Raja Yoga hugleiðsla.

 

Í dag kynntist ég nýjum fræðum..... Raja Yoga.... á þriggja tíma námskeiði í Reykholtsdalnum.  Ég hefði ekki viljað missa af þessu fyrir nokkurn mun...... og þessvegna er ég að deila því með ykkur hér.   Afar hollt fyrir sálina.....

.

Brahma%20Kumaris%20Sunset 

.

 

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.

Raja yoga hugleiðsla sem kennd er af Brahma Kumaris byggir á upplifun einstaklings á sínu innra sjálfi og eiginleikum þess í gegnum þögn. Hugleiðslan gerir okkur kleift að öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Þið getið haft samband við Lótushús eða skoðað heimasíðu þeirra.... 

 http://www.lotushus.is/index.htm

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég fann ró þegar ég skoðaði þessa mynd sem þú ert með við færsluna...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.9.2007 kl. 19:37

2 identicon

Dásamlegt..takk fyrir þessa færslu..

Björg F (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Flott mynd og góð pæling. Mér finnst líka voða gott að fá smá tíma með sjálfri mér, í þögn og að geta sökkt mér ofan í hugrenningar mínar....ég kann samt ekki yoga, en ég er viss um að innhverf íhugun sé bara holl og góð...

Bjarndís Helena Mitchell, 2.9.2007 kl. 20:36

4 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Er þetta það nýjasta við undirbúninginn

Arnfinnur Bragason, 2.9.2007 kl. 20:40

5 Smámynd: Brattur

... já, Arnfinnur... nú styttist í alvörunar og eins gott að ná tökum á sjálfum sér áður en að stóru stundinni kemur... ég sé að Anna er á réttri leið og aðrir keppendur eru greinilega í óða önn að undirbúa sig á einn eða annan hátt, nema held ég við, félagi... hef það á tilfinningunni að við mætum til leiks gjörsamlega óheflaðir...

Brattur, 2.9.2007 kl. 21:06

6 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Brattur mér var eitt sinn sagt að það væri mjög gott fyrir skákmenn að vera í góðu líkalegu formi þannig að ég hef verið duglegur að spila pool upp á síðkastið........ kannski Anna hafi skákað mér í undirbúningnum.. Sammála þér Ægir þetta er flott hjá Önnu

Arnfinnur Bragason, 2.9.2007 kl. 21:36

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það verður pottþétt framhald strákar.......... fer aftur eftir mánuð.   

Er kominn keppnisskjálfti í ykkur ?

Anna Einarsdóttir, 2.9.2007 kl. 22:00

8 Smámynd: Brattur

... Anna, þetta er flott hjá þér... vænti þess að þú miðlir reynslu þinni til tattoo hópsins... svo hann beri af öðru fólki þegar að ró og yfirvegun kemur...

... skjálfti... nei, hef vit á því að vera hræddur...

Brattur, 2.9.2007 kl. 22:21

9 Smámynd: Arnfinnur Bragason

....segi eins og Brattur, er of vitlaus til að vera hræddur

Arnfinnur Bragason, 2.9.2007 kl. 22:38

10 Smámynd: Brattur

... þetta átti náttúrulega að vera "hef EKKI vit á því að vera hræddur"...

Brattur, 2.9.2007 kl. 22:50

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég fæ njálg í rassinn (ekki samt í bókstaflegri merkingu) þegar ég heyri orðið Yoga nefnt.

Annars vil ég þakka þér fyrir komment mín megin Anna mín varðandi Þann einhverfa og takk fyrir stuðninginn.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 22:55

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það kom alveg áreynslulaust frá hjartanu Jóna mín. 

Anna Einarsdóttir, 2.9.2007 kl. 22:57

13 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Var einmitt í Raja yoga hugleiðslu á miðvikudaginn undir handleiðslu Svölu Víkinsdóttur frá Lótushúsi. Það góða við hugmyndafræðina er að sálin er eilíf og hefur alltaf verið til, líkaminn er einungis farartæki sem geta bilað og gefist upp, sálin heldur þá áfram og finnur sér nýtt farartæki. Ég trúi á þetta og þess vegna vonast ég til að draumur minn um að verða góð söngkona rætist í næsta líkama.

Gíslína Erlendsdóttir, 2.9.2007 kl. 23:07

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér finnast þetta meiriháttar fræði.  Og rökrétt.  Sjálf ætla ég að verða karlkyns býfluga næst, ef ég fæ að ráða...... og svala letiþörf minni. 

Anna Einarsdóttir, 2.9.2007 kl. 23:16

15 Smámynd: Brattur

... getur maður valið hvað maður vill verða næst... við hvern talar maður um það... hmm... mér var einu sinni sagt að ég hefði verið nunna í einhverju fyrra lífi... nenni því varla aftur...

Brattur, 2.9.2007 kl. 23:26

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það veit ég nú ekki Brattur...... en kemur í ljós síðar.  Þetta er húmor okkar frænkna sem fær að njóta sín hérna. 

Anna Einarsdóttir, 2.9.2007 kl. 23:30

17 identicon

Hæ hon og takk í gær.

Frábært hjá þér að kynna Raja jogað á síðunni þinni.

Varðandi býfluguna þá getum við víst ekki gengið í dýrabúninginn samkvæmt lögmálinu, verðum áfram í fólkshlutverkunum svo draumur um karlmann er ekki fjarri lagi!

 Om shanti.

H.

Helga Björk (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband