Tveir fyrir einn tilboð......skák og félagsvist.

 

Bloggvinir mínir mega vart vatni halda fyrir spenningi yfir skákmóti bloggvina með tattoo.  Þeir sofa ekki á nóttunni einusinni.  Ég hins vegar svaf eins og ungabarn í tjaldi í nótt og mun, með þessu áframhaldi koma mun betur andlega undirbúin á mótið - og taka þá í nefið,  annaðhvort á sálfræðinni eða yppon... fer eftir ýmsu.

 

Nú hef ég hugsað mér, þar sem ég verð komin til Reykjavíkur hvort sem er, að gera aðeins meira úr ferðalaginu.  Eftir hraðskákmótið er ákveðið að taka nokkra hringi í félagsvist.  

 

poker%20cards

 

Kristjana mun vinna skákmótið, deffenatlí, af því að hún er langsætust. 

Ég ætla hins vegar að vinna félagsvistina Grin af því að ég er ákveðin í því. 

 

Það skal tekið fram að einungis þátttakendur í skákmóti bloggara með tattoo, fá að spila með.  Klíkuskapur og ekkert annað. Tounge

 

Síðar meir,  þ.e. einhvern annan keppnisdag, má athuga með 100 m. hlaup sem mér skilst að Brattur sé spenntur fyrir......... eða kosningaslag fyrir Ægi..........já eða rauðvínssmökkunarkeppni með Halldór í huga.  

Sjáum til !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilega vanhæf í allar þessar keppnir þar sem mig skortir bæði tattoo og rauðvínsáhuga.. en ég gæti samt ábyggilega slegið´ykkur út í vistinni.. sérstaklega ef almennilegt veðmál er í gangi

Björg F (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Brattur

.... heyrðu, heyrðu... hvað segirðu um 1500 metra sund...þar ætti ég að vera nokkuð öruggur... og svo er ég sleipur í Kana....

Brattur, 15.7.2007 kl. 20:12

3 Smámynd: Brattur

... mundu bara Ægir, eins og ég sagði þarna einhverja nóttina... aldrei að fórna Drottningu fyrir peð... þar drögum við línuna...

Brattur, 15.7.2007 kl. 20:15

4 Smámynd: Brattur

... ég held að Anna sé komin í útilegu aftur... hér er allt með ró og spekt og heyrist ekki einu sinni í hömstrunum hennar...

Brattur, 15.7.2007 kl. 20:32

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Páfinn fær ekki að vera með...... hann er ekki bloggvinur.  Björg, þú lærir mannganginn í ágúst og verður með,, þaggi ?

1500 metra sund !  Ertu ekki með öllum mjöllum Brattur ?

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 20:32

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Verð heima í kvöld.... megastuð framundan.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 20:32

7 Smámynd: Brattur

já, 1500 metra sund... þar er ég ósigrandi... Björg og Halldór koma á hraðnámskeiðið hjá mér í ágúst... þar verður mikið kappa lagt á langsund til að öðlast þol og góð lungu, svo förum við yfir frönsku vörnina og Grímseyjardragbítinn og Sikileyjarvörnina að sjálfssögðu... það er best fyrir byrjendur að kunna að verjast vel... get ég kennt þér eitthvað Anna mín, hvar ertu veikust fyrir?

Brattur, 15.7.2007 kl. 20:38

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er hvergi veik fyrir - ísköld og yfirveguð - kann öll trix sem ég þarf að kunna - á eftir að rúst´ykkur - þetta verður kvöldið sem ég verð bara best - í ykkar sporum myndi ég gefa skákina, til að sleppa við frekari niðurlægingu.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 20:44

9 Smámynd: Brattur

... þið eruð fínar saman nr. 9 og 10 - stöndum þétt saman, snúum bökum saman...

Brattur, 15.7.2007 kl. 20:46

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég meina auðvitað best - fyrir utan Kristjönu. 

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 20:47

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hverjir gefa skákina við Kristjönu NÚNA ?

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 20:47

12 Smámynd: Brattur

... ég skal gefa í félagsvistinni... en ekki í skákinni... þar verður barist til síðasta blóðdropa og í hávegum haft... að eigi skal haltur ganga þó af sé höfuðið

Brattur, 15.7.2007 kl. 20:55

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ekki ímynda ykkur eitt augnablik að þið eigið séns í mig í félagsvist !  Ég kann að svína og alles.

Ægir er hér með skipaður dómari í vistinni og á að mæta í spilasokkum. 

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 20:55

14 Smámynd: Brattur

Ægir, það er ekki hægt að vera heppinn í ástum, bara óheppinn...

eins og kona ein gömul sagði við mig... Hann Óli minn var þrígiftur og var óheppinn með þær allar...

Brattur, 15.7.2007 kl. 21:00

15 Smámynd: Brattur

fyrir þá sem ekki skilja tæknimáli í félagsvist - svína = að taka sjénsinn...

Brattur, 15.7.2007 kl. 21:01

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já... ætla ekki að ræða ástamál mín hér....... en ég er heppin í spilum og þið vitið hvað það þýðir. 

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:01

17 Smámynd: Brattur

... ó ég las fyrst að Ægir ætti að mæta í spilastokknum... en það er bara fínt að hann verði í sokkum... allt í lagi hvað mig varðar...

Brattur, 15.7.2007 kl. 21:02

18 Smámynd: Brattur

... nei, í Guðanna bænum látum ekki ástina þvælast fyrir okkur, þá er stór hætta á ferðinni, einbeitingarskortur, metnaðarleysi í spilamennskunni, hugurinn víðs fjarri, auka hjartaslög og milljón fiðrildi í maganum og ég veit ekki hvað og hvað... pössum okkur á ástinni...

Brattur, 15.7.2007 kl. 21:06

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ægir dóni !!

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:11

20 Smámynd: Brattur

já.. ér er eiginlega bara sammála formanninum... þetta er eiginlega of langt gengið Ægir...

Brattur, 15.7.2007 kl. 21:17

21 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já, en lágmark að þú sýnir skömmustusvip núna Ægir.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:21

22 Smámynd: Brattur

Frú formaður... hvort finnst þér dónalegri spil, Goldfingerspilin eða Samfylkingarspilin hmm?

Brattur, 15.7.2007 kl. 21:25

23 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brattur !  Þú kemur með SÍS bindið.  Og ekki segja mér að þú sért búinn að týna því.

Ægir í spilasokkum og skosku pilsi.  Þú hefur nægan tíma til að redda því kallinn minn.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:27

24 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ægir er ennþá að reyna að finna leið til að skammast sín - eða er hann að fúga ?

Ég frábið mér Goldfinger á mitt blogg. 

Ef ykkur langar virkilega mikið að ræða þau mál, þá vísa ég hér með á síðuna hans Ægis.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:29

25 Smámynd: Brattur

... hahaha... SÍS bindi, nei reyndar held ég að ég hafi aldrei átt það... man ekki eftir því, en það er nú reydnar ekkert að marka... fékk reynar 10 í samvinnusögu sem þá var kennd og takið nú öll eftir :

Var skákmeistari Bifrastar með 100% vinninga!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Fer ekki hrollur um einhvern núna

Brattur, 15.7.2007 kl. 21:32

26 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta var ekki beiðni Ægir,, þetta var skipun !

Fer bara gleðistraumur um mig Brattur.  Þú ert svo sigurviss að ég er viss um að þú leikur fleiri afleiki en áður hafa sést í einni skák, hvað þá mörgum. 

Eigum við að hafa afleikaraverðlaun ? 

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:37

27 Smámynd: Brattur

Anna, ég verð nú eiginlega að viðurkenna það, bara fyrir þér, að ég er með hjartað í buxunum... ég hef aldrei tapað fyrir stelpu áður í skák og ef það gerist þarna á mótinu þá... ja ég bara veit ekki hvað... ný lífsreynsla verður það í það minnsta.... og þá lýst mér vel á að fá sérstök verðlaun til að peppa mig upp...

Brattur, 15.7.2007 kl. 21:43

28 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ertu ekki með lítið hjarta ?  Því þú verður með hjartað í stuttbuxunum á mótinu.   Ég skal koma með SÍS bindi á þig.  Minna má það nú ekki vera svo þú haldir smá virðuleik.

Þú færð engin verðlaun minn kæri.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:46

29 Smámynd: Brattur

... jú þetta er bara pínulítill hjarta aumingi sem hægt er að stinga í rassvasa... já komdu með SÍS bindið... held það lyfti mér upp...

Brattur, 15.7.2007 kl. 21:51

30 Smámynd: Hugarfluga

Skák hvað? Ji, er allt að verða KARAEISÍ???

Hugarfluga, 15.7.2007 kl. 22:09

31 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Skrollhjólið datt af músarskrattanum mínum! Sennilega afleiðing af gleði síðustu nætur. Var sveinameistari í sundi, þegar ég æfði með KR, 1969 Reyndar bara í 200 metra skriðsundi, svo stefni rakleitt á þjálfunarbúðir hjá Bratti í langsundi.

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 22:12

32 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Velkomin heim flugan mín.   Kanntu að tefla gæskan ?

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 22:19

33 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Halldór.  Ég held að sundkunnáttumont Bratts sé bara í nösunum á honum.  Hann er nú þegar búinn að viðurkenna að hann syndir 200 centimetrana í baðinu heima hjá sér. 

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 22:25

34 identicon

Anna... læri mannganginn?? Hnuss... ég gæti tekið ykkur öll í nefið í skákinni.. með mínu nefi og bundið fyrir bæði augun..  ekki vandamál hérna.. Hef bara ekki tattoooooo...

Björg F (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 22:35

35 identicon

Svo er líka til tungukeppni.. hver getur brett og fett tunguna mest..?? Ég er til í svoleiðiskeppni og vodkaflaska lögð undir?

Björg F (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 22:37

36 Smámynd: Brattur

... ég er eiginlega búinn að breyta sundkeppninni í boðsundskeppni... Halldór verður með mér í liði...

Brattur, 15.7.2007 kl. 22:39

37 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vó !  Björg kemur sterk inn. 

Björg.....þér er hér með boðið á skákkeppni bloggara með tattoo..... til að vera með skemmtiatriði. 

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 22:41

38 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ætlið þið Halldór þá saman í bað Brattur ?

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 22:41

39 Smámynd: Brattur

... nei, nei Anna... boðsund er þannig að annar stendur á baðkarsbrúninni meðan hinn syndir sína ferð, svo þegar sá sem er að synda snertir bakkann, þá stingur hinn sér útí...

... Já Björg flott skemmtiatriði... þá er það klárt...

Brattur, 15.7.2007 kl. 22:45

40 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Brattur !!  Þú átt eftir að bera ábyrgð á því að ég fæ harðsperrur í hláturvöðvana.     Ég ÆTLA að sjá boðsundið ykkar.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 22:50

41 Smámynd: Brattur

... aðeins keppendur, skemmtikraftar og aðrir hjálparkokkar sem standa að skákmótinu fá aðgang að boðsundinu... það er alveg ljóst... klíka og aftur klíka, Anna...

Brattur, 15.7.2007 kl. 22:54

42 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brattur, Ægir og Halldór eru þeir einu sem eru nógu kjarkaðir til að þora að tefla við stelpur.  Kristjana sigurvegari, Ingibjörg, Edda og Anna munu mæta og eiga næsta auðveldar skákir við strákana.  Björg sér um skemmtiatriðin og mun væntanlega eiga stórleik.  

Svona er staðan núna - bara skrambi fín. 

Og Björg má auðvitað spila því það þarf lágmark 8 í félagsvistina.   

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 22:59

43 Smámynd: Brattur

Anna... þú heldur áfram að skipuleggja og stjórna þessu liði... þarf að breggða mér af bæ... og verð líklega ekki í tölvusambandi fyrr en á þriðjudagskvöldið... verður þetta ekki ok á meðan???

Brattur, 15.7.2007 kl. 23:01

44 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvers kyns bindi á að mæta með, dömu eða herra?  Er ekki rétt að setja það sem skilyrði, að það sé allavega umhverfisvænt?  

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.7.2007 kl. 23:03

45 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jújú Brattur minn.  Allt undir kontról.    Góða nótt.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 23:04

46 Smámynd: Anna Einarsdóttir

PARTÝ Á BLOGGSÍÐU BRATTS ANNAÐKVÖLD !

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 23:04

47 Smámynd: Brattur

.. munið þið bara að klappa Kát og Emilíu... góða nótt

Brattur, 15.7.2007 kl. 23:16

48 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég hélt að mótið yrði 21. n.k. sem er n.k. laugardag. Gvöð, hvað það er langt þangað til

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.7.2007 kl. 23:29

49 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sumir þurfa smá tíma til að læra mannganginn. 

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 23:31

50 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og aðrir þurfa tíma til að þroskast.

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 00:14

51 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nýr andstæðingur...... stórhættulegur, *fliss*   Arnfinnur, var að bætast í hópinn.

Það verður yfirseta í félagsvistinni ef ekki bætast við 3 í viðbót.

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 00:16

52 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hér er boðsund í  sturtubotni ekki nefnt einu einasta orði!!!

Halldór Egill Guðnason, 16.7.2007 kl. 01:08

53 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þótt þessi síða sé vissulega afar fróðleg, er þetta engin alfræðiorðabók, ennþá.

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 01:16

54 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 (Aska er búin)

Halldór Egill Guðnason, 16.7.2007 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 343388

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband