Hvernig á að hreinsa til á afar auðveldan hátt.

 

Það er ótrúlega mikið af dóti heima hjá mér, sem mig vantar ekki.

Tvennt af sumu og fernt af öðru, vasar, skór, naglalökk, leikföng, myndir og hljómplötur.   

Fullt hús af óþarfa dóti.

.

shanghai-toys-xintiandi 

.

Ég fór í sturtu áðan.  Smile    Þá datt mér í hug, lausn á þessu máli.

Það er sko hægt að leysa nánast öll mál.   Ég er að segj´ykkur það.

Nú næ ég mér í kall..... læt hann flytja inn.... hendi honum svo út aftur...... og hér kemur það;

.

SEGI HONUM AÐ HANN MEGI TAKA HÁLFT INNBÚIÐ.  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Ég mundi orða þetta öðruvísi "SEGI HONUM AÐ HANN EIGI AÐ TAKA HÁLFT INNBÚIÐ"

Arnfinnur Bragason, 29.8.2007 kl. 21:49

2 Smámynd: Brattur

... hárrétt Arnfinnur... það þarf eiginlega að útbúa kaupmála um þetta... þannig að honum verið engin undankoma auðið... Arnfinnur, við þurfum að semja plaggið...

Brattur, 29.8.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Anna, svona hugguleg stúlka, formaður með meiru. Þú nærð þér í kall, sem kaupir nýtt dót fyrir þig og þegar þú hendir honum út, þá kastar þú gamla draslinu út á efitir honum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.8.2007 kl. 22:33

4 Smámynd: Brattur

Imba... ert þú gamall sleggjukastari...

Brattur, 29.8.2007 kl. 22:35

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

En annars er ég í söfnunardeildinni, ný búin að taka til í geymslunni, tvær fullar kerrur fóru á haugana.  Komdu bara til mín, ég beinlínis elska dót.  Þú ættir að skoða í dótakassann minn,  þar kennir ýmsra grasa.  Tek hann kannski með mér þann 7.

Leikurinn í Höllinni var geggjaður þar sem við unnum á síðustu sekundunni.

Annars  góða nótt góðir hálsar, ég er farin í bólið. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.8.2007 kl. 22:36

6 Smámynd: arnar valgeirsson

svo er reyndar hægt að fara í kolaportið með draslið. kostar 5500 kall dagurinn. en ef þú vilt frekar ná þér í kall og henda honum svo þá er það sosum þjóðráð.

en áttu íbúð???

arnar valgeirsson, 29.8.2007 kl. 22:43

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei Arnar, ég á ekki íbúð.   Bara hús.

Anna Einarsdóttir, 29.8.2007 kl. 22:47

8 Smámynd: arnar valgeirsson

æi, það er svo helvíti erfitt að taka með sér hálft hús... væri betra með raðhús.

tvennt af sumu og fernt af öðru. áttu tvær eða fjórar hljómplötur??? hehe

arnar valgeirsson, 29.8.2007 kl. 23:04

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég sagði hálft INNBÚIÐ.    Brattur og Arnfinnur þurfa að drífa kaupmálann af áður en þú flytur inn Arnar. 

Anna Einarsdóttir, 29.8.2007 kl. 23:38

10 Smámynd: Brattur

... þetta er mjög einfallt... "Anna á allt nema hálft draslið, það skal væntanlegur eiginmaður hirða við skilnað... og borga sendibílinn"... punktur

Brattur, 29.8.2007 kl. 23:47

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sjálfsagt Dúa mín.    Servíettusafnið færðu... báðar kaffi-servíetturnar sem urðu afgangs um páskana. 

Anna Einarsdóttir, 30.8.2007 kl. 00:09

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

mér líst vel á þessa hugmynd hjá þér. Nú er bara að skrá sig á einkamál.is med det samme. Eða bara smáauglýsingarnar.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 00:15

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert svo sniðug Anna

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.8.2007 kl. 06:52

14 Smámynd: kloi

Sætar dúkkur, ég er pínu dúkkukisa, algerar dúllur.  Ég gæti setið allan daginn og horft á þær og boðið Max í heimsókn, haft kertaljós og rjóma. Ég fæ léttan sting við tilhugsunina

kloi, 30.8.2007 kl. 09:18

15 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Seldu bara húsið Anna og fáðu þér litla íbúð þar sem helmingurinn af draslinu kemst ekki fyrir.

Trúi því ekki að jafn gáfuð og fjallmyndarleg kona og þú, ætlir að fara að misnota einhvern karl, eins og einhver KVENNAREMBA.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.8.2007 kl. 11:29

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Rétt hjá þér Þorsteinn...myndi aldrei misnota einn né neinn... ég er bara að grínast.    Og kannski í leiðinni að benda fólki á ónauðsynleika þess að eiga of mikið.

Anna Einarsdóttir, 30.8.2007 kl. 11:58

17 identicon

Það greinilega blundar innra með þér kínversk geisha..

Björg F (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 12:50

18 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Brattur ertu nokkuð búinn að gera uppkastað kaupsáttmálanum?... nauðsynlegt að klára það áður en Anna klófestir Arnar... einhvern veginn læðist að mér sá grunur að hún eigi mjög auðvelt með að lesa eitthvað allt annað útúr slíkum samningi heldur en meining hans stendur til.... hún er jú snillingur orðsins og í orðaleikjum og ef við gætum ekki að okkur þá stendur Arnar uppi með eitthvað allt annað en hann ætlaði þegar hún hendir honum svo út.

Tala nú ekki um ef hann sæti eftir með draslið frá þessum orma bræðrum

Arnfinnur Bragason, 30.8.2007 kl. 15:14

19 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Nei Brattur, ekki kastar, heldur dómari. sleggjudómari.

Anna, áttu heima í Mosfellsbæ? Ég veit um einn á lausu þar, sem væri tilbúinn í hvað sem er.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.8.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband