Showtime.

 

Bústaðurinn sem við vorum í, í viku, var að mörgu leyti mjög þægilegur.

Veröndin var stór, með fínum heitum potti og í bústaðnum voru tvö salerni/sturtur.  Önnur var með sérinngangi beint af pallinum.  Það var því sjálfsagt að fara í þá sturtu, beint úr pottinum.

Einn daginn kom fyrrverandi tengdamóðir systur minnar í heimsókn.

Systir mín gekk með hana um svæðið. 

Þegar á sólpallinn var komið segir systir mín við tengdó sína, fyrrverandi.... "komdu hérna og sjáðu,, þetta er alveg æðislegt"  og í sama mund rífur hún upp hurðina að sérinngangs-sturtunni.

Hún horfir á tengdó-ið og sér undarlegan svip á þeirri gömlu.  Lítur þá inn og sér.......

........ mig, standandi þar á undirfötunum einum saman.  Blush

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL, ekki gaman að fá óvæntan gest svona!!

Bjarndís Helena Mitchell, 10.8.2007 kl. 19:53

2 Smámynd: Brattur

... heyrðu... ég held ég hafi gleymt að segja þér að ég saknaði þín... en betra er seint en aldrei

Dagar
án þín
eru

ekki dagar

aðeins
tími

án
tilgangs

Brattur, 10.8.2007 kl. 20:22

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jahérna. 

Undirbúðu þig Brattur....... tími án tilgangs strax í næstu viku. 

Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 20:27

4 Smámynd: Brattur

... það er aldrei hægt að undirbúa sig undir slíkt... en það er bara allt á fullu hjá mér í næstu viku... svo líklega kemst ég ekki mikið í tölvuna... eintóm útivera og fleira skemmtilegt...

Brattur, 10.8.2007 kl. 20:30

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Heldur geim í göngutúr

Guð, það er svo skrítið

hjá Ægi er allt í þessum dúr

og hús hann keypti lítið

Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 20:37

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brattur átti ekki dag

þetta mun þó hægt að laga

Hann semur bara um það lag

og fær sér síðan aukadaga

Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 20:46

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Anna bullar lítil ljóð

lofsamar þar öllum

um tilgang lífsins falleg fljóð

og ferðalög með stöllum

... ég hefði nú alltaf unnið þig í bullukeppni .

Brynjar Jóhannsson, 10.8.2007 kl. 20:52

8 Smámynd: Brattur

Tengdó lauk upp hurð

að vini vorum

ég vildi hafa verið

í hennar sporum

Brattur, 10.8.2007 kl. 20:53

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nononono....... bullkeppnin er ekki búin.  Láttu þig ekki dreyma um að þú sleppir...... nema þú gefist upp strax. 

Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 20:54

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er tengdó að garði bar

"showið" var gjörsneitt gæðum 

Anna svo óheppin var 

í "underware", ósamstæðum.

Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 21:01

11 Smámynd: Brattur

... ertu að fara í aðra útilegu í næstu viku... tími án tilgangs?

Brattur, 10.8.2007 kl. 21:07

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það kemur blogg síðar í kvöld sem útskýrir málið Brattur minn.

Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 21:13

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Afhverju ætti ég að láta mig dreyma um að ég sleppi við bullukeppnina ? SIGURINN VERÐUR SVO AUÐVELDUR að ég gæti sigrað þig í bullkeppninn með aðra hendina fyrir aftan bak..

.... Ég verð að taka undir með þér að þessi BRUSSÓ... HAHAHHA hún er útrúlega mikill búllari í sér....  ef hún væri önd þá væri hún bullukolla..

Brynjar Jóhannsson, 10.8.2007 kl. 21:15

14 Smámynd: Brattur

... úpps Anna.. nú man ég... úpps... smá hrollur...

Brattur, 10.8.2007 kl. 21:19

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fáðu þér mjólkurkex Brattur og hugsaðu málið..... þetta er smámál fyrir Önnu ál.

Brylli..... það er bannað að vera með hendur fyrir aftan bak í svona keppni.  

Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 21:24

16 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ÉG get reyndar ekki séð hvaða áhrif það hefur á bullið í mér að ég sé með hendur fyrir aftan bak....

En þú leggur leikreglunar ... ég skal gangast við því  

Brynjar Jóhannsson, 10.8.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband