Nú er kjéddlingin orðin klikkuð.

 

Nú ætla ég að drífa mig að blogga þessa færslu.

Sko, hóst, ef ég skrifa þetta ekki strax er hætt við að ég hætti við.

Sonur minn segir að ég verði að gera erfðaskrá áður en ég fer í þetta.

Vinir hans segja að þetta sé ekki fyrir nema sérfræðinga.

Systir mín segir að þetta sé ógjörningur nema ég æfi mig fyrst.

Ég var mönuð.

Björg bloggvinkona sendi mér bréf og sagði:

"komdu með..... plíííís.... mig langar svo að hafa einn klikkhaus með".

Ég ýtti á reply og skrifaði - áður en ég hugsaði - Ok, ég læt vaða !

Er ákveðin í að kaupa mér Pampers áður en ég fer..... því ég á sko eftir að pissa í buxurnar.

.

.

Hér kemur það - áður en ég hætti við........

.

.

Anna Einarsdóttir er búin að skrá sig í RiverRafting í Austari Jökulsá.  Crying

.

 

e51

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú þarft enga bleyju... það er bara að pissa.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.7.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: arnar valgeirsson

ógisslega góða ferð...

arnar valgeirsson, 29.7.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Bon Voyage

Halldór Sigurðsson, 29.7.2007 kl. 23:13

4 Smámynd: Brattur

... he,he....þetta er æðislegt hjá þér... verður gaman að heyra ferðasöguna og eins og eitt ljóð frá þessari ferð... gangi þér vel...

Brattur, 29.7.2007 kl. 23:14

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Til haaaaaaaaaaaaaaaaamingju!

Þú ert kona að mínu skapi, ég hef að vísu bara baðað í Hvítánni, á Jökulsánna eftir.

Ætla næsta sumar.  Segðu svo syni þínum að hann sé lögerfingi, þannig að hann fái allt, svo getur þú huggað hann með því að þú takir smá auka líftryggingu.

Góða ferð! 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.7.2007 kl. 23:14

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta er ekki fyrr en eftir 2 vikur.  Nægur tími til að vera illt í maganum.

Engin aukalíftrygging...... ég hringi í 112 ef ég lendi í hyl.

Anna Einarsdóttir, 29.7.2007 kl. 23:17

7 identicon

Æðislegt!! Ha ha I love u.. sko að fara svona 3 daga ferðir er ALLT annað en einn dagur... miklu skemmtilegra... fyrsti dagurinn er aðeins rólegri svo þú ert orðinn sérfræðingur áður en við förum erfiðustu flúðirnar.. annars hver þarf að vera sérfræðingur.. Aðeins sá sem stýrir bátnum og ég fullyrði að Ævintýraferðir er með þá allra bestu.. sá sem fer með okkur er frá Nepal og er búinn að rafta þessa á í 5 ár. Dont u worry sko.. svo er bara að hifa fleiri með í þessa ferð.. once in a lifetime experience.. einhverjir hugrakkir þarna úti?

Björg F (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 23:20

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já, ég. 

Anna Einarsdóttir, 29.7.2007 kl. 23:23

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þetta er fyrir alla sem ekki eru vatnshræddir.  Maður flýtur eins og korktappi og fær blautbúninga sem halda á manni hital.  Þetta er alveg yfirmáta skemmtilegt. Í þetta færi ég hvenær sem er, en að hóppa niður úr krana í svokölluðu teyjuhoppi, færi ég ekki fyrir nokkurn pening.  Myndi aldrei lifa spennuna af, því ég er lofthræddari en orð fá lýst.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.7.2007 kl. 23:25

10 identicon

Ingibjörg; Reyndar fáum við þurrbúninga svo við blotnum ekki neitt nema þá helst aðeins á andliti.. að öðru leyti er ég er svo innilega sammála þér..

Björg F (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 23:36

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Einmitt út af þurrbúningnum þarf ég bleyju. 

Anna Einarsdóttir, 29.7.2007 kl. 23:42

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þú ert huguð! Langar að fara líka og ætla að akera úr um það á morgun. Þarf enga bleyju, en tek með mér rauðvínstár og Jagermeister, svona til að róa magann, ef af verður 

Halldór Egill Guðnason, 30.7.2007 kl. 00:01

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Endilega Halldór.  Sko..... nú kemur í ljós hvort þú ÞORIR ! 

Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 00:05

14 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þori???? Hva...? 

Halldór Egill Guðnason, 30.7.2007 kl. 00:09

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef þú kemst alls ekki (þorir ekki)..... þá skal ég samt taka rauðvínstárið fyrir þig.

Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 00:11

16 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hehehe ..... slepptu bara bleyjunni þú blotnar hvort eð er!

Eva Þorsteinsdóttir, 30.7.2007 kl. 04:13

17 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er ekkert mál Anna, vertu bara með hjálm og vesti, auk þess getur þú fengið þér flotbúning og sleppt þá þessum asnalega bát. Það eina sem þú þarft þá að passa eru beinbrot og þó, vertu frekar í bátnum.

Þú verður hetja Kjeddling

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.7.2007 kl. 09:25

18 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ægir, verður fríið ekki búið 0g alvara lífsins tekin við?

Eigum við ekki bara að taka þessu rólega og fá okkur alvöru tattoo, tyggjótattóið heldur ekki vatni 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.7.2007 kl. 09:49

19 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góða ferð og hafðu það skemmtilegt. Ég fór í eina hreinsun í gær með hug og kropp sem ég ætla að blogga um síðar og ég er alveg viss um að þessi ferð þín verður algjör hreinsun. 

Edda Agnarsdóttir, 30.7.2007 kl. 11:18

20 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Gerðu bara eins og ég sagði Brynjari að gera í Tívoliskrímslinu í Barcelona......spenntu magann og lokaðu augunum.....klikkar aldrei.  Ekki samt halda niður í þér andanum.  Þetta verður geggjað.

Gíslína Erlendsdóttir, 30.7.2007 kl. 11:22

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Passaðu þig bara að detta ekki úr bátnum þar sem eru svona hringiðusog.....þá druknarðu   Ég skal biðja fyrir þér hehe

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.7.2007 kl. 11:47

22 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þessi er fyndin sambandi við bleyjuna.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.7.2007 kl. 11:53

23 identicon

Það verður svo gaman hjá okkur Anna mín..  Þar sem er hringiðusog, verður farið varlega í gegnum. Anup sem siglir þessa leið tvisvar á dag hefur aldrei misst neinn út í þar. Ef samt eitthvað slíkt gerist eru tveir kajakar sem bíða við þessa staði ef einhver skildi detta... Allt er gert til þess að öryggið sé fullkomið. Ég held reyndar að það sé miklu hættulegra að vera á þjóðvegum landsins eða bara niður í bæ á laugardagskvöldi. Ohhh.. ég hlakka svo til að fara aftur.. Anna, u make my day  Og svo væri gaman að sjá fleiri hugrakka sem hana

Björg F (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 12:51

24 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er sko ekki rassgat hrædd. 

Mér var illt í maganum í morgun....... en svo kom í ljós að ég var bara svöng. 

Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 13:00

25 Smámynd: Ragnheiður

OMG you go girl !!

Rosalega myndi ég alls ekki þora þessu en vá, til hamingju og svo kemurðu með ferðasöguna, dropa fyrir dropa niður ána...

Ragnheiður , 30.7.2007 kl. 13:38

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Asskoti ertu hugrökk, einhvernveginn kom mér þetta ekki á óvart.  Bíð spennt eftir bloggi.  Bíð nú bara eftir að Dúa skrái sig líka.  DÚLLA

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 13:51

27 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Anna.: Þú verður að taka bæði Jagermeisterinn og rauðvínið. Ég verð í Noregi (Niðarósi) á þessum tíma. (Þori alveg, en ....)

Halldór Egill Guðnason, 30.7.2007 kl. 19:52

28 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æi..... það hefði verið svo gaman að sjá þig skríkja. 

Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 19:58

29 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég skríki aldrei! Ég tuða hins vegar alveg út í eitt og sennilega heila jökulá ef því er að skipta. 

Halldór Egill Guðnason, 31.7.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband