28.8.2007 | 21:10
Neytendahornið.
Bræðurnir Ormsson eru alveg eins og pabbi þeirra,, Ormar !
.
Fyrir 5 árum fjárfesti ég í ísskáp og uppþvottavél hjá þeim. Fljótlega kom í ljós að uppþvottavélin var heilabiluð. Ef hún var sett í gang, stoppaði hún á ákveðnum stað í kerfinu, og þvoði og þvoði og þvoði.... þangað til einhver hjálpaði henni áfram.
.
Bræðurnir sögðu mér að ég mætti koma með vélina til þeirra, til Reykjavíkur, og skilja hana eftir. Svo mátti ég koma aðra ferð í bæinn, seinna, til að sækja hana. Þeir vildu ekki ljá mér rafvirkja heim, eins og tíðkast í Reykjavík. Mér fannst þetta of mikil fyrirhöfn og hef æ síðan hjálpað vélinni yfir hjallann.
.
Nú í seinni tíð, er vélin orðin löt. Fyrst fór að bera á því að hún þvoði bara einu sinni á dag. Síðan breyttist það í annanhvern dag..... og nú er druslan farin að þvo þegar henni sýnist. Hún tekur ekki inn á sig vatn, nema stundum og rafvirkjar botna ekkert í þessu viðundri.
.
Bræðurnir seldu mér líka ísskáp, eins og áður er getið. Hann er til vandræða. Hillurnar í skáphurðinni hafa brotnað mjög auðveldlega og Bræðurnir vita aldrei hvaða hillu þeir eiga að selja mér, þótt ég haldi á henni fyrir framan nefið á þeim. Svo er einn stór galli við ísskápinn. Stillingin fyrir kuldastigið er furðulega staðsett. Það er alltaf einhver að reka sig í hana og þá segir sig sjálft að hita/kuldastigið breytist.
.
Þegar ég kom heim í dag, tók á móti mér ísskápur í rúst. Stillingin var á hæsta kuldastigi og kókdós hafði sprungið í ísskáp upp, (sbr. loft upp). Æts. Kók ALLSSTAÐAR.
.
Já, ég vildi bara vara ykkur við þessum Ormum Ormssonum.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:12 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ferlegir ormar eru þetta... keypti einu sinni þvottavél af þeim og hún vildi alls ekki hlýða mér, bara minni fyrrverandi, þannig að einn daginn sparkaði ég duglega í hana og blótaði hraustlega... eina sem ég hafði uppúr því var aum tá og skammir frá frúnni
það kom sosum engum á óvart að þvottavélin atarna flutti út með konunni... og ég sakna hennar ekki!!!
Arnfinnur Bragason, 28.8.2007 kl. 21:23
ANNA.... ANNA ANNA..
NUMER 1... SÖLUMENN ERU OG VERÐA ALDREI TALSMENN SANNLEIKANS..
NUMER 2... EF þú lætur SÖLUMENN PLATA ÞIG ÞÁ ERTU LÉLEGUR KAUPANDI...
Numer 3....Bræðunir ormson eru greinilega góðir SÖLUMENN því þeir náðu að selja þér eitthvað grátbölvað rusl..
Reyndar skil ég þig vel... því þvottavélin mín er mjög sjálfstæð í hugsunum sjálf og tappar hún ekki vatnið af vélinni... Ég verð því að henda þvottinum rennandi blautum upp á snúru og ekki nóg með það þá verð ég að tæma vanið með vatnsglasi..
PIFF og aftur PIFF
Brynjar Jóhannsson, 28.8.2007 kl. 21:33
Arnfinnur... alsekki að sparka í þvottavélina... þú átt að beita "hvíslaðferðinni"... taktu utan um hana og hjalaðu við hana... segðu t.d. "hvað er að þér vinan mín, var þetta erfiður dagur, ertu búinn að snúast mikið... mikið ertu dugleg... ég get ekki án þín verið... og svo er alltaf svo góð lykt af þér"... og þá er örugg að hún fer að lulla aftur...
Brattur, 28.8.2007 kl. 21:37
Jam.. er sammála Bratti. Ef maður talar nú bara blíðlega við þessar vélar þá er eins og þær bara taki við sér.. þessi sama aðferð virkar líka á bíla og karlmenn..
Björg F (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 21:40
TEK UNDIR ormaumræðuna, keypti fína Olympus idíótprúf stafræna myndavél fyrir kallinn í afmælisgjöf, hún tók 3 myndir og svo var batteríið tómt, ég fór og kvartaði og fékk annað batterí, ekkert skánaði ástandið, hún fór í viðgerð, ekkert fannst að, þeir sögðu að ég væri bara að bulla og vildu ekkert fyrir mig gera bara lækka pixlana eða slökkva á skjánum eða taka batteríið úr vélinni milli mynda....endaði með því að ég henti vélinni 7 mánaða gamalli og þeir komust upp með að selja ónýta framleiðslu....arg....
Gíslína Erlendsdóttir, 28.8.2007 kl. 21:42
Já Brattur ég veit það núna... þetta var þannig hjá mér að ég beitti þessari aðferð á konuna en hörkunni á þvottavélina.... ja hvorugt virkaði þær flutt báðar út.. átti ég kannski að hafa þetta öfugt... ljúfur við vélina en harður við konuna
Arnfinnur Bragason, 28.8.2007 kl. 21:42
Já Arnfinnur...... og sama taktík við konur.
Brynjar...... Bræðurnir Ormsson fá ekki hrós fyrir að vera duglegir sölumenn. Ég arkaði sjálf inn í búðina og keypti tækin, án þess að nokkur plataði mig. Áleit bara, af því að nafnið var virðulegt........
Anna Einarsdóttir, 28.8.2007 kl. 21:43
...til samanburðar þá keypti ég mp3 spilara í Aberdeen, hann bilaði, ég sendi hann til Rögnu mágkonu í Aberdeen hún fór með græjuna í búðina, þeir tóku við henni án þess að líta á hana og ég fékk nýjan spilara.....og nýja nótu því mánuðir voru liðnir síðan ég keypti þann fyrsta. Nýi spilarinn er ennþá í lagi en neytendamál á Íslandi eins og á steinöld.
Gíslína Erlendsdóttir, 28.8.2007 kl. 21:44
Helvítis ormarnir, þeir eru að breytast í snáka bölvaðir.
En þér að segja, þá eru Gram ísskáparnir bestir, og AEG þvottavélin mín entist í 12 ár hjá mér og svo lét ég minn fyrrverandi fá hana og svei, mér þá, þá held ég að hún gangi enn. Við skildum fyrir réttum 20 árum, af því að við skildum aldrei hvort annað.
Ég sé hvorki eftir honum né henni og aldrei gert.
Nóna á ég þvottavél sem ég keypti hundbillega í Heklu fyrir u.þ.b. 6 árum og hún malar eins og köttur, þegar ég strýk henni, þvær eins og engill og heldur svo kjafti og er til friðs þess á milli.
Fáið ykkur bara bretti og farið í Laugardalinn.
Svo er það spurning hvort ekki sé kominn tími til að flytja á malbikið. þ.e.a.s. til höfuðborgarinnar. Bestu hverfin eru 104 og 108
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.8.2007 kl. 21:45
Arnfinnur, jah... nú er erfitt að meta... þvottavélar eru nú yfirleitt á sama stað og hægt að ganga að þeim þar þegar maður þarf á þeim að halda... konur, eru pínulítið öðruvísi... það er ekki víst að þær séu alltaf þar sem við viljum hafa þær og ekki eins og við viljum hafa þær... en til þess að svo megi verða, þurfum við að leggja eitthvað á okkur svo þær vilji yfirleitt vera hjá okkur... þarna þurfum við að leggjast í rannsóknarvinnu og finna út hvað konum finnst best að við gerum fyrir þær... ef við gerum ekkert þá er næsta víst að þær flytja út... en hvað veit ég svosum...
Brattur, 28.8.2007 kl. 21:52
Ég var nú bara að stríða þér.... Anna.... Ekki taka þessu svona alvarlega
Brynjar Jóhannsson, 28.8.2007 kl. 21:55
Brattur.. þú ert bara snillingur
Arnfinnur Bragason, 28.8.2007 kl. 21:55
Ég nota lítið ísskáp og þaðan af síður þvottavélar. Ég keypti einu sinni brauðrist hjá bræðrunum ( Bakkabræðrum ). Hún var gölluð, ef maður setti franskbrauð í hana kom rúgbrauð upp..... ......smá fimmaur
kloi, 28.8.2007 kl. 21:58
Brattur.: 'Ég átti þvottavél frá Ormson einu sinni og henni var haganlega komið fyrir í þvottahúsinu og síðan sett í eina suðuvél og 1400 snúninga þeytu, meðan ég var í vinnunni og þegar ég kom heim var þvottavélin ekki lengur í þvottahúsinu, heldur inni í eldhúsi og allt húsið á floti, þannig að þvottavélar geta verið alveg eins óútreiknanlegar og konur, já eða karlar ef því er að skipta.(Rosalega var þetta löng setning) Semsagt, Ú á Ormson Hvernig er þetta annars, eru allir hættir að handþvo leirtauið?
Halldór Egill Guðnason, 28.8.2007 kl. 22:01
Bræðurnir Ormson = Union of the Snakes
http://www.youtube.com/watch?v=8VUzvEJTTY8
Þorsteinn Sverrisson, 28.8.2007 kl. 22:03
Neytendahornið er komið til að vera. Það er a.m.k eitt annað fyrirtæki sem á von á rassskellingu frá mér á næstunni.
Anna Einarsdóttir, 28.8.2007 kl. 22:08
Halldór, ég handþvæ leirtauið... bara til að halda heimilisstemmingunni...
Brattur, 28.8.2007 kl. 22:10
Anna viltu bara gjöra svo vel og hypja þig yfir á síðuna mína .. það er verið að koma þér á deit..
Björg F (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 22:12
Því miður er komin háttatími hjá þeirri gömlu og karlinn allar.
Á mínu heimili er karlinn húsbóndinn, hann kemur undan rúminu þegar honum sýnist.
Góða nótt og vilta drauma
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.8.2007 kl. 22:22
ætlaði að segja karlinn kallar
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.8.2007 kl. 22:22
LOL. arghh ji minn hvað fólk er fyndið hér. Mér þykir fimmaurinn hans Klóa helvíti góður. Fékk mig til að skella upp úr.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.8.2007 kl. 22:41
Assgoti er þetta miklu betri mynd af þér Anna mín ... svo sæt!
Eva Þorsteinsdóttir, 28.8.2007 kl. 23:27
Bið að heilsa ormunum .... hjá ormssonum hí hí hí ;)
Eva Þorsteinsdóttir, 28.8.2007 kl. 23:27
Brynjar, getur verið að ástæðan fyrir því að þín þvottavél tappi ekki af vatninu, sé að sigtið er fullt? Það þarf að losa sigtin reglulega, yfirleitt er lítil hurð neðarlega framan á vélinni, og þar fyrir innan er sigtið...vildi bara hjálpa ef þú vissir það ekki.
En ég á ísskáp sem gengur enn eftir 15 ár, met held ég. Sá er vara skápurinn úti í bílskúr, en ég á annan nýlegri í eldhúsinu. Þvottavélar vil ég eins einfaldar og möguleiki er á, vegna þess að svo miklu meira bilar ef þær eru með fancy tölvustýringum. Virkar fyrir mig og ekki eins dýrt. Aftur á móti er uppþvottavélin mín eitthvað í uppreisn þessa dagana, opnar ekki lengur fyrir duftinu, og þvær þar af leiðandi sápulaust, nema að ég setji duftið ekki í hólfið sitt. Sjálfsagt er hún komin á tíma blessunin, enda orðin 10 ára. En ég ætla að þrauka, eins lengi og ég get, helst þangað til ég get endurnýjað eldhúsið eins og það leggur sig.....ég á mér nefnilega draum.....
Bjarndís Helena Mitchell, 29.8.2007 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.