14.7.2007 | 10:48
AUGLÝSING.
Þann 21. september 2007 klukkan 20.30, verður haldið fyrsta mót skákfélags bloggara með tattoo.
Þetta var ákveðið á formlegum fundi, sem stóð langt fram á nótt, enda að mörgu að hyggja við skipulagningu svo viðamikils mót.
Kristjana blómarós er talin lang-sigurstranglegust, þar sem strákarnir munu alveg gleyma skákinni og fálma eitthvað út í loftið með hana sem mótherja. Afar líklegt þykir að þeir felli kónginn með fálmurunum og þá er hún að sjálfsögðu búin að vinna !
Brattur Ástríkur Rugludallur Kexlákur Sultukrukka sýndi sig að vera mesta frekjudollan í hópnum, valtaði yfir okkur hin og skipaði sjálfan sig hlutdrægan dómara í mótinu. Hann hefur þegar veðjað á sjálfan sig sem sigurvegara og heldur auk þess með Ægi.
Ekki af því að Ægir sé eitthvað góður í skák - hann hefur enga tendensa í þá átt sýnist mér. Nei, Brattur heldur með honum af þeirri lúsarlegu ástæðu að Ægir studdi hann í dómarasætið. Ægir á litla möguleika á sigri þar sem hann er alveg úti á túni að tjalda - og það í september.
Ég sá mig tilneydda til að grípa til óyndisúrræða. Um leið og ég sá heiðarlegt andlit á fundinum, Halldór, skipaði ég hann eftirlitsdómara, við nákvæmlega enga kátínu Bratts Ástríks Rugludalls Kexláks Sultukrukku sem nánast fór að skæla á staðnum.
Til að rífa hann upp úr andlegri eymd, leyfðum við honum að velja sér dómarabúning. Fyrir valinu varð hefðbundin dómarabúningur; svartar stuttbuxur og bolur með númer 1. á bakinu, auk hvítra sokka. Brattur leggur að sjálfsögðu af stað heiman frá sér í svörtum sokkum, því litla klára konan hans vill ekki að hann sé alger smekkleysa......... en svo skiptir hann um sokka á leiðinni.
Rökstuddur grunur er fyrir því að Arnfinnur muni smygla sér inn á mótið, því allsstaðar þar sem eru stelpur, þar er Arnfinnur. Hann stendur einmitt núna á hliðarlínunni á einhverju fótboltamóti og þykist hafa vit á fótbolta - en er í raun að skoða mömmurnar.
Verðlaun í skákmóti skákfélags bloggara með tattoo verða ekki af verri endanum:
1. verðlaun TATTOO
2. verðlaun Húrrahróp og klapp
3. verðlaun Klapp
Tekið er við skráningum á snilld007@hotmail.com og verður staðsetning mótsins nánar auglýst síðar. Skilyrði fyrir þátttöku er að viðkomandi kunni mannganginn, hafi tattoo daginn sem mótið fer fram og sé bloggvinur. Keppnisgjald er kr. 2000,- eða meira.
F.h. Skákfélags bloggara með tattoo,
Anna Einarsdóttir, formaður.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 343388
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
... það er hér með vottað að frásögn Önnu, af fundinum í nótt er öll sönn og rétt...
... með vinsemd og virðingu...
Brattur Ástríkur Rugludallur Kexlákur Sultukrukka Dómari.. og fjölskylda...
Brattur, 14.7.2007 kl. 11:16
Vottað !
Það er nú ekki eins og ég gangi um bullandi alla daga.
Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 11:28
... vildi bara sýna stuðning minn við formanninn... og koma mér aðeins í mjúkinn fyrir mótið...
Brattur, 14.7.2007 kl. 11:39
Þú ert í mjúknum.
Anna Einarsdóttir, 14.7.2007 kl. 11:59
Ægir, vinur... eigum við ekki að fara saman í klippingu og fá fjölskylduafslátt???
Brattur, 14.7.2007 kl. 19:32
... ég er hjá honum Hallgrími á Yztu nöf... hann er ágætur... en allt í lagi að prufa þennan Svavar einu sinni...
Brattur, 14.7.2007 kl. 19:45
Ég er ekki með tattú og kann ekki mannganginn.... pass ;)
Eva Þorsteinsdóttir, 14.7.2007 kl. 20:27
Eiga keppendur að vera númeraðir og í stuttbuxum eins og Brattur?
Halldór Egill Guðnason, 14.7.2007 kl. 21:53
Ægir... ég er með fullt af sérþörfum... þarf einna helst að komast í fótasnyrtingu... ég held ég mæti bara með mitt gráa fax til að undirstrika þroska dómarans og reynslu.... jú og svo mætti plokka eitthvað líka... annars kem ég bara til dyranna eins og ég verð klæddur...
... Halldór, þú ert náttúrulega snillllinnngur... allir í stuttbuxum, hvað annað...
Kæra Anna, hér erum við strákarnir heima hjá þér að ræða mótið og fyrirkomulagið og þú ekki heima... við erum nú hálfgerðir dónar... en af því að ég veit hve stórt og gott hjarta þú hefur... þá veit ég að þú fyrirgefur okkur
Brattur, 14.7.2007 kl. 23:07
Má maður vera með tattú sem fæst í tiggjóbréfum?
Aðalheiður Ámundadóttir, 14.7.2007 kl. 23:08
... neibb... það gengur ekki... yfirdómarinn verður með þvottapoka á staðnum...
...en ef ég hugsa málið betur, þá gætum við haft þá með tyggjótattú í 2.deild... sá sem vinnur færist upp í 1. eða Úrvaldeild, en þá verður hann að fá sér alvöru... er þetta bara ekki málið...
... Kristjana, af hverju hef ég það á tilfinningunni að þú sért góð að tefla hmm??? Anna Einars. búin að hæla þér svo mikið og hræða líftóruna úr mér...
Brattur, 14.7.2007 kl. 23:34
Aðalheiður.: Ef þú tekur tyggjóið með.
Sem eftirlitsdómara er mér unnt að horfa í gegnum fingur mér með smámuni sem þessa. Stuttbuxurnar má hins vegar ekki fá úr tyggjóbréfi. Þær verða að vera ekta.
Halldór Egill Guðnason, 14.7.2007 kl. 23:35
... Halldór, hlutverk eftirlistdómara er að fylgjast með dómaranum, að hann standi sig... vorum við ekkert búnir að semja um neitt... ég er þegar kominn með 4 eða 5 vinninga og ef við náum saman þá kræki ég mér í fyrsta áfanga að stórmeistara... hvað finnst þér gott að drekka Halldór?
Brattur, 14.7.2007 kl. 23:45
Brattur.: Samkvæmt klukkinu mínu er ég orðinn léttmarineraður af rauðvínsdrykkju og þætti ekkert verra að breyta aðeins til og fá að dreypa á "Highland Park", átjan ára, svona líter eða svo, rétt fyrir keppni.
Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 00:04
... strákar, hvernig getum við breytt yfir slóðina áður en formaðurinn kemst að þessu hmm... ég fer samt í ríkið svo við getum hitað vel upp fyrir mótið...
Brattur, 15.7.2007 kl. 00:16
... auðvitað treystum við formanninum, annað væri það nú... og stöndum þétt að baki honum... ég var bara svona að leggja línurnar hvernig best væri að undirbúa sig sem best fyrir mótið...
Brattur, 15.7.2007 kl. 00:41
Gefum henni bara með okkur
Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 00:48
Er hægt að eyða athugasemdum?
Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 00:49
... segjum henni bara að við höfum verið að spauga... ætli hún trúi okkur ekki örugglega.... ég get sett upp alveg ótrúlega saklausan svip... að mér finnst ég jafnvel sjálfur góður maður...
Brattur, 15.7.2007 kl. 00:53
Ég bendi bara á ódýru lyfin í Rimaapóteki. Ykkur veitir ekki af.....
Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2007 kl. 15:02
Nau nau nau nau
Maður bregður sér í útilegu og það er partý á meðan !
Ég er reyndar hæstánægð með það. Hafði af því áhyggjur að þið mynduð öll drepast úr leiðindum án mín og þá yrði skákmótið sjálfkrafa úr sögunni. Þið eruð BARA skemmtileg.
Og ekki gleyma því sem Halldór sagði hérna: "GEFUM HENNI BARA MEÐ OKKUR".
Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 16:53
HÍ Á YKKUR kallar
Það eru þrír strákar búnir að skrá sig á mótið en......... FJÓRAR stelpur.
Þiðeruðíslæmummálum..... tralla lala laaaa.
Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 17:17
... já er þá ekki örugglega búið að loka fyrir þátttökuna núna
... mér finnst þetta bara alls ekki slæm mál...
Jóna Gísla vill að við kaupum ódýr lyf... kemur ekki til greina... við kaupum bara dýr lyf og svo brennivín fyrir afganginn... við höfum nefnilega rándýran smekk, skytturnar þrjár Ægir, Halldór og Brattur-Ástríkur-Rugludallur o.s.frv.
Brattur, 15.7.2007 kl. 20:20
Hahahaha
Júbb..... sammála Brattur. Kaupum dýrustu lyf ever - og þú borgar ! En af hverju þurfum við annars lyf ?
Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 20:34
já, það er rétt.. við þurfum engin lyf... þarna var Jóna næstum búinn að leika á okku....
Brattur, 15.7.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.