Er það þess virði að fara í fýlu ?

 

Þegar ég var lítil strauk ég að heiman.

Fannst ég óréttlæti beitt.

.

Eftir smástund finn ég grasi vaxinn skurð.

Þar er hola sem ég skríð inn í.

Hlæ með sjálfri mér.

Nú skal fjölskyldan fá að sakna mín.

Tíminn líður.

Ímyndunaraflið tekur völdin.

Nú er mamma örugglega orðin mjög hrædd.

Já, þetta verður þeim lexía.

Pabbi er líkast til að spyrja nágrannana um mig núna.

Tíminn silast áfram.

Hvernig er það, ætli þau fari ekki að kemba svæðið ?

Djö.... það er nú ekki mikið um að vera hérna.

Klukkutímarnir líða. 

Fimm langar...... björgunarsveitin kölluð út.

Ég flétta grasstrá.

Hvurskonar fjölskylda er þetta !  Kann ekki að leita.

Ég er orðin stirð.

Gef mig ekki.... ætla að fela mig í alla nótt og á morgun og hinn líka.

Fleiri grasfléttur.

Ef ég stend upp núna, finna þau mig kannski fyrr ?

Lít í kringum mig en sé engan.

.

Eftir marga klukkutíma gefst ég upp og rölti niðurlút heim.

Býst við fagnaðarópum þegar ég loksins kem í leitirnar.

Týnda dóttirin !

.

.

Mamma lítur upp þegar ég geng inn og spyr  "fórstu út" ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.7.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

er þess virði að fara í fýlu ? ... ó já.. ég man hvað foreldara mínir voru blíðir alltaf þegar þeir fundu mig.. 

"Hvar hefur þú verið ? "  sögðu þau blíðum tóni. 

Brynjar Jóhannsson, 27.7.2007 kl. 21:35

3 Smámynd: Hugarfluga

Hahahaha ... awwww, dúllubossinn minn.

Hugarfluga, 27.7.2007 kl. 21:57

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Dúllubossi !  Ertu skyggn Hugarfluga ? 

Anna Einarsdóttir, 27.7.2007 kl. 22:05

5 Smámynd: Hugarfluga

Moi? Nauts !!!


EW

Hugarfluga, 27.7.2007 kl. 22:11

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fýlan hefur sinn tilgang og sérstaklega ef maður lærir með tímanum að vinna vel úr henni eins og mér finnst ég hafa gert - það væri ekki skemmtilegt fyrir staðnað fólk.

Edda Agnarsdóttir, 27.7.2007 kl. 22:28

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

eða að þróa fíluna kannski með sér.... háþróaðir fullorðins fílupúkar hafa nefnilega nafn... það nafn er ÞUNLINDISSJÚKLINGAR.... 

Brynjar Jóhannsson, 27.7.2007 kl. 22:31

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

æi sorrí... þetta var kannski full ruddalegt... hjá mér... biðst velvirðingar .. ég skal fara í skammarkrókin

Brynjar Jóhannsson, 27.7.2007 kl. 22:52

9 Smámynd: Brattur

... Anna nú toppar þú sjálfa þig... rosalega flott og falleg frásögn... þú ert æði...

Brattur, 27.7.2007 kl. 22:57

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég lærði að það er leiðinlegt að vera í fýlu. 

Núna verð ég annaðhvort reið...... sbr. gosið í fyrradag og það tekur snöggt af......... nú eða bara kát.  Það er langskemmtilegast. 

Anna Einarsdóttir, 27.7.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband