12.8.2007 | 19:31
Gísli, Eiríkur og Helgi.
Fyrst ég er á annað borð farin að játa eldgamlar syndir mínar, ætla ég að bæta aðeins við.
.
.
Ég er satt að segja orðin svo háöldruð, að það var sveitasími heima hjá mér þegar ég var krakki. Tvær langar og ein stutt. Það segir sig því sjálft að á tímum lítillar tækni og svart-hvíts sjónvarps með nánast engu barnaefni, utan Stundarinnar okkar, þurftum við krakkarnir að finna okkur eitthvað til dundurs. Við vorum orðin býsna góð í því held ég.
.
Einn fallegan sumardag þegar við vorum um 14-15 ára gamlar, ákváðum við vinkona mín að gera eitthvað verulega skemmtilegt. Við klæddum okkur í föðurland og ullarbol og ekkert utanyfir það, settum á okkur ljótustu húfur sem við fundum og hringdum svo í stelpu á nágrannabæ sem var allnokkuð eldri en við og boðuðum hana á okkar fund - á traktor.
.
Hún mætti nokkru síðar og við tjáðum henni fyrirætlan okkar. Hún átti að keyra um sveitir Miklaholtshrepps.... og þá sérstaklega oft framhjá Vegamótum..... en við ætluðum að sitja báðar ofan á húddi dráttarvélarinnar, snúandi baki hvor í aðra, í þessum ósmekklega klæðnaði og þykjast vera Gísli, Eiríkur og Helgi.
.
Þetta gerðum við, vöktum mikla athygli allra sem til sáu og skemmtum okkur alveg hreint konunglega. Það fór lítið fyrir skvísustælum hjá okkur vinkonunum.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Frábær færsla hjá þér Anna. Það er einmitt leiðin til að virkja frumkvæði og ímyndunarafl barna, það er að láta þau sjálf finna uppá einhverju að gera, ekki alltaf að hafa ofan af fyrir þeim (með tölvuleikjum og dvd og nefndu það...)
Marta B Helgadóttir, 12.8.2007 kl. 19:37
...Enda hefðir þú ábyggilega bara dottið á hausinn ef þú hefðir verið pæja á traktornum
Heiða B. Heiðars, 12.8.2007 kl. 19:42
LOL, frábær saga. Þetta hefur verið gaman.
Bjarndís Helena Mitchell, 12.8.2007 kl. 19:44
sorry, þið voruð orðnar 14-15 hmmm (las nokkuð hratt nuna...)
Marta B Helgadóttir, 12.8.2007 kl. 19:50
Þetta er nú ekki eins slæmt fyrir Hólmarana og sú fyrri! Góð saga.
Edda Agnarsdóttir, 12.8.2007 kl. 19:54
Er verið að rifja upp æskuminningarnar fyrir brottför.. skrifa ævisöguna ef ske kynni að þetta skildi vera þitt síðasta..? Glæsileg saga.. þú ert í miklu stuði þessa dagana
Björg F (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 19:59
Jamm..... Kannski dett ég á hausinn og kem heim snobbuð..... þessvegna þarf að koma þessu frá sér núna. Ég er búin að pakka Björg..... öllu dótinu í einn bakpoka + svefnpoka. Hlakka til að sjá þig í fyrramálið.
Takk stelpur.... þið megið velja hvort ég var Gísli eða Eiríkur eða Helgi.
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 20:06
mundu að taka handklæði og sundbol
Björg F (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 20:16
Of course Björg...er búin að lesa listann átján sinnum og það er allt komið.
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 20:19
nýju turbosmokkana?
Björg F (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 20:21
Það stóð ekki á miðanum.
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 20:22
hmmm andsk.. það var á miðanum sem ég skrifaði til Halldórs.. æ ubbs.. sorry..
Björg F (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 20:24
Ægir; Hefuru áhuga á að koma með?
Björg F (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 20:41
Bara taka sér miðvikudaginn frí.. væla í bossanum.. ef þú ákv. þig NÚNA.. þá gæti ég kannski reddað plássi fyrir þig
Björg F (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 20:57
Nei ! Er að fæðast HETJA ? Ægir. Auðvitað kemurðu þá !
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 21:02
... Gísli var alltaf í uppáhaldi hjá mér... held þú hafir leikið hann
Brattur, 12.8.2007 kl. 21:04
... Ægir... Litli Jón var mikil hetja og barðist með hjartanu eins og við, vinur... annars var Zorro flottur líka... en ég held ég vilji samt helst vera Tarzan... af því ég er svo góður sundmaður... held að þú getir verið mjög flottur Trigger... hann var köflóttur....
Brattur, 12.8.2007 kl. 21:19
Nei heyrðu mig nú Ægir ! Ég var að koma af síðunni hans Bratts og þar segir þú að þú farir í klippingu 31. ágúst. Hérna segir þú að þú eigir klippingu 14. ágúst.
Heilir 17 dagar á milli. ERTU PEMPÍA ? Þetta er augljóslega afsökun fyrir að koma ekki í siglingu.
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 21:22
Þið getið farið í ævintýraferð í huganum strákar. Við stelpurnar förum í alvörunni. Og þú ert í slæmum málum Ægir ef þú verður ekki vel klipptur þegar ég sé þig.
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 21:26
... Jóhanna af Örk..... hún var mikil hetja...
Brattur, 12.8.2007 kl. 21:29
... ég er að fara í ævintýri í vikunni... sting mér í djúpa hylji ískaldra bergvatnsáa... og skutla silunga... snæði þá hráa á árbakkanum... og sef undir berum himni... læt tófuna vekja mig með kurteisu gaggi sínu og borða hundasúrur í morgunverð... er þetta ekki ævintýri...
Brattur, 12.8.2007 kl. 21:35
En Ægir,, ætlar þú í ævintýraferð til klipparans ?
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 21:49
HAHAHAH þú verður að afsaka anna ... en mér DETTUR alltaf í hug skemmtistaðuinn VEGAMÓT í 101 þegar þú byrjar á þessum sögustundum og svo þegar þessi dráttavél (sex macine) kemur til skjalanna þá hrinur sögusviðið gjörsamlega undan fótum mínum.....
Brynjar Jóhannsson, 12.8.2007 kl. 22:06
Anna mín.: Ertu að opna þig alveg upp á gátt með allt sem á daga þína hefur drifið, ef ske kynni að Björg næði ekki að grípa í þig á leiðinni niður fljótið ógurlega? Ný mynd! 1000% skýrari og betri en sú fyrri Hvernig pakkar maður annars í svefnpoka? Góð færsla hjá þér og ykkur öllum, eins og alltaf. Vandræði hérna megin með tenginguna. 1-2 mb og ekkert þar á milli. Ekki orðið eitt einasta hár eftir í vöngunum, en einhverslags hreiður efst Verð að hemja ofsann og hætta að hárreita mig. Fyrst bilaði músin og nú er það tengingin....arrrrrrrrg Ma ma ma maður er bara ekki með!
Halldór Egill Guðnason, 12.8.2007 kl. 22:10
Halldór... ég er byrjaður að hugsa um "þitt" innlegg.... kemur áður en þú ferð út... annars er maður að verða skíthræddur um bloggvini sína, þeir eru í þvílíkum svaðilförum í hverri viku og maður nagar bara neglurnar og bíður eftir því hvort heyrist frá þeim aftur... eða ekki...
Brattur, 12.8.2007 kl. 22:13
Já Halldór..... ég er eins og opin bók. Iss, þetta er svo löngu skeð að ég verð tæplega rassskellt fyrir þetta núna. Eða er það ?
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 22:14
Brattur.: Þætti vænt um að fá "mitt" innlegg áður en ég fer.Mín ferð suður eftir er ekki síður áhættusöm en stelpnanna niður fljótið ógurlega Allt "peppup" hjálpar og ef einhver er rétti maðurinn í verkið, ert það þú Brattur minn. Bíð ofurspenntur en einnig í algerri auðmýktHef aldrei getað samið neitt af viti sjálfur og finnst ég hafi heiminn höndum tekið að hitta mann eins og þig, þó ég hafi aldrei hitt þig.
Anna.: Maður á alltaf að ljúka hverjum degi sáttur og sæll við allt og alla. Hvet þig eindregið til að halda áfram að rifja upp og klára málið, áður en þú og Björg steitið á skerjum og stórgrýti niður Jökulsá Held þú rifjir upp fyrir fleiri en bara þig. T.d. Sinalcoið, sem var alveg toppurinn
Halldór Egill Guðnason, 12.8.2007 kl. 22:25
Hugmyndin er góð Halldór en ég hafna henni samt. Ef ég segi ykkur ALLT þá eruð þið ekki eins spennt að fá mig aftur, því þá hef ég hvort eð er ekkert að segja. Svo ég geymi eitthvað smá.
Veit samt ekki í augnablikinu hvað það er sem ég geymi ?
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 22:29
Hvar er það?
Ægir, hvaða Svavar klippir þig?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.8.2007 kl. 22:35
Ég sem ætlaði að fara biðja þig fyrir kveðju, ég er hans fyrrverandi
Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.8.2007 kl. 22:50
Imba la Dauche bullukolla.
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 23:10
BULLUKOLLA ?..... HÓST ... PIFF PIFF PIFF PIFF PIFF
Brynjar Jóhannsson, 12.8.2007 kl. 23:14
Anna mín það er ooooooooooooooooo Douche
Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.8.2007 kl. 23:19
æi Imba..... ég er ekkert svo góð í frönsku.
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 23:23
verðurðu ekki að fara að sofa ? það gengur ekki að hafa þig hrjótandi niður flúðir og fossa á morgun ! Ji hvað ég myndi ekki þora þessu
Ragnheiður , 12.8.2007 kl. 23:39
Ég sef þegar ég verð eldgömul.
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.