10.8.2007 | 23:06
Súpervúman og Vatnavúman sigla ekki lygnan sjó.
Nú líður að svaðilför Bjargar Súpervúman og Önnu Vatnavúman um hrjóstugar óbyggðir Íslands, þar sem þær munu spýtast með freyðandi jökulánni niður kletta og sprungur. (anda, slaka á). Þar eru allar líkur á að þær hitti hinn eina sanna Tinna, því ekki má strákurinn lengur vera í Kongó. Nepalbúar munu auk þess koma við sögu í hættuförinni og því næstum öruggt skv. líkindareikningi að Tinni verði þarna í alvörunni. Næstum því, sagði ég.
.
(mynd hérna)
.
Undirbúningur fyrir svaðilförina hættulegu stendur sem langhæst. Anna Vatnavúman veit sem er að "fötin skapa manninn". Því hefur hún fjárfest í hroðalega dýrum buxum sem ANDA. Nú getur Vatnavú því andað rólega...... nú eða alls ekki..... því buxurnar munu sjá um það.
.
Nú, ekki er öll vitleysan eins og aldrei er of varlega farið svo Anna Vatnavú hefur látið lita á sér hárið kolsvart. Fyrst stóð til að lita það eldrautt en klókindi Önnu Vatnavú... sögðu henni að það væri ekki vænlegur kostur, þar sem Björg Súpervú er með rautt líka. Því væri stjarnfræðilegur möguleiki á að ræðararnir frá Nepal myndu ruglast og halda að Björg Súpervú væri á botni árinnar að leika sér við fiskana...... þegar það væri í raun Anna Vatnavú að hamast við að anda með buxunum. Neibb.. svart var miklu skynsamlegra val. Allavega nokkuð víst að Tinni og Nepalbúarnir finna Önnu Vatnavú með kolsvarta hárið í hvítri jökulánni.
.
Anna Vatnavú keypti fleiri föt. Því fer þó fjarri að hún sé dekurdúkka með Hollywoodstæla. Hér er um líf og dauða að tefla. Tefla ? Skák !
.
Vegna þeirra mörgu uppákoma sem uppá geta komið í RiverRafting, hefur Anna Vatnavú hugsað upp plan A, B, C, D, E, F, G, H, I, Í, J og einmitt á plani J gerist þetta:
.
Anna Vatnavú drýgir hetjudáð þegar gat er komið á botn bátsins. Of lítið loft er í honum og einhver verður að yfirgefa bátinn, svo hún fórnar sér. Eftir yfirgengilegt þrekvirki kemst Anna Vatnavú upp úr ánni, heldur inn í óbyggðirnar (sem kalla og sem hún verður að gegna) og hyggst hafa þar vetursetu. Anna Vatnavú er algerlega undir þetta búin. Hún er í ull frá toppi til táar og getur því laumað sér inn í kindahóp án þess að ærnar uppgötvi neitt misjafnt. Síðan bíður hún einfaldlega eftir næstu smölun og málið er dautt. Verst að þetta eru eftirlegukindur.
.
Plan Í var líka auðleyst. Þar þurfti aðeins að kaupa hanska. Í plani Í, ráðast Ísfirðingar á Önnu Vatnavú með hæðnisorðum. Líklegt er að atburðurinn eigi sér stað við Laugafell. Hvað gerir Anna Vatnavú þá ? Hún lætur hanskann detta og þá mun einhver TAKA UPP HANSKANN fyrir hana. Plan Í er fínt.
.
Björg Súpervú er, án efa, mesta kvenhetja þessarar aldar á Íslandi. Hún hefur sýnt slíkan hetjuskap í sumar, að það væri fáfræði eða gleymska hjá Óla vini mínum, ef hann sæmdi hana ekki annaðhvort Fálkaorðunni eða Siglingamálanálinni.
.
En má ekki vera að þessu....... plan K
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 11.8.2007 kl. 14:18 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 343173
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er mitt framlag í BULLKEPPNI við Brylla.
Ég bíð eftir mótframlagi.
Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 23:51
MÓTRARMLAGIÐ ... ER Ó FORMI JARÐÝTU SEM ER AÐ URÐA YFIR ÞIG NÚNA ..HAHAHAHAHHAHAH ..
ÞÚ ERT búin að vera ... IM THE KING OF THE BULLSHIT... eða bulliskítsins eins og það þýðist á íslandi ...
Brynjar Jóhannsson, 11.8.2007 kl. 00:12
Okei, ég gefst þá bara upp með sæmd.
Anna Einarsdóttir, 11.8.2007 kl. 00:22
afhverju eru kafarar þá ekki í svona öndunarbuxum ? sniðugar brækur þetta, þú ferð varlega í ánni. Þú sást nú bara hvernig fór fyrir bloggvinunum þegar þú skrappst aðeins frá....
Ragnheiður , 11.8.2007 kl. 00:24
TAKK TAKK TAKK TAKK TAKK TAK TAKK leyfu mér samt aðeins að njóta frægðarsólarinnar í NOKKRA KLUKKU TÍMA :..... TAKK TAKK TAKK TAKK TAKK TAKKK..... ..... TAKK TAKK TAKKK TAKK...
Segðu mér brylli hverju langar þér að þakka þessi árangur ? uuuu meðfættir hæfileikar og náðargáfa fyrst og fremst myndi ég segja..
Segðu mér átti anna einhvern tíman séns í að sigra þig í bullu keppni ? HHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHHAHAHAHAHAHHAHAHA uuu NEI...
TAKK TAKK TAKK TAKK ::: ÉG ER BESTUR :... TAKK TAKK TAKK
Brynjar Jóhannsson, 11.8.2007 kl. 00:27
Já sko........ dagarnir hurfu og allt !
Af hverju segjum við Á þegar við meiðum okkur ? Veit það einhver ?
Anna Einarsdóttir, 11.8.2007 kl. 00:28
sko við segjum JÁ ....... EN það er vegna þess að við verðum svo hneikluð þegar við meiðumst að HVÆSUM UNDRANDI AÐ ÞEIM SEM MEIÐIR OKKUR : JÁ ... en eigum þá við JÁ ER ÞAÐ EKKI BARA FANTURINN ÞINN ? ::: ERTU AÐ BÖGGA FÆT
Brynjar Jóhannsson, 11.8.2007 kl. 00:34
en ... ég vill bara skjóta því inn að ég SIGRAÐI BULLUKEPPNINA OG ÞAÐ Í FYRSTU LOTU ...
er EINHVER SEM ER EKKI BÚIN AÐ FRÉTTA ÞAÐ:: ANNA TAPAÐI FYRIR MÉR Í BULLUKEPPNINNI
Brynjar Jóhannsson, 11.8.2007 kl. 00:36
Við hinkrum bara góðir lesendur, meðan Brynjar Jóhannsson fagnar sigri.
Anna Einarsdóttir, 11.8.2007 kl. 00:38
Ég segi alltaf "Játs" þegar ég meiði mig. Gerir það mig að einhverri druslu?
Halldór Egill Guðnason, 11.8.2007 kl. 01:03
Gott að sjá að þú ert komin aftur Anna! Ég skil ekkert í þessu bulli.
Edda Agnarsdóttir, 11.8.2007 kl. 01:06
Til að gera langa sögu stutta Edda...... ég skoraði á Brynjar í bullkeppni einhvern tíma og þetta var framlag mitt í keppnina...... sem ég svo tapaði með sæmd.
Sagan hér að ofan fjallar hins vegar um ímyndun mína af því sem kannski gerist í RiverRafting sem við Björg bloggvinkona erum að fara í, í næstu viku - í alvörunni.
Það verður ógurlega gaman hjá okkur í RiverRafting.
Anna Einarsdóttir, 11.8.2007 kl. 01:17
Nei Halldór......það er bara töff að segja "Játs"
Anna Einarsdóttir, 11.8.2007 kl. 01:20
"Sjúk" ég hélt ég væri bara að tapa þessu öllu saman! Finnst svo ferlega GAyY að segja alltaf "Játs" þegar ég klemmi mig eða meiði með öðrum hætti. Það er semsagt gefið grænt ljós á það Anna formaður? án þess ég sé stimplaður annað en ég er??? .....kannski svolítið kool?
Halldór Egill Guðnason, 11.8.2007 kl. 01:28
það fer að vísu pínulítið eftir því hvaða rödd þú notar í "Játs-ið". Passaðu að hafa hana ekki mjög skræka. Ef þú ert dimmraddaður, ertu þokkalega kúl.
Anna Einarsdóttir, 11.8.2007 kl. 01:30
já há..! Það var aldrei..
Björg F (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.