8.9.2007 | 17:15
Skýrsla stjórnar.
Skákmótið fór fram í gær....
Það er ekki orðum aukið, að ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel á ævinni.
.
Það tilkynnist hér með að Ægir er skákmeistarinn 2007.
Hann sigraði allar sínar skákir, enda á heimavelli strákurinn. Til hamingju Ægir.
.
Af því að þetta er mín síða, ætla ég að gera hér grein fyrir óvæntum ósigrum mínum.
Ægir sigraði mig eins og áður sagði. Það var svo sem allt í lagi, þar sem ég tefldi á útivelli... og hann vann alla hina líka.
.
Það var sýnu verra að Arnfinnur vann mig. Skelfileg mistök !
Arnfinnur er sveitastrákur. Haustið hefur greinilega mikil áhrif á hann, því hann tefldi eins og hann væri í miðri sláturtíð. Hann óð um skákborðið og slátraði öllu sem fyrir varð. Ég, í sjálfsvörn, reyndi að drepa hans menn...... og tókst, nema hann, með sjónhverfingum, gat laumað þremur peðum sínum inn á borðið í endastöðunni. Svo beið hann bara þangað til eitt peðið óx og varð að fullvaxta drottningu.
Arnfinnur ruddi !
.
Í fimm skákum virkuðu "klukkutöfrabrögðin" og ég knúði fram sigur.
.
Svo votta ég hér með að Kristjana, Ingibjörg, Ægir, Arnfinnur, Brattur, Edda, Björg og Halldór eru allt öðlingsfólk og húmoristar af lífi og sál....... sem hrekur þá kenningu, að fólk sem maður kynnist í gegnum tölvu sé allt PERRAR.
.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já..... gleymdi einu !
Ægir.... kysstu konuna þína frá okkur öllum.... TAKK ANNA (ekki ég samt) fyrir lánið á húsinu.
Anna Einarsdóttir, 8.9.2007 kl. 17:21
Allt fólk er perrar... við erum bara misjafnlega góð að fela það.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.9.2007 kl. 17:44
Ekkert að þakka nafna. Þið eruð augljóslega snyrtipinnar á gleðistundu. Á meðan þið iðkuðuð ykkar nördalegu íþrótt tók ég þátt í miklum mannraunum um flúðir Hvítár. Uppskar lemstraða hönd en mikið fjör
Anna B. ("frúin"!) (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 18:13
Þröstur Unnar, 8.9.2007 kl. 19:49
... já, Anna... við erum bara öll ÆÐI...
Brattur, 8.9.2007 kl. 20:05
Ruddi!! humm ha? Þú getur ekki kennt mér um þó eina takmark þitt á skákmótinu hafi ekki náðst . En þetta verðu allt í lagi Anna mín því eins og þú veist þá geri ég þetta aldrei aftur og þar af leiðandi þegar við teflum næst verð ég auðmjúkur og auðveldur andstæðingur
Arnfinnur Bragason, 8.9.2007 kl. 21:29
Já Arnfinnur....... það er sko ekki endalaus sláturtíð. Þú verður upptekinn við að sauma keppi næst þegar við mætumst...... og þá áttu ekki séns.
Anna Einarsdóttir, 8.9.2007 kl. 22:16
Anna, náði mér ekki á strik í gær, er pínu feiminn í fjölmenni. En skil núna þetta klossaflens hjá hjónunum
kloi, 8.9.2007 kl. 22:24
Já Klói.... mér fannst þú heldur fálátur í gær.... heilsaðir mér ekki einu sinni. Þú klikkar ekki á þessu næst.
Anna Einarsdóttir, 8.9.2007 kl. 22:33
En bíðið... hver datt??? ...múúúhaaaa... Nei ég skal vera stillt.. bara smá payback fyrir að hafa verið illilega tekin í rassgatið af henni Önnu.. þvílíkur skáksnillingur.. Hún vann mig á 2 mín á meðan Ægir vann mig bara á klukkunni..
Björg F (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 23:09
Það datt botninn....... hann er í Borgarfirði núna.
Anna Einarsdóttir, 8.9.2007 kl. 23:21
Drottningin datt.......í hverri skák, þegar Kristjana tefldi. Það var fyndið, ég lá undir sófa og lék mér að henni skemmti mér vel, var í felum lofa að segja ekki neitt.....dúbbi, dúbbi dú...mér finnst rjómi góður
kloi, 8.9.2007 kl. 23:30
Hvernig er hægt að upplifa lemstraða hönd í Hvítá????? Eru nöfnurnar að leika sama leikinn.. hoppa út í ánna á stórhættulegum stöðum?? Hvað er þetta með Önnur og flúðasiglingar...?
Björg F (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 00:27
Hoppa út í ána á stórhættulegum stöðum ??....sýnir það ekki best hversu miklar kjarnakonur við erum ?
Anna Einarsdóttir, 9.9.2007 kl. 00:38
ég veit hversvegna hvítá heitir hvítá en það skiptir ekki máli. annars eru fimm af sjö ótrúlega góður árangur og þú hefur væntanleg náð áfanga að alþjóðlegum titli skákfólks með tattó.
sennilega áfanga að stórmeistaratitli bloggara með tattó.
hef heyrist mér misst af skemmtilegri kvöldstund. nema þið séuð að ljúga því að þetta hafi verið svona gaman. voru kannski veitingar í fljótandi formi og stríðum straumum?
arnar valgeirsson, 9.9.2007 kl. 01:36
Þú misstir svo sannarlega af algerlega ógleymanlega skemmtilegri kvöldstund Arnar...... og það þurfti ekkert áfengi til að svo væri,, fólkið bara small saman frá fyrstu mínútu og það var hlegið allt kvöldið og alla nóttina...... líka meðan teflt var.... ekkert hátíðlegt hugs-andrúmsloft.... enda reglurnar í mótinu afar óvenjulegar.
Anna Einarsdóttir, 9.9.2007 kl. 10:37
Skemmtileg tilviljun! Ég var einmitt að tefla í gær og er að fara að tefla aftur á eftir við fyrrverandi skákmeistara Bahama í úrtökumóti fyrir meistaramótið. Það kom svo í ljós eftir skákina þegar við vorum nokkrir að spjalla saman að við höfðum allir starfsheiti sem endar á -ician, ég var electrician, einn var musician, annar physician og einn magician Þannig að kannski við stofnum skákfélag manna með starsheiti sem endar á -ician?
Bjarni Sæmundsson, 9.9.2007 kl. 15:45
Takk Takk Takk Anna og co. Er að ferðbúast í langferðina, en læt eitt eða tvö tuð detta áður en ég fer.
Halldór Egill Guðnason, 9.9.2007 kl. 22:19
Aldrei hefði ég trúað að ég ætti eftir að sakna TUÐS...
Anna Einarsdóttir, 9.9.2007 kl. 22:39
Þetta verður prentað út og hengt upp á kennarastofunni.
Og hér með auglýsi ég KRISTAL og RED CHILI Á LAUGAVEGI 176
Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.9.2007 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.