5.9.2007 | 17:39
Tveir dagar í fyrsta mót sinnar tegundar sem haldið hefur verið í öllum heiminum... Skákmót bloggara með tattoo.
Skákmótið okkar bloggara er eftir tvo daga. Það viðurkennist hér með að ég hef talið niður dagana, líkt og jólin séu að koma.
Hugsanir mínar hafa snúist dálítið um undirbúning. Ég hef ákveðið að undirbúa mig þannig, að æfa mig ekkert.... treysta á byrjendaheppni... sem reynst hefur mörgum hin mesta búbót.
Síðan er planið að tefla villt og galið.......
.
.
Í fyrsta leik í öllum skákum, ætla ég að leika riddara Gunnar 1 til Finnur 3, ef ég er með hvítt.... en með svart er það riddari Bjarni 8 til Ceres 6. SKÁK ! Nei, smá spaug til að hræða andstæðingana.
Já, riddarasóknin er ákveðin.... bara til að sýna mótherjunum að hestarnir mínir eru ótamdir og að það er við öllu að búast af þeim. Það heitir að tefla villt. Þau fá síðan að kynnast því hvernig ég tefli galið, þegar þar að kemur...... um nánari útfærslu á því, þegi ég eins og herforingi.
.
Brattur er búinn að setja upp töfluna, sem segir til um hver á að tefla við hvern. Í fyrstu umferð á ég að mæta tilvonandi sigurvegaranum, sjálfri Kristjönu. Þetta er slóttugt kænskubragð hjá Bratti, sem mér finnst fyllsta ástæða fyrir Halldór eftirlitsdómara að skoða betur. Kristjana nýtur Dragdrottningarinnar..... þ.e. að ég þarf að taka mína drottningu út af borðinu og setja hana í áhorfendastúku, meðan sú skák er tefld. Ég held að ég eigi eftir að sakna drottningarinnar.
.
.
Í skákmótum, skiptir mun meira máli hvernig maður slær á klukkuna, heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Það er hægt að slá fast og ákveðið, jafnvel frekjulega, eins og mig grunar að karlkeppendur eigi eftir að gera...... nú eða mjúkt og lipurt..... þið vitið....
Við klukkusláttinn, mun ég nýta mér það út í hörgul, að vera skyld Bjarna töframanni.
Hókus pókus, fílarókus........... Ging gang gúllí gúllí.... ging gang gúúú......
.
.
Greyin þegar þau uppgötva að þau eru fallin...... með minna en þrjá.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:42 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hmmm held ég hafi fundið leið til að slá vopnin úr höndum Önnu..... fórna drottningunni fyrir hestastóðið hennar
Svo er það Kristjana, ná af henni drottningunni sem allra fyrst og þá er hún varnarlaus
Ægir er búinn að lofa að tefla gegn mér með annað augað lokað svo þá verð ég bara að blinda hitt einhver veginn og þá á ég séns gegn honum....
Brattur er svoddan ljúflingur að varla fer hann að reyna að vinna mig.... semjum sennilega um jafntefli strax...
Núna á ég bara eftir að finna veikleika hjá hinum og ef það tekst á ég góða möguleika á verðlaunasæti
Arnfinnur Bragason, 5.9.2007 kl. 18:15
... margir kallaðir... fáir útvaldir... eins og ég sagði í gær þá á ég bara einn riddara og ég er svona að prufa að grípa til hans hratt og henda honum svona á ská yfir munnhörpuna, síðan er ég búinn að berja klukkuskömmina og reyna að venjast tikkinu í henni...tikk takk tikk takk... tekur rosalega á að heyra það... slær svona þvölum svita út á enni og í lófum... best að taka með sér viskustykki... ég held að Halldór hafi ekkert út á vinnubrögð yfirdómarans að setja, er það NOKKUÐ, Halldór VINUR MINN?
Brattur, 5.9.2007 kl. 18:34
... verð eiginlega að bæta því við að ég keypti líka 3 flöskur af Omega-3 fiskiolíu... ætla að drekka eina í kvöld og aðra á morgun og þá síðustu á föstudaginn...
... eins og stendur á flöskunni... Omega-3 talin hafa mikilvægu hlutverki að gegna við uppbyggingu heila og miðtaugakerfis auk þess að hafa góð áhrif á sjón og minni...
... ég verð rosalegur
Brattur, 5.9.2007 kl. 18:40
Anna ætlið þið að tefla hérna á síðunni þinni? Hvernig er það hægt?
Marta B Helgadóttir, 5.9.2007 kl. 18:49
Marta...... nei, það er víst ekki hægt. Við ætlum að mæla okkur mót og hafa mót.
Jíhaaaaa.... hvað ég skemmti mér vel við að lesa kommentin. Ég sé það í hendi mér, (er spákona) að mótið verður auðveldara en að spila Olsen...
Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 19:08
Oh, kann ekki skák og er ekki með tatoo, er nóg að vera með lokk í nefinu?
Bjarndís Helena Mitchell, 5.9.2007 kl. 19:13
Nei Bjarndís. Það dugir víst ekki. Annars er rétt að taka það fram að skráningu á mótið er lokið og ekki hægt að bæta fleirum við,, þar sem við verðum í heimahúsi.
Kannski höfum við eitt allsherjar blogg-ættarmót næst ?
Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 19:27
Hvað er Skák?
Þröstur Unnar, 5.9.2007 kl. 19:31
Sé ekki anað en að öll þín væntanlegu vinnubrögð við taflborðið rúmist innan alls velsæmis og drengilegrar hegðunar Brattur. Sem eftirlitsdómari hef ég ekkert út á þessar aðfarir að setja. Vil hins vegar benda keppendum á að það er mjög illa séð að taka hraustlegar nefsugur, meðan andstæðingurinn hugsar sinn gang. Héðan er það helst að frétta að manngangurinn liggur nokkuð ljós fyrir, en spurning hvort ég í krafti embættis mín fjarlægi ekki drottningar andstæðinga minna, allavega svona fyrstu tvær þrjár skákirnar, svona rétt á meðan ég er að finna taktinn.
Halldór Egill Guðnason, 5.9.2007 kl. 20:29
Árans ólán að haf´ekki fæðst með tattúú...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 5.9.2007 kl. 20:31
Dóri, gleymdu því ekki að þú þarft að kljást við yfirdómarann í fyrstu skákinni þannig að þetta drottningarbragð þitt gæti verið svolítið torsótt
Arnfinnur Bragason, 5.9.2007 kl. 20:34
Arnfinnur.:Læði bara flösku af Omega-3 í Brattinn.....þá tryllist hann af kappi án forsjár og hendir drottningunni
Halldór Egill Guðnason, 5.9.2007 kl. 20:37
Dómaradúrttinn stendur saman, er það ekki Brattur minn?
Halldór Egill Guðnason, 5.9.2007 kl. 20:37
Eftirlitsdómarinn Halldór, ræður yfir dómaranum Bratti. Ó ! Ég get ekki beðið eftir að sjá dómarana tefla...... með tilheyrandi dómgæslu.
Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 20:41
... ég er enn að borða fiskisúpu... kem brattur inn síðar...
Brattur, 5.9.2007 kl. 20:46
Fiskisúpu fær hann sér
og forða safnar góðum
Kvíðir því að mæta mér
því máta Bratt jafnóðum
Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 20:53
hvar verður skákmótið haldið anna ?
Brynjar Jóhannsson, 5.9.2007 kl. 21:21
Í heimahúsi Brynjar..... get ekki gefið upp heimilisfang af virðingu við bloggvin minn sem er svo rausnarlegur að bjóða okkur heim.
Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 21:23
Ætli sé líf eftir skákmót???
Arnfinnur Bragason, 5.9.2007 kl. 21:32
Súpan hefur greinilega ekki klikkað hjá Bratti. Vona bara að standi ekki fiskbein í honum
Halldór Egill Guðnason, 5.9.2007 kl. 21:47
Verður ekki smá kexmylsna með súpunni og sherrýinu?
Arnfinnur, auðvitað er líf eftir skákmót, enda verður búið að ákveða framhaldsmót í vor.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.9.2007 kl. 22:09
Hér sé stuð! Ég er að fara að sofa sé ykkur á Föstudagskvöldið. Hlakka líka til. Slafaði veislu með kennurunum til að vera með ykkur.
Edda Agnarsdóttir, 5.9.2007 kl. 22:19
Eru eintómir helv..........kennarar á þessari síðu? Ég bara spyr, kennarinn sjálfur
Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.9.2007 kl. 22:26
Kannski þið takið mig í kennslustund ?
Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 22:37
... jæja... loksins er súpan búin og ég finn að undirbúningur minn fyrir skákmótið er á hátindi... ég er í feikna formi andlega og líkamlega... ég mun þó láta dómarastörfin ganga fyrir mínum eigin metnaði í skákmótinu sjálfur, fórna mér fyrir málstaðinn... tattoo... og ykkur vini mína...
Brattur, 5.9.2007 kl. 22:37
... Anna, hvað þarftu að læra, kanntu ekki allt?
Brattur, 5.9.2007 kl. 22:38
... Halldór eftirlitsdómari... við stöndum saman eins og slanga og brunahani, eins og pylsa og pyslubrauð... eins og Karíus og Bakkus...
Brattur, 5.9.2007 kl. 22:40
Brattur ertu kennari?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.9.2007 kl. 22:41
Pipar og salt, Jón og Gunna,
Og endið síðan dagsláttumenn í víngarði Drottins
Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.9.2007 kl. 22:42
... Imba, ekki beint kennari en mikill viskubrunnur, eiginlega svona samviskubrunnur, en ef ég t.d. tapa þá kenni ég einhverjum örðum um það...
Brattur, 5.9.2007 kl. 22:47
Ég kann nú frekar illa að tapa Brattur..... og vil ekki læra það.
Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 22:51
... Anna, það er líklega það eina sem ég get ekki kennt þér... kann það ekki heldur...
Brattur, 5.9.2007 kl. 22:56
Er eitthvað dómaraplott í gangi strákar ?
Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 23:02
... dómaraplott...... nei, nei Anna mín, dómararnir bara svona að stilla saman strengina, það þarf að æfa það líka...
Brattur, 5.9.2007 kl. 23:06
... Anna, við mætumst svona í miðju móti... er nokkur séns á að biðja þig að nota dragdrottningarbragið þá... vinur...?
Brattur, 5.9.2007 kl. 23:09
Brattur.: Ekki orð um plottið!
Halldór Egill Guðnason, 5.9.2007 kl. 23:11
Dreyma skák, dreyma skák, dreyma skák.......hrókur M-8 til Y-4.......
Halldór Egill Guðnason, 5.9.2007 kl. 23:13
M-8 til Y-4 ! Komdu aftur inn á taflborðið Halldór..... þú ert úti í móa.
Brattur, það er hægt að semja um peð-afbrigði.
Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 23:15
M-8 hljómar eins og orustuflugvél... er Halldór kominn til himna...
Anna, ok flott... semjum þá um peð-afbrigðið... vinur...
Brattur, 5.9.2007 kl. 23:22
Er alveg sama hvar tattúið er? Þarf ekki að sýna það og sanna? Hvar er þitt Anna? Ekki segja mér að þú sért með "Tramp Stamp"?
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 23:24
Handsalað og klárt. Þetta verður einfalt. Sárafáir menn á borðinu í hverri skák...... vinur....
Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 23:25
Auðvitað þarf að sýna tattoo-ið. Mitt tattoo er stimpill á hægri upphandlegg. Tramp Stamp ? Ég er nú ekki svo sleip í enskunni að ég skilji svona orðbragð Gunnar.
Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 23:29
... já, það er alveg sama hvar tattoo-ið er... og það þarf að sýna... svo lengi sem það er á annaðborð í sjónmáli... það verða engir sjónaukar notaðir til þess að skoða slíka bletti... traust og heiðarleiki er mottó tattoo hópsins... það dugar...
Brattur, 5.9.2007 kl. 23:33
Þetta er með merkilegri matarboðum á heimilinu, heimilisfaðirinn þurfti frá að hverfa til að taka þátt í umræðum og skildi gesti og annað eftir í reiðileysi. Hann er nefninlega lykilmaður í matarboðum, konan hans er mataraumingi. Eiginlega var eins og þið væruð öll með í matarboðinu því tíðindi bárust af undirbúningi skákmótsins með jöfnu millibili. Verst er að þið fenguð ekki líka fiskisúpuna góðu því Brattur gerir bestu fiskisúpu sem ég fæ. Hinsvegar finnst mér að þið hefðuð átt að hjálpa til við Trivial Pursuit keppnina því við töpuðum naumlega.
Mæli með að þið bloggið skákmótið fyrir okkur sem heima sitjum svo við förum ekki á mis við þessa ægispennandi keppni;-)
Lára Stefánsdóttir, 5.9.2007 kl. 23:55
Þá veistu hvað Tram Stamp er Anna mín!
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2007 kl. 01:49
Lára.....ert þú litla klára konan sem ég hef stundum heyrt svo vel af látið ? Fyrir hönd skákklúbbsins biðst ég afsökunar á að hafa ruðst óboðin í matarboð, án þess svo mikið sem að hafa tekið þátt í Trivial. Við kunnum okkur ekki ! Sem sárabætur, er þér boðið að vera boðflenna í boðinu okkar ef þú getur aflað þér upplýsinga um hvar mótið er.
Gunnar... takk.
Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 07:47
Velkomin á fætur, öll sem eitt.
Það er á morgun, nánar tiltekið annað kvöld.
Mæting í austuRbænum, EKKI AUSTURSTRÆTI.
þETTA VERÐUR EKKI MEIRA SPENNANDI, TEK INN ÞREFALDAN SKAMMT AF RITA..... OG VINN ÞETTA MÓT, EINS OG STRÁKARINIR OKKAR TÓKU AUSTURRÍKISMENN Í NEFIÐ Í GÆR. Verður nokkuð lyfjaprófað?
Farin að lesa Erfðir og Þróun.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 10:25
Anna mín þið eruð ævinlega velkomin í matarboð, en Trivial keppni er metnaðarmál og fúlt að tapa henni. En ég tel vandann frekar vera þann að Brattur er ekki nógu duglegur að horfa á enska fótboltann. Honum fór þó fram þegar honum var hótað því að áskriftinni yrði sagt upp ef hann tæki sig ekki á.
Væri gaman að komast í skákkeppnina sem ég veit hvar er haldin en skólinn byrjaði í dag og best að vera heima og læra en skemmtið ykkur virkilega vel!
Lára Stefánsdóttir, 6.9.2007 kl. 10:37
Mér líður eins og kjána ... hvorki með tattú né kann að tefla. Æ fíl só lost.
Hugarfluga, 6.9.2007 kl. 13:58
Kann að tefla og er með tatto og ég bý á austur- aaa ekki austurbænum. Fæ þá ekki að vera með, en fylgist með þessari göfgu list - að tefla - á heimasíðunni.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 6.9.2007 kl. 14:12
Hugarfluga.. ég kann að tefla en er ekki með tattoo svo ég hef bara verið gerð að heiðursgesti.. ég býð þér hér með í heiðursstúkuna.. keppendur þurfa svo að sjá til þess að við höfum nægar veigar svo við sofnum ekki úr leiðindum.. heldur verðum nógu skemmtilegar "rop" til að skemmta hinum "skál" og "hikk"
Björg F (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 14:39
Hvernig fer Gunnar að því að setja svona flottar bossamyndir inn í athugasemdir????????
Björg F (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 14:40
Bara gamla góða copy/paste aðferðin Björg
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2007 kl. 14:52
Kann ekki að tefla, - er með tattoo, - kann að opna flöskur og skenkja í glös ef vantar !! Hikk og rop !
Hrabba (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:58
... æ fíl alsó lost kann ekki að tefla og ekkert tattú heldur
Marta B Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 17:43
Ég þigg boðið í heiðursstúkuna, þeink jú, Björg F. Mæti bara með Cosmo í glasi og iPodinn minn og tek upp dúskana og tek klappstýruöskur þegar mér finnst það hæfa.
Hugarfluga, 6.9.2007 kl. 19:03
Say S - Say K - Say Á - Say K ...... SKÁK!!
Hugarfluga, 6.9.2007 kl. 19:05
Ég vil samt benda bloggverjum á það.. að ÞAÐ VAR ÉG SEM VANN HANA ÖNNU MJÖG ÖRUGGLEGA Í BULLUKEPPNI ... og skal hér með uppvísa að hún tapaði með sæmd strax í fyrstu lotu.
ENDA ÁTTI HÚN VIÐ OFUR(T)EFLI AÐ ETJA
Brynjar Jóhannsson, 6.9.2007 kl. 21:17
Ertu ENNÞÁ að monta þig af þessu ? Þetta var nú ekkert stórafrek Brynjar...... ég kann ekki einu sinni að bulla.
Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.