27.8.2007 | 23:22
Furðulegt fólk, ræktendur.
Við áttum gæðastund í kvöld, ég og hundurinn. Snæddum saman soðna ýsu með nýjum kartöflum og smjöri. Hundurinn minn er ljónheppinn. Systkini hans í Reykjavík fá bara þurrmat. Það er "inn" að gefa hundum ekki mat.... bara þurrmat. Virðulegir ræktendur hnussa þegar þeir heyra að hundurinn fær afganga. Þeim finnst hann líka ekki par merkilegur, þar sem hann er litagallaður. Það eiga nefnilega allir Cavalier hundar að vera eins á litinn.
.
Engin mynd af soðinni ýsu á netinu...en hér er Ýsa og þið dragið bara frá Kóríander og appelsínur og eitthvað drasl sem er þarna.
.
Hestar hins vegar þykja flottir ef þeir eru litskrúðugir. Fágætir litir eins og litförótt og vindótt, eru mjög vinsælir. Hún er merkileg mannskepnan þegar hún fer að setja reglur.
Mér finnst aðalatriðið að dýrunum líði vel. Ekki hvernig þau eru á litinn eða hvað þau borða. Enda hafa íslenskir hundar þrifist á afgöngum í gegnum aldirnar og ekki orðið meint af.
Næst eiga líklega börn að borða bara Cheerios og ekkert annað. Hnuss.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
... þessir hundar... "sem hafa þrifist á afgöngum í gegnum aldirnar"... eru þeir ekki allir dauðir? sem sannar að afgangar eru stórhættulegir...
... ég heyrði orðið "vindóttur" um daginn... þá kann ég orðið; bleikur, svartur, hvítur og VINDÓTTUR og litföróttur frá og með núna... af hverju er svona oft "óttur" í endanum á þessum litum... á maður þá frekar að segja svartóttur, bleikóttur og hvítóttur???
Brattur, 27.8.2007 kl. 23:59
Vindóttur, litföróttur, móálóttur, skjóttur...... þetta er rétt hjá þér Brattur. Þetta er óttalegt !
Minn hundur hlýtur að vera sérlega vel gerður hundur...... lifir af allskonar matarsull.
Anna Einarsdóttir, 28.8.2007 kl. 00:04
Já, lifir af en ertu viss um að honum líði vel? Nei, ég ætla ekki að vera leiðinleg, málið er bara að það eru fullt af matartegundum sem hundar þola ekki, eru beinlínis eitraðir. Matur er í góðu lagi, ef passað er upp á að eitra ekki fyrir þeim. Matur sem er heilsuspillandi fyrir hunda er meðal annars: laukur ( í allri sinni mynd, þó það sé bara laukduft, steikur, hrár, venjulegur, blómalaukur, hvítlaukur, allt sem er laukur) eitur fyrir hunda, súkkulaði, vínber, aloe vera, eplakjarnar, elduð kjötbein o.sv. frv...... Ætla ekki að halda fyrirlestur. Svo er of mikið auðmeltanlegt prótein (t.d. fiskur) þekkt fyrir að valda hárlosi.... fyrirlestri lokið. Ef þú lendir einhverntímann í vanda/vafa máttu alveg hafa samband við mig, ég skal lofa að bíta ekki, skamma ekki og dæma ekki, en hjálpa eins vel og ég get....Knús Annars er soðin ýsa, nýjar kartöflur með smjöri ásamt smá þrumara í uppáhaldi hér á þessu heimili, nammi namm......
Bjarndís Helena Mitchell, 28.8.2007 kl. 00:39
Það er einn mikill kostur við þurrmatinn, bæði fyrir hunda og ketti en hann er sá að hægðir þeirra verða þurrari, þrifalegri og minna lyktandi. Svipað og með mannfólkið skilst mér sem eru grænmetisætur. Þurfa bara eitt blað af skeinipappír
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.8.2007 kl. 03:26
Athyglisvert Bjarndís mín. (fallegt nafn).... Hef jú heyrt svipuð rök áður og getur vel staðist að þau séu rétt. Yfirfærum það á mannfólkið í gríni. Ég geri þá ráð fyrir að sköllóttir menn hafi ekki þolað fiskinn..... borðað of mikið af honum.
Gunnar ! Gunnar ! Færð mig sko ekki í umræður um skeinipappírsnotkun fólks.
Anna Einarsdóttir, 28.8.2007 kl. 07:47
Ef þetta er rétt með samlíkinguna við grænmetisætur þá finnst mér hún ekki góð fyrir lit og hár á hundum því mér finnst nú litarhaft og hár á grænmetisætum ekki til að hrópa húrra yfir, frekar svona dauft.
Bryndís (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 08:25
Hef átt hunda og gef þeim afganga, þeir éta það sem þeir vilja en grafa rest til að eiga vara máltíð.
Kannski er ekkert að marka mína hunda því þeir vilja helst ekki í hús koma. Eru ekki með vottun um "ræktun", eru bara alvöru harðjaxlar en blíðir sem lömb.
Skil ekki þessa "ræktun" eða öllu heldur vottuðu úrkynjun. Eitthvað fólk sem vill leika guð og tekur fram fyrir hendurnar á eðlilegri þróun tegundanna, ræktar upp bastarða með alskinns erfðagalla og geðveilur, vottar svo óskapnaðinn sem "hreinræktaðan" bastarð. Þessi dýr myndu aldrei lifa af án aðstoðar mannsins.
Er sennilega bara asni upp í sveit, sem skilur ekki þessa sérmenntuðu hundaræktendur, eða hefur einhver annars skoðað í hverju þeirra sérmenntun felst, varla er venjulegt fólk að skyldleikarækta bastarða.
Og kæra Anna, þú ert meðal fegurstu og eigulegustu kvenna bloggsins.
PS: Hentu þessum bévítans spegli bara
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.8.2007 kl. 09:22
Varðandi fæðuval hunda, þá vita þeir best sjálfir hvað má éta, nema búið sé að "rækta" þann eiginleika úr þeim.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.8.2007 kl. 09:25
... já, þú segir það Þorsteinn, hann Kátur minn étur allt nema plast...
Brattur, 28.8.2007 kl. 09:29
Væri nú ekki slæmt Brattur ef hann gæti etið plast og skiti svo innpökkuðu.
Þú yrðir guð meðal ræktenda og uppáhald hundeiganda.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.8.2007 kl. 09:42
... það væri náttúrulega bara snilld... tek það fram að Kátur er svona óæðri hundur, blendingur sem er ljúfari en lamb og blíður sem kanína...
Brattur, 28.8.2007 kl. 10:23
Meðal eigulegustu kvenna ! Það vantar ekki að ég á notalega bloggvini. Takk Þorsteinn !
Nú þurfum við að þróa viðskiptahugmynd um plastinnpakkaðan úrgang.
Anna Einarsdóttir, 28.8.2007 kl. 11:37
Orðið ræktendur Anna.
Varstu að meina endur sem rækta .
Og varðandi viðskiptahugmyndina um plastinnpakkaðan úrgang, ég legg til að Brattur fari í vöruþróunar átak með Kát og finni bragðgott plast handa honum.
Köllum við vöruna svo bratta plast, Káta plast eða skitu plast.
Greinilega mikil vinna hér framundan.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.8.2007 kl. 12:17
Lánsamur hundur að fá kræsingar á borð við soðna ýsu og nýjar kartöflur, einn af mínum uppáhaldsréttum.
Gíslína Erlendsdóttir, 28.8.2007 kl. 12:19
Þú átt litföróttan hest er það ekki? hann er dýrmætur.. hundur væri það ekki. Nú er ég litförótt kvennkyns homo.. er ég gölluð eða er það í lagi? Gæti ég selt úr mér eggin á góðu verði??
Björg F (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 12:43
Rækt-endur eru endur sem eru í rækt...... sbr. garður í rækt.... held ég.
Björg mín....... nú líst mér ekki á ! Ertu farin að verpa ? En allavega.... ég veit að þú ert verðmæt..... kjarkmesta konan á Íslandi öllu.
Anna Einarsdóttir, 28.8.2007 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.