18.7.2007 | 17:04
Föngulegir íslenskir karlmenn á lausu.
Fyrirsögnin er ekki gripin úr lausu lofti......
Guðjón bloggvinur kom færandi hendi með hana, í síðustu athugasemd.
Þannig er mál með vexti, að ég er á lausu. Já, það er með eindæmum, ólíkindum og fádæmum !
Ég hef auðvitað verið að rýna í kringum mig - án þess að sjá mikið - og með dræmum árangri.
Nú er það ekki svo, að ég sé kröfuhörð. Eiginlega er ég bara með tvær kröfur.....
Ég ætlast til að maðurinn sé ekki áberandi asnalegur.
Og svo á hann bara að vera hreinn sveinn á mínum aldri.
THAT IS ALL !
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
good luck.................hræddur um að þú verðir að slaka eitthvað örlítið á allavega annari hvorri.
arnar valgeirsson, 18.7.2007 kl. 17:10
LOL!
Þú drepur mann úr hlátri hérna....ef hann er asnalegur þá er hann líklega hreinn sveinn...ef hann er ekki asnalegur þá er hann alls ekki hreinn sveinn.
Ég held að ábending Arnars sé góð
Ragnheiður , 18.7.2007 kl. 17:12
Anna mín, það er til heill hellingur af þesskonar drengjum.
Vandamálið er: þú ert ekki nógu fljót að hlaupa. Ég er ekki að meina að þú eigir að hlaupa á eftir þeim, NEI! Það máttu allsekki gera. þú átt að hlaupa fram úr þeim, þannig að þeir hlaupi á eftir þér. Svo þegar þeir ná þér, áttu að selja þig dýrt.
Ertu ekki farin að búa þig undir leikinn í kvöld?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 17:16
Selja mig ?
Nei Imba Gen...... nú ferð þú langt, langt yfir strikið. Ég er alveg ókeypis.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 17:44
Ekki einu sinni billig , alveg ókeypis. Anna þú ert ótrúleg, en nú fer ég, á mínu fjallahjóli á LaugarDAGSvöllinn.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 17:54
Ætli ég verði ekki að slaka á kröfu -
- ok, hann má þá vera pínulítið asnalegur.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 17:58
Hógværðin greinilega í fyrirrúmi. Það vilja oft verða örlög okkar nærsýnu að vera talin svo góð með okkur (af því við þekkjum engan í fjarlægð) að enginn karl/kona vill eiga okkur. Ég var mega-heppin. x3 LOL
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2007 kl. 18:28
GARG!! Ég er ansi hrædd um að EF þú fyndir hreinan svein á þínum aldri myndir þú fíla hann áberandi asnalegan í rúminu .... fálmandi út í allar áttir, titrandi af spenningi eftir áratuga bið, spyrjandi þig hvort þetta sé G-bletturinn á þér um leið og hann nuddar á þér gagnaugun og halda að þú sért að fá'ða þegar þú reynir að halda niðr'í þér flissinu.
Hugarfluga, 18.7.2007 kl. 18:54
... hér er talað um pínulítið asnalega karla, hreina sveina, nærsýni, fjallahjól, gagnauga og G-blett...
....váááá maður ég held ég sé ekki, eigi ekki og sé ekki með neitt af þessu... ´
... jú ef betur er skoðað og ef ég á að vera hreinskilinn, þá er ég pínulítið asnalegur... og ég held ég sé með smá gagnauga líka...
Brattur, 18.7.2007 kl. 19:12
Löngum hafa kallar krafist
kvenna með "hreina" píku.
Anna telur enda líka
OK að svara með líku.
NB! Stuðlar og höfuðstafir eru á réttum stað enda er vísa án stuðla og höfuðstafa eins og Þú án Þín
Ásgeir Rúnar Helgason, 18.7.2007 kl. 19:18
Ásgeir !
Það er harðbannað að segja orð eins og "ukíp" (lesist afturábak) á minni síðu. Hér er gott orðbragð í hávegum haft. 
Brattur minn. Þú ert nú pínu asnalegur já.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 19:40
... en hvernig var þetta aftur með hestana og asnana... er maður asnalegur ef maður er mislukkað ljósrit af einhverju fallegu.... það er eins og asnar (þá meina ég dýrin) séu misheppnaðir hestar... er það ekki annars Anna?
Brattur, 18.7.2007 kl. 19:50
Vá hvað þú hugsar mikið Brattur.
Ég hef nú bara aldrei vitað annað eins !
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 19:54
... mjólkurkexið Anna mjólkurkexið....
Brattur, 18.7.2007 kl. 19:56
Geta samt ekki hestar verið afrit af ösnum ? Föðurbetrungar !
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 19:56
... nú fór litli heilinn á mér í flækju.. (Brattur grípur kex, sötrar te og togar í eyrnasnepilinn)...
jú, Anna, þetta er ábyggilega hægt.... held ég....
Brattur, 18.7.2007 kl. 20:02
Færðu engan kvöldmat Brattur ? Ég hefði nú getað boðið ykkur hjónum í saltkjöt og baunir og sín hvora krónuna.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 20:05
... saltkjöt aftur... varst ekki með saltkjöt í gær líka!!!... jú, ég grillaði urriða handa mér og litlu kláru konunni minni... ljúffengt mmm, ég er nefnilega frambærilegur kokkur og get bærilega bjargað mér í hinu og þessu... Þú veist hvað ég er mikill jafnréttissinni... alinn upp til allra verka á heimilinu....
...ég reyndar svitna mikið þegar ég þræði nál, það er svo mjótt á þessu helv... gatið...
Brattur, 18.7.2007 kl. 20:13
Já.... aftur. Það var afgangur og ég er hagsýn húsmóðir. (blikka augunum þrisvar og sveifla augnhárunum með miklum þokka).
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 20:24
Óóóó..............
Kei!
Ásgeir Rúnar Helgason, 18.7.2007 kl. 20:55
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 20:59
Iss þetta eru engar kröfur Anna. Eflaust fullt af hreinum sveinum á þínum aldri sem ekki eru áberandi asnalegir.....man í svipinn ekki eftir neinum ASNALEGUM manni á neinum aldri
Arnfinnur Bragason, 18.7.2007 kl. 21:03
Arnfinnur Bragason, 18.7.2007 kl. 21:06
Imba a la Carte bað mig að auglýsa leikinn. Ég kemst ekki vegna Anna.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 21:08
jú,jú veit að það getur verið Anna-samt í partý
Arnfinnur Bragason, 18.7.2007 kl. 21:10
Skilgreindu hreinn sveinn Anna.
Fór hann í bað?
Er hann syndlaus?
Hefur hann ekki við konu komið?
Heitir hann Hreinn og er sveinn?
Vandasöm veröldin.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.7.2007 kl. 21:13
Ég held ég verði að ná í gleraugun núna. Er orðin kennslukona.
Hreinn sveinn er sá sem aldrei hefur sofið hjá konu. Jahérna.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 21:18
... já, ég hélt það líka...
Brattur, 18.7.2007 kl. 21:28
Ég fór á Völlinn og sá Ísland tapa óverðskuldað 5-0, þæt áttu ekki að tapa nema með 2-3 mörkum.
Þessar norsku eru þó nokkuð betri, búningarnir þeirra einnig, allavega sitja þeir betur. Liturinn er nokkuð dull, eða svona MU litur sem mér fellur afar illai í geð.
En, það sem hryggði mig mest, var að Ægir lét ekki sjá sig og ég hef ekki heyrt frá honum svo klukkutímum skiptir. Auglýsi hér með eftir honum.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 21:37
En eru við hinir þá skítugir, er maður sem sofið hefur hjá konu skítugur eftir?
Er ekki alveg sáttur við orðalagið, ansi mikil kvennafyrirlitning að mínu áliti.
Er ekki betra að tala um ó reyndan svein fyrir en reyndan svein eftir, já eða bara lukkuriddara ef hann stóð sig vel.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.7.2007 kl. 21:37
Þótt mér sé ótrúlega margt til lista lagt Þorsteinn, þá held ég þú ofmetir mig aðeins núna.
Ég nefnilega bjó ekki til íslenskuna !
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 21:41
Skilgreiningin á hreinum sveini liggur í því hvort stór stafur sé í sveini og hreini
hreinn sveinn og Hreinn Sveinn er sitthvað. hægt er að útskýra bæði.
A la´Carte nei það er Imba la'Douche
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 21:41
Imba a la Carte. Þú verður að hætta að auglýsa á blogginu mínu..... annars rukka ég þig.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 21:42
Hvað með hreynar meyjar?
Svo er talað um að þær geti orðið hreinar á ný, eða eftir 7 ár.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 21:43
Æi, er þér ekki sama ? a la Carte hljómar eins og gamall vinur.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 21:43
la´Douche er það heillin.
Hvað er bankanúmerið þitt
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 21:45
Nei, Carte minnir mig á Njál á Bergþórshvoli og syni hans alla. ég er dama með langar neglur og obbbboslega sæt
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 21:46
... Kristjana, þú kannski veist ekki að ég framleiði sjampó "fyrir skítugt hár"... mætti nota það... í ákveðnum tilfellum...
... ÚPPSSS... la´Douche... nú snertir þú viðkvæman streng í sterku hjarta... ekki tala svona um besta, fallegasta, listrænasta lið í heimi... mér finnst t.d. Lpool búningurinn ekkert dull... enda líkur M.United búningnum, er það ekki... og svo finnst mér You´ll never walk alone flott lag... svolítið sorglegt, en flott og ég syng það oft í baði...
Brattur, 18.7.2007 kl. 21:46
Þessi sjampó-uppfinning þín er algjört undur. Eins og þú sagðir "það er til sjampó fyrir þurrt hár, litað hár, krullað hár, feitt hár.... en ekkert fyrir skítugt hár". Ertu ekki örugglega kominn með einkaleyfið ?
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:00
Kannski við ættum að mynda dúett fyrst við erum orðnir bloggvinir.
MU og Valur eru ekki í uppáhaldi hjá mér, en ég viðurkenni gæði Muaranna, þótt þeir geti lítið í Evrópukeppninni. Ég er Víkingur í húð og hár, Poollari, og Barcelona aðdáandi. Eigum við nokkuð sameiginlegt annað en söngelskuna. Ertu búin að lesa ljóðið mitt aftur á síðunni þinni og sjá snilldina.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 22:03
Nei nú ertu átta kílómetrum á undan mér frú Ingibjörg. MU ? Ekki veit ég hvað það þýðir - þetta er bara alveg eins og út úr kú hjá þér.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:07
... já já la´Douche ljóðið þitt fékk sérstaka umfjöllun á síðunni minni....
Ég held með M.United - Val
og Leiftri/KS... en ég er viss um að við syngjum vel saman samt...
Brattur, 18.7.2007 kl. 22:08
Ó ! Nú skil ég. Þið Brattur eigið í samræðum.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:10
... hvar eru strákarnir... eigum við að bíða lengur... já og Jana skrapp með litla frænda sinn...
Brattur, 18.7.2007 kl. 22:12
Förum bara að demba okkur í verðlaunaafhendingu Brattur. Eftir 5 mín.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:13
Já, ég er þekkt fyrir að grípa frammí, en fyrirgefðu Fjólan mín, nei, ég meina Anna.
En það bara þannig að við Brattur eigum ósagða nokkra hluti, og mér finnst ekki nema sjálfssagt að geyma það til betri tíma og þá annaðhvort heima hjá mér eða honum.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 22:14
... þú ert bara fín la´Douche og ekkert annað....
Brattur, 18.7.2007 kl. 22:17
Ekki málið, ekki málið..... ég var bara smástund að kveikja.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:23
Erum við að fara til Bratts? Á að fara skera niður?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 22:27
Hreinn sveinn á þínum aldri? Hækkaðu standarinn elskan!
Heiða Þórðar, 18.7.2007 kl. 23:30
Heiða mín...... ég má ekki hækka hann..... það gengur ekki einu sinni í þessum styrkleika.
Svo var þetta bara grííííííín !
Anna Einarsdóttir, 19.7.2007 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.