Úrslit farin að skýrast.

 

Nú er ég búin að raða blogg-skák-vinum mínum með tattoo upp í ákveðinni röð.

Glöggir lesendur sjá strax að þarna er komin afar líkleg niðurstaða í væntanlegu móti.

 

chess

 

Kristjana vinnur og því er hún efst.  Til hamingju Kristjana mín.  InLove

 

Svo kemur Brattur.  Með hann sem dómara í mótinu verður ekki hjá því komist að hann dæmi sjálfum sér nokkra sigra og komist upp með allskonar svindl og svínarí.  Hann er hrókur alls fagnaðar og er þá með þrjá hróka.  Það verður erfitt að eiga við úthugsaðar brellur hans.  Maðurinn er kex !

 

Þriðja sætið kemur í hlut Bjargar.  Það veit nefnilega enginn hvaða andstæðing hún hefur að geyma.  Þetta er stelpa með fullt af nefbeinum.  Hún stundar flúðasiglingar villt og galið... aðallega galið.   Strákarnir munu vaða upp í hugsunarlausa sókn og gleyma að verjast.  Hún heimaskítsmátar þá.

 

Edda fær fjórða sætið.  Það þarf ekkert að rökræða það.  Edda !  Þú ert ekki einu sinni bloggvinkona mín.  Lagaðu þetta stelpa.  Wink

 

Fimmti verður Ægir.  Hann kann víst Sikileyjarvörn, drottningarvörn og prinsessuleik, auk þess sem hann hefur þróað með sér afar mikla þolinmæði undanfarnar vikur.  Ægir er búinn að vera allt þetta ár að fúga smá klósettkytru.  Hvernig er þetta hægt ?

 

Í sjötta sæti kemur Halldór.  Hans tími er ekki kominn.  Ágústmánuður sem átti að fara í að læra mannganginn, fer að mestu í tiltekt í garðinum.  Halldór hefur nýlega viðurkennt að hann er búinn að missa alla stjórn á trjágróðrinum sínum.  Nú stjórna Aspirnar á hans heimili.  Þess má geta í framhjáhlaupi að Halldór býður upp á fyrirtaks skíðasvæði í kartöflugarðinum heima.

 

Nú vil ég ekki fara lengra í verðlaunasætaúthlutuninni því ég verð sífellt óvinsælli eftir því sem neðar dregur.  Blush 

 

Sjálf mun ég lauma mér ofarlega á listann, mér sjálfri til ómældrar ánægju.  Grin

 Það er ekkert grín að vera svín.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég, sem er sennilega elsta núlifandi bloggvinkona Ægis, er ekki einu sinni nefnd á nafn í verlaunasæta upptalningunni.  Illa farið með gamla konu.  En Anna, hvað með að gerast bloggvinkona mín, mig langar svo í fleiri myndir á bloggsíðuna mína.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.7.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert ekki einu sinni búin að tryggja þér þátttökurétt kæra frú Ingibjörg.  Skilyrði að vera bloggvinkona mín og vera með alvöru tattoo og kunna skák.  Mjög einfaldar en skýrar leikreglur.   

Brattur mun standa í dyrunum og fylgjast með að öllum reglum sé fylgt í hvívetna.  Hann vill helst að tattoo-in séu á skemmtilegum stöðum. 

Brattur er svo fyndinn !

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 14:54

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég kann skák en ég er ekki með tattoo...ég verð þá bara áhorfandi...einhver verður að vera í því.

Ragnheiður , 16.7.2007 kl. 14:57

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Enn er tími til að smella á sig tattúi og skrá sig. 

Stuttur tími þó, því lokað verður fyrir skráningar á miðvikudag klukkan sautján núll núll.

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 15:07

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Heyrðu Anna mín, þú verður víst að samþykkja mig, en ég er búin að senda tvær frekar en eina bón til þín. 

Ég kann mannganginn og gott betur, Drottning 8 til Hannes fjórir, skák og mát. Elskan mín, ég er með tyggjótattoo hér og þar og einnig með alvöru, á flottum stað sem aðeins verður sýnt í myrkri.  Það eina sem stendur í veginum er samþykki þitt fyrir bloggvináttu sem leitt getur til ævarandi, hver veit.

Er ekki samt nóg að vera með flotta valbrá?  

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.7.2007 kl. 15:37

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hef ekki fengið neina beiðni um bloggvináttu en það er auðvitað smámál sem ég leysi í hvelli.     Búin að senda beiðni til þín. 

Brattur samþykkir aldrei að slökkva ljósin meðan hann skoðar tattoo-in.  Hann er einfaldlega of forvitinn þessi elska.

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 15:43

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Búin að samþykkja og ég hlakka til að fá mynd af þér á síðuna mína.

 Það er ekki eins víst að hann verði eins brattur þegar ég hef sýnt honum mitt.

Þetta verður semsagt læknisleikurin, Ef ég má sjá þitt þá mátt þú sjá mitt

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.7.2007 kl. 16:34

8 identicon

3 sætið!! Sko mig!.. ekki slæmt þetta.. nú er stefnan tekin á það fyrsta

p.s. á ég frænku sem heitir Jórunn? Ertu að meina Jórunni frá Færeyjum? Hana Dúllu?

Björg F (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 18:17

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ja hérn, er þá uppruninn héðan? - Velkomin í bloggvinahópinn.

Edda Agnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 18:58

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Er stefnan tekin á bridds eða?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.7.2007 kl. 19:52

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó Björg !  Þú verður að læra aðeins meira í ættfræði.  Að vísu mjög mikið að læra fyrir þig en þú getur það.    Vil ekki skrifa of mikið persónulegt á netið - það gæti einhver lesið það. 

Takk Edda og sömuleiðis. 

Ægir,, ísí boj,, leikreglur verða samdar þegar ég hef fengið yfirsýn yfir hópinn.  Enn eru tveir dagar til stefnu að skrá sig á mót.

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 21:45

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef þú lendir í basli Ægir minn, þá get ég svosem lánað þér pils.

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 22:07

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er svolítið undrandi ! 

Það er enginn búinn að dáðst að skák-kökunni sem ég bakaði.  (sjá mynd) 

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 22:26

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

En ég er með alveg mátulega mikinn rosta sem þarfnast ekki lækkunar. 

Komið´i bara ef þið þorið !

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 22:36

15 identicon

Nú klóra ég mig og klóra í hausnum og líður hálf aulalega.. hringi í mömmu til að finna þetta út.. vona að frænka mín lesi þetta ekki.. hver sem hún er..  hún er samt ábyggilega þrusu skemmtileg

Skák-kakan er æði.. snild.. meistaraverk.. algjört dúndur.. ekki hægt að leika svona kökusnild eftir.. óborganlegt minjavirki..

Björg F (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 23:00

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk stelpur.   Kannski teflum við með svona kökutafli.  Þá er alltaf möguleiki á að borða biskupa og drottningu andstæðingsins. 

Frænka þín er þrususkemmtileg Björg - eins og þú.

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 23:13

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Misskilningur Ægir, misskilningur !

Kristjana er ekki efnileg........ hún er GÓÐ !

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 23:33

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Svona Ægir, komdu að fylla bloggsíðu Bratts. 

Hann verður að hafa eitthvað fyrir stafni þegar hann kemur heim.

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 23:44

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það sleppur Ægir.  Hann er kominn með hálft hundrað eðalljóða nú þegar.

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 00:03

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahahaha   Þið eruð bara fyndin !  Mótið vindur upp á sig og það er vel.  Ég þigg hangikjöt með þökkum..... eða öllu heldur með kartöflum og uppstúf og köldum grænum Ora baunum.  Samþykkt með öllu greiddu atkvæði.

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 01:17

21 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er búið að ákveða matseðil fyrir mótið? Rottan úr BT er bara drasl og ég meira og minna úti á túni, eða innan um aspir í allt kvöld, milli þess sem Aska þarf að fara út að pissa

Halldór Egill Guðnason, 17.7.2007 kl. 03:24

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var einu sinni Íslandsmeistari í skák á netinu. Það var að vísu í flokki stigalausra, (ELO) en ég er samt voða stoltur af því. Bikarinn sem ég fékk er reyndar asnalegur. Það stendur nefnilega: 1. verðlaun, flokkur byrjenda  Ég sem hef telft í 40 ár!

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.7.2007 kl. 04:00

23 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Settu þvaglegg á hundinn Halldór. 

Gunnar,, ég er með hugmynd !    Ef þú þarft að losna við asnalegan bikar, þá vantar okkur asnalegan bikar í keppnina.  Það má kannski semja ?  Ætlar þú að skrá þig á mót ?

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband