Ber að týna ber.

 

 

Þú ert ber. 

Ég ber á þig sólarvörn

Svo ber ég þig út og þú ferð ber að týna ber.

Ég ber virðingu fyrir þér.

.

Hvurslags hugmyndaskortur var í gangi þegar íslenska var búin til ? 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verst af öllu er þó að dæmi eru um að fólk leyfi sér að rita týna í staðinn fyrir tína.

Það er nefnilega gremjulegt að týna berjunum sem maður var búinn að tína.

Árni Gunnarsson, 28.8.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó Ó Ó. Nú verð ég feimin, rjóð og undirleit. Takk kærlega fyrir ábendinguna Árni...þetta skrifast á fljótfærni af minni hálfu.

Læt þetta þetta standa, sjálfri mér og öðrum til viðvörunar. TÍNA BER !

Anna Einarsdóttir, 28.8.2007 kl. 17:00

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Þetta þetta" ! Ég er að eyðileggja mannorð mitt hérna. 

Anna Einarsdóttir, 28.8.2007 kl. 17:04

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Anna mín, þetta skrifast á álag.  Þú ert útivinnandi móðir, formaður stærsta skákklúbbs bloggara með tattoo og síðan ertu feimin, rjóð og undirleit.

ÞAÐ VERÐUR EITTHVAÐ UNDAN AÐ LÁTA.

ÉG ER FARIN AÐ HORFA Á BOLD AND THE BEAUTIFUL 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.8.2007 kl. 17:24

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL

Bjarndís Helena Mitchell, 28.8.2007 kl. 17:42

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ber er hver að baki nema berjabláan bróður eigi. Sem þýðir að maður ber ábyrgð á hinum tínda bróður.. Hafið þið aldrei heyrt um bræðra tínslu???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 18:09

7 Smámynd: Hugarfluga

Nákvæmlega! Og spáðu í að maður, sem heitir Hörður, skuli líka heita Hörð, Herði og Harðar, bara eftir því um hvað málið snýst.  Hvernig eiga útlendingar að ná þessu?

Hugarfluga, 28.8.2007 kl. 19:10

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jeg forstår ikke, mannen het Hjörtur i går og Hirti i dag, hva vil han hete i morgen?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.8.2007 kl. 19:21

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 28.8.2007 kl. 20:12

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Maðurinn á á á á við á... ?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.8.2007 kl. 20:17

11 Smámynd: Brattur

... hvort ætli það hafi verið maður eða kona sem bjó til íslenskuna?... ég held það hafi verið kona í gráum silkináttfötum...

Brattur, 28.8.2007 kl. 20:51

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já eða ber maður. 

Anna Einarsdóttir, 28.8.2007 kl. 21:02

13 Smámynd: Brattur

... já, kannski hefur hann setið út á steini og orðið kalt, tennurnar hafa glamrað og heilinn skroppið saman... þá kallaði hann bara allt sem hann átti eftir að nefna það kvöldið... ber... ekki ólíklegt... síðan sá hann daginn eftir að þetta var bölvuð vitleysa í honum... og fann þá upp orðið "nakinn"... allavega er reginmunur á því að vera "ber" eða vera "nakinn"...

Brattur, 28.8.2007 kl. 21:21

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Týnd eru í tínu, 

bláber góð.

Fyrir Önnu fínu

ég yrki ljóð 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.8.2007 kl. 21:28

15 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

En allsber?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.8.2007 kl. 21:30

16 Smámynd: kloi

Ég er mjög berdreyminn, alltaf að dreyma bert fólk. Uppáhalds bókin mín er Bert og bera svínið..... ......sorry, smá fimmaur

kloi, 28.8.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband