Snæfellsnesið.

 

Árið er 1981.  Unglingarnir í sveitinni fara á öll sveitaböll.  Það er sniðugt kerfi í gangi.... ball á Lýsuhóli þessa helgi, í Ólafsvík þá næstu, því næst á Breiðabliki og svo koll af kolli.  Alltaf dansleikur einhvers staðar.  Hljómsveitin Tíbrá frá Akranesi vinsælust.

Ég klæði mig upp og fer á ball á Breiðabliki.  Er ekki byrjuð að mála mig á þessum tíma.  Það gerist löngu síðar.  Á Breiðabliki er fatahengið staðsett beint á móti innganginum.  Þegar ég geng inn á ballið hitti ég stráka í anddyrinu.  Þeir ákveða að hrekkja mig.  Þeir lyfta mér upp, troða herðatré innanundir jakkann minn og hengja mig upp í fatahenginu.  Ég blasi við öllum sem koma inn. 

Þarna hangi ég og get ekki annað... í hálftíma....með hendurnar út í loftið....eins og ASNI.  

Prófið að hengja ykkur svona upp.  Maður verður gjörsneiddur öllum virðuleika.

.

blog-tour-overload

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... ég myndi þykjast vera frakki ef ég lenti í þessu...

Brattur, 6.9.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL, ekki þægilegt held ég. Uss, þvílíkir hrekkjalómar!

Bjarndís Helena Mitchell, 6.9.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þeir sem gerðu Önnu þetta, ættu ekki að reyna við "SKÁKMÓT BLOGGARA MEÐ TATTOO"!!!!!!!

Halldór Egill Guðnason, 6.9.2007 kl. 22:53

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Slakur Halldór.... það eru 26 ár síðan og þetta eru eldgamlir kallar í dag. 

Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 23:00

5 Smámynd: Ragnheiður

Löngu vaxnir uppúr hrekkjum líklega...gott samt að þú slappst úr fatahenginu að lokum. Var einmitt að rifja upp svona minningar við systur áðan. Það snerist reyndar um spælegg sem starði á hana af diskinum. Eggið var samt ánægt með að vera bara með glyrnur en engin eyru. Önnur eins öskur held ég að hafi ekki heyrst í Laugarnesinu.

Ragnheiður , 6.9.2007 kl. 23:25

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Svo eru auðvitað góðir punktar við að hanga í jakkanum sínum í fatahenginu...... maður týnir ekki jakkanum á meðan. 

Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 23:30

7 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Þú hefur mætt of snemma....Guðbjartur í Miklaholti hefur ekki verið búinn að mjólka og mættur í dyravörsluna...eins gott annars hefðir þú kannski týnt jakkanum.

Gíslína Erlendsdóttir, 7.9.2007 kl. 00:20

8 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Af hverju dettur mér í hug sprelligosi með spotta niður úr klofinu?

Kristjana Bjarnadóttir, 7.9.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband