Bréf frá formanni.

 

Ágætu félagar og Arnfinnur.  Smile

 

Nú eru tæplega tvær vikur í  STÓRA MÓTIÐ.

Ætla ég hér að tipla á smáu varðandi ýmiss fyrirkomulög.

.

Keppendur og leikendur verða:

Brattur, Kristjana, Ingibjörg, Halldór, Arnfinnur, Ægir og Anna.  Síðan verða kannski einn eða tveir eða þrír heiðursgestir... sem mega þá hugsanlega heita Anna og Björg og Arnar.  Við komum að Eddu síðar í þessu bréfi.

.

Reglur..... þær sem eru tilbúnar núna:

Snertur maður er færður,, nema það hafi verið óvart, og ber þá að segja "fyrirgefðu".

Við höfum dragdrottningu í öllum skákum gegn Kristjönu.  Það þýðir að við drögum okkar eigin drottningu út af borðinu og leggjum hana nett til hliðar.

Hver keppandi fær 10 mínútur á skák.  Falli keppandi á tíma, fær hann stóran mínus.

Ingibjörg ber ábyrgð á því að nægjanlega mörg taflborð og klukkur verði á svæðinu.

Það á að vera REGLUlega gaman. 

Brattur dómari og Halldór eftirlitsdómari geta bætt inn reglum og hent út, alveg eins og þeim langar til.  Nema reglunni um dragdrottninguna.  Hún er óhagganleg.

.

Verðlaun.... 

Þar sem þetta er stórmót, verða auðvitað veitt Edduverðlaun.  Edda bloggvinkona mætir þar í  sitt hlutverk.

Verðlaunin verða af lakara taginu.

Hver keppandi og Edda og heiðursgestir, eiga að mæta með verðlaunagrip, sem ekki má vera keyptur í búð. 

Viku fyrir mót,  skulu keppendur blogga um sína verðlaunagripi.  Allir verðlaunagripir eiga að hafa nafn.  Þeim verður nefnilega úthlutað eftir nafni... samkvæmt ákveðnum reglum sem eru í kolli formanns og munu eigi verða uppgefnar.   Einnig má birta mynd af verðlaununum.

.

Ekki meira að sinni.

Skákklúbbur bloggara með tattoo,

Anna Einarsdóttir

Formaður.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Eru bara ein verðlaun frá hverjum eða á ég að koma með fleiri?

Edda Agnarsdóttir, 26.8.2007 kl. 11:56

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

P.S.  ALLIR fá verðlaun.  Það er ekki hægt að leggja það á Kristjönu að burðast með allt þetta drasl heim til sín.

Viðurkenningarskjal fyrir Skákmeistarann 2007.

Anna Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 11:59

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ein verðlaun frá hverjum Edda...... en má auðvitað koma með bland í poka ef fólk vill þann háttinn á hafa.

Anna Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 12:01

4 Smámynd: Brattur

Kæri formaður, þetta eru mjög fínar reglur... var bara að spá í hvort við ættum ekki að hafa þá reglu að berja alltaf biskupinn áður en við færum hann... sbr. "engin verður óbarinn biskup"... það væri svolítið gaman... og segja kannski í leiðinni... "og hafðu þetta skömmin þín"...

Brattur, 26.8.2007 kl. 12:15

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta er frábær hugmynd Brattur. 

Hún er hér með samþykkt !

Anna Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 12:45

6 Smámynd: Brattur

... ok... það þarf þá að útbúa blað með reglunum sem hver keppandi þarf að fá í tíma til að kynna sér þær fyrir mótið... t.d. regla 1 - regla 2 o.s.frv... og ekki væri verra að dómarinn hefði þær á hreinu líka og gæti æft sig í að beita þeim... var að spá í með þá sem lenda í því að falla á tíma, hvort hægt væri að hafa örnámskeið í "time manager" út í horni fyrir þá... áður en þeir fara í næstu skák... jæja... nú verð ég að fara út í garð að slá og hugsa í leiðinni meira um reglurnar...

Brattur, 26.8.2007 kl. 12:55

7 identicon

er þá ekki að sama skapi góð regla að taka eitt staup með góðum líkjöri og skála í botn í hvert skipti sem Hrókur er færður.. Samanber "Hrókur alls fagnaðar"

Björg F (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 12:56

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Reglan er mjög skemmtileg Björg.   Bara hætt við að hún verði misnotuð. Að keppendur hreyfi ekkert nema hrókinn allan tímann.

Dómari hefur heimild til að setja upp reglugerð.  Síðan væntum við þess að eftirlitsdómari verði ekki með neitt óþarfa TUÐ yfir því.

Anna Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 13:00

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mundu svo Brattur, að setja inn regluna um klæðaburð Ægis.  Hann væri vís með að mæta ekki í skotapilsi, verði það ekki bundið í lög. 

Anna Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 13:08

10 Smámynd: kloi

Karlinn er ýkt stressaður  Hann fékk lánaðan stiga til að geta þurrkað af, lengst upp í rjáfrum. Svo pantaði hann sér tíma hjá Svafari, fyrir mánuði síðan. Þá skilst mér að hann fari í fótsnyrtingu fyrir mót.  Er þetta ekki annars skákmót

kloi, 26.8.2007 kl. 14:12

11 Smámynd: Brattur

... Ægir, hef alltaf haldið mig við að hafa grasið loðið fyrir veturinn, það er þá einu slættinum minna...... svo klikkar þú náttúrulega ekki á skotapilsinu, kæri Ægir... það er í lögum mótsins...

Brattur, 26.8.2007 kl. 15:59

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég hef það á tilfinningunni að Guðjón Viðar sé útsendari Hróksins, svo ég vara við fljótfærnislegri ákvörðun um þátttöku hans.  Mér finndist að við ættum að funda sérstaklega um það á tattoo síðunni okkar.

Ég sé að formaðurinn okkar stendur í ströngu og verður honum (henni) seint full þakkað fyrir streðið.

Er það meiningin að Ægir vinur okkar, vors og blóma, sé sá eini sem verður dress codaður?

Þessar reglur eru auðvitað í takt við tímann, og ber að samþykkja skilyrðslaust.

Mér finndist einnig koma til greina að hneggja þegar hrossin eru færð.  Hvað finnst ykkur um það? 

Svo mætti líka strjúka og klappa litlu skinnunum sem eru alltaf í framvarðasveitinni. Merkilegt hvernig fullorðna fólkið skýlir sér á bak við þessi litlu peð.

Ég hef ákveðið að þvo af mér maskann áður en ég mæti  í keppnina góðu, henda stafnum og staulast bara í sveita míns andlits inn á mót. 

 Það er í anda réttlætis og bræðralags að allir skulu eiga að fá verðlaun og sýnir það best og sannar veglyndi formanns.  

Hlakka til að heyra meira frá ykkur

ykkar einlæg

Imba la'Douche 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.8.2007 kl. 19:03

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brostu Guðjón..... þú sleppur inn á mótið. Verður samt að vera með lágmark tyggjótattoo. Það verða ekki fleiri teknir inn á þetta mót... þar sem húsrúm leyfir það ekki. Má skoða með inntöku nýrra félaga fyrir næsta mót.

Anna Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 21:46

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jæja.... þarf að svara Imbu... mér sýnist í 15 liðum.   .... nei nei, grín.

Já... Ægir er sá eini sem þarf að uppfylla ákveðinn klæðaburð.  Jafnrétti !

Þakka hlý orð Imba mín...... það má alveg hneggja en það er bannað að strjúka peðunum.  Afþvíbara !

Anna Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 22:37

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Berja biskupa til óbóta (eða ábóta) og segja svo Amen... fer það saman ?

Anna Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 23:11

16 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Jæja kæri formaður í hvað flokk seturðu mig hmmm ha???? Á ég að vera móðgaður eða stoltur (er ekki nógu greindur til að "fatta" svona)

Arnfinnur Bragason, 27.8.2007 kl. 13:24

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Arnfinnur minn.  Ég verð stundum að fá útrás fyrir stríðni..... þú skilur það.   Annars var líka meiningin að draga þig fram í dagsljósið.... þú hefur ekki sést svo lengi.  Vertu bara stoltur og alls ekki móðgaður.  Það tekur því ekki. 

Anna Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 14:36

18 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Takk Anna tók þessu líka sem stríðni, þannig að ég leifi mér að rifna úr monti núna haha

Arnfinnur Bragason, 28.8.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband