir þá þurft að klæða mávana líka í brækur.

Halldór Egill Guðnason, 13.7.2007 kl. 20:24

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvar fást fuglabuxur ? 

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 20:40

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Í Kongó?

Halldór Egill Guðnason, 13.7.2007 kl. 21:35

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góð athugasemd !  Auðvitað sér kóngurinn í Kongó um að það fáist hundaföt og fuglaföt og svolleiðis.  Og lætur fáráðana sauma þetta alla daga. 

En skrambinn, ég nenni ekki að fara þangað.  Er ekki alveg í leiðinni, á leiðinni niður á tjörn.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 21:41

14 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hva..smá krókur.

Halldór Egill Guðnason, 14.7.2007 kl. 01:11

15 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hollendingar voru nýlenduherrar Kongó. Hollendingar eru hundar en ekki svona hundar eins og hundurinn þinn Anna. Þar liggur hundurinn grafinn. Þetta hefur ekkert með Kongóbúa eða kynþátt að gera. Bara pólitísk ádeila með óheppilegum tilvísunum. Þetta er samt allt í lagi. Bókabruni tíðkast ekki á Íslandi. Þú getur enn lesið þit eintak. 

Laufey Ólafsdóttir, 14.7.2007 kl. 03:02

16 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...annars fékk ég bakþanka. Voru það Belgar sem "áttu" Kongó? Jæja, gildir einu.

Laufey Ólafsdóttir, 14.7.2007 kl. 09:39

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég vona að það hafi verið Belgar !  

Ég fór í Evrópureisu fyrir rúmum 20 árum og þá fékk ég svo forvondan bjór í Belgíu... ... bjór sem fór beint á rúðupissið.   Já, djö...... vona ég að það hafi verið Belgar.  

Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 09:53

18 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þá voru það örugglega Belgar. Vondur bjór er öruggur vísir á mannvonsku, það er sko pottþétt.

Laufey Ólafsdóttir, 14.7.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 343388

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband