Helga systir.

 

Systir mín sagði á síðustu helgi að ég ætti að blogga um hana...... eitthvað verulega gott. 

Hahh... Smile... hún sagði þetta í gríni en......

..hér kemur það.... Wink

................

Hún Helga, litla systir mín, er ein af þessum persónum sem vill allt fyrir alla gera.

Þegar hún kemur í heimsókn, á hún það til að leggjast ofan í baðið hjá mér... ekki í bað... heldur til að skrúbba það,  þar til hægt er að spegla sig í því.  Hún er reyndar snillingur í hreinsivörum og á alltaf réttu efnin til að ná öllum mögulegum og ómögulegum blettum af.   Hún er dugleg.

Ef eitthvað gengur illa hjá mér, þá er Helga alltaf tilbúin að hlusta á mig.  Hún er vinur í raun. InLove

Ef mig hefur vantað pössun eða útréttingar, þá er það Helga sem reddar.

Hún hefur gaman af að gleðja aðra.... leggur t.d. mikla natni í jólagjafir og gefur gjarnan persónulegar gjafir.   

Hennar stærsti kostur er húmorinn.  Ég hef bloggað um hana einhvern tíma áður.... þegar hún var rétt búin að drepa mig úr hlátri.  LoL   Já... mér finnst hún vera of fyndin ef ég er nálægt því að kafna úr hlátri.  

Það var líka aðeins of mikið af því góða þegar hún tók David Bowie ... háu tónana... LoL

(Helga ætti ekki að syngja einsöng) 

--------------------

Helga gaf mér bók í afmælisgjöf......  "Alveg einstök systir"  heitir hún.

Ég ætla að taka upp úr bókinni nokkur orð...... og þau eru til systur minnar frá mér.

.

--------------------

.

Enginn þakkar systrum eða hrósar þeim eða

semur lög um þær.  Systur eru bara til staðar -

eins og hægri handleggurinn á manni.  Þær lifa sjálfstætt

- en eru samt á einhvern hátt hluti af þínu eigin lífi.

Þær flakka inn og út úr tilveru þinni.  Og vita of mikið

um fortíð þína.  Þær hafa minni á við fíla.

Þær þekkja veiku blettina á þér.  Oft andvarpa þær og segja:

"Já, þetta áttirðu til, er það ekki?"

En ef þú ert strandaglópur lengst úti í sveit

eða upp til fjalla, þegar áin hefur breytt um farveg

og rennur gegnum dagstofuna, þegar þú hefur

beyglað bílinn í árekstri eða þegar þið eruð öll lögst

í flensu ......

þá koma systur á vettvang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Anna mín, má ég fá þetta lánað ? TIlvitnanirnar úr bókinni ? Ég á nebblega svona systur sem er alveg gersemi

Ragnheiður , 14.9.2007 kl. 20:59

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Auðvitað Ragnheiður .....   ...... ég sendi þér meira á email.

Anna Einarsdóttir, 14.9.2007 kl. 21:13

3 Smámynd: Bjarni Sæmundsson

HelgaÉg ætla að gera eina tilraun í viðbót að setja inn mynd í athugasemdakerfið hjá þér. Vonandi tekst það núna. Þetta er mynd af Helgu og Júlíönnu frá því í gamla daga. Nokkuð skemmtileg mynd finnst mér. Annars man ég alltaf eftir því að ég vorkenndi Helgu að þurfa að eiga afmæli á jóladag, afmælið hennar týndist hálfpartinn innan um jólin og áramótin.

Bjarni Sæmundsson, 15.9.2007 kl. 02:57

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Frábært Bjarni !    Sætar stelpur.  Líka gaman að sjá Vegamót eins og þau voru.  Ég á eina kostulega mynd af þér og okkur systkinunum.  Ætla að skanna hana inn í vikunni og birta....... það er mynd sem sýnir útganginn á okkur þegar við vorum í erlendum viðskiptum.....að selja fífur og annan algerlega ómissandi varning.   

Anna Einarsdóttir, 15.9.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband