Allt í blóma... segir sú fróma.

 

Blómin eru þvílíkt flott þessa dagana !  InLove

.

Lengi vel hélt ég að grænir fingur væru bara á öðru fólki.... en þrátt fyrir að ég sé að drepast úr hógværð,  þá er ekki annað hægt en að deila með ykkur þessum undrum veraldar... sem koma bara beint upp úr moldinni heima hjá mér.  Leyndarmálið á bakvið þessi dásamlegu plöntur,  er að ég tala við blómin.  Wink

.

Látum blómin tala...er fræg setning úr auglýsingu... ég held að mér sé alveg að takast það. 

.

.

Albúm 2135  

.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jammm... þau öskra "put me out of my misery" :)

Heiða B. Heiðars, 10.9.2007 kl. 17:19

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eru þetta þá enskar plöntur Heiða ? 

Anna Einarsdóttir, 10.9.2007 kl. 17:21

3 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Hvað í ósköpunum sagður eiginlega við njólann???

Arnfinnur Bragason, 10.9.2007 kl. 17:29

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Njóli ?  Krúttilegt nafn.    Ég ætlaði nú kannski ekkert að segja það upphátt... en ég söng bara fyrir þá. 

Anna Einarsdóttir, 10.9.2007 kl. 17:33

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég þori að veðja að það hefur verið rokklag...miklu betra Anna mína að spila fyrir þá barrokk eða indverskan shítar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 17:36

6 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Sparinafnið ekki amalegt - Rumex longifolius - hlýtur að elska ítalskar aríur...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.9.2007 kl. 17:43

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Svona plöntur reykti ég í  den

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.9.2007 kl. 17:50

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jamm... voru næstum drukknaðar í rigningunni í Englandi í sumar. Flúðu á klakann en höfðu ekki hugmynd um að þær voru að fara úr öskunni í eldinn. Anna söng

Heiða B. Heiðars, 10.9.2007 kl. 18:48

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þessi "blóm" hafa greinilega talað af sér Anna mín, eða var það kannski eitthvað sem þú sagðir? Sýnist gróðurinn hjá nágrannanum hafa heyrt eitthvað miklu skemmtilegra.

Halldór Egill Guðnason, 10.9.2007 kl. 19:46

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Halldór vinur minn !   Sérðu ekki fegurð hauslitanna í Rumex longifolius-inu ?

Anna Einarsdóttir, 10.9.2007 kl. 19:51

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

og hvað BULLAR ÞÚ VIÐ BLÓMIN ? ...

Ég er alltaf að leiðrétta þig. .. BULLKUKKOLLUR EINS OG ÞÚ TALA ALDREI HELDUR BULLA

PIFF PIFF OG PIFF ...

ÞRJÚ PIFF Á ÞAÐ

Brynjar Jóhannsson, 10.9.2007 kl. 20:19

12 Smámynd: Brattur

jaháá... fegurðin er alsstaðar, það er bara að koma auga á hana... hvort hvíslaðir þú eða öskraðir á þessa ræfla... hmm... annars bara smá fróðleiksmoli hér í restina; ég hef borðað soðið selkjöt með njólauppstúf vestur á fjörðum fyrir margt löngu... mann enn bragðið... prufið að naga njóla og borða inniskóna ykkar, þá vitið þið hvernig þetta var...

Brattur, 10.9.2007 kl. 20:32

13 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Brattur, mig langar ekkert til að komast að því hvernig inniskórnir mínir smakkast

Arnfinnur Bragason, 10.9.2007 kl. 21:04

14 Smámynd: Brattur

Arnfinnur, vinur... þú mátt fá mína...

Brattur, 10.9.2007 kl. 21:26

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ann það ku vera gott að búa til blómagirðingar eða blómmottur úr Njóla þegar hann er komin á þetta stig!

Edda Agnarsdóttir, 10.9.2007 kl. 22:00

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Heitirðu annars ekki Ann á Ensku?

Edda Agnarsdóttir, 10.9.2007 kl. 22:01

17 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég á eina svona plöntu, finnst hún falleg á haustin.

Þröstur Unnar, 10.9.2007 kl. 22:15

18 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þið eruð óforbetranleg,  og á meðan Njólarnir sofa, liggja rósirnar andvaka.

Anna, þú varst  á undan, ég var einmitt búin að hugsa mér að setja lagið okkar á síðuna mína.  

Mér finnst Njólar, hundasúrur og smá dass af fíflum, nei fíbblum, ógesslega flott borðskreyting.

Anna græna, kemur þú bara ekki og hannar garðinn minn? 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.9.2007 kl. 22:28

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Arnfinnur minn........ þú veist ekki af hverju missir ef þú prófar ekki..... getur nú aðeins smakkað á inniskónum.... ha. 

Anna Einarsdóttir, 10.9.2007 kl. 22:30

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Imba...... ef ég tímdi að selja þér Lumexið mitt..... þá væri nú lífið miklu auðveldara og garðurinn þinn myndi vænkast og grænkast.

Brattur... áskorun !  Komdu með Njólauppstúfsuppskriftina. 

Edda... jú, ég heiti Ann á ensku og An á pólsku..... nema þeir nenni hreinlega ekki að segja nafnið allt ?  Bíð eftir að heita bara A á einhverju tungumáli. 

Anna Einarsdóttir, 10.9.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband