Karlmenn gera ekki þrennt í einu.

.

Á unglingsárunum, leigðum við saman í blokk í Reykjavík;  Halldór frændi, Þorgeir bróðir og ég.

.

Það voru góðir tímar og þeir báðir, frábærir sambýlismenn.  Svo góðir að síðari tíma sambýlismenn hafa bliknað í samanburðinum.

.

Það er vitað mál að karlmenn eiga bara að gera eitt í einu.... og þeir alklárustu geta hugsanlega gert tvennt í einu.... en aldrei þrennt !

.

.

Halldór var að láta renna í bað.  Hann var mjög myndarlegur unglingur og þennan dag var hann að sjóða fisk, kartöflur og hamsatólg.  Meðan hann beið, spilaði hann á gítarinn og söng.......Stairway to heaven". 

.

Að nokkrum tíma liðnum, mundi hann að hann var að láta renna í bað.  Hann stökk á fætur og inn á baðherbergi... en aðeins of seinn.  Vatn flæddi um allt gólfið.  Halldór tók handklæði og fór að vinda upp af gólfinu.  Þetta dundaði hann sér við og var langt kominn.... þegar hann fann lykt.... brunalykt. 

.

Hann stökk fram í eldhús.... en aðeins of seint.  Eldhúsið var að brenna. 

.

Halldór hljóp aftur inn á bað og náði í blauta handklæðið.... hljóp svo aftur inn í eldhús og henti því yfir hamsatólgina.... og slökkti eldinn.

.

.

Það er hægt að gleyma sér yfir  "Stairway to heaven".  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég hlýt að hafa verið karlmaður í fyrri lífum.  Þú gast eins vel verið að lýsa mér.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.10.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Satt segiru, karlmenn eru víst afleitir oft á tíðum í "multitasking". Góð saga.

Bjarndís Helena Mitchell, 3.10.2007 kl. 23:31

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Jamm,. sveitavargurinn.

Þröstur Unnar, 3.10.2007 kl. 23:40

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta var mjög heppileg samsetning á óhöppum þegar allt kom til alls.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.10.2007 kl. 23:57

5 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta kallar maður nú að redda hlutunum. þetta var ekki heppileg samsetning á óhöppum heldur algjörlega planað EF eitthvað skyldi óvart koma uppá. hefði samt valið styttra lag sko..

arnar valgeirsson, 4.10.2007 kl. 00:19

6 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Hann Halldór bróðir er bara svo rólegur og heldur eins og svo margir aðrir karlmenn að allt gangi alltaf upp hjá honum. En þessi saga er fræg í fjölskyldu- og vinahópnum og ég held að hann hafi ekki oft síðan reynt að bræða hamsa....enda mjög svo flókið og sérhæft starf og það er alveg sama hvað hver segir....karlmenn geta ekki gert tvennt í einu hvað þá þrennt, á eiginmann, tvo syni og tvo stjúpsyni og þeir hafa margsannað þessa tilgátu í gegnum tíðina.

Gíslína Erlendsdóttir, 4.10.2007 kl. 10:57

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Maðurinn minn segir þetta svo skemmtilega; "Ég er karlmaður og ég hef EINbeitningu, þú ert kona og þú hefur TVÍbeitningu"!!!!

SigrúnSveitó, 4.10.2007 kl. 11:35

8 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Konur eru hrifnar af öllu einföldu,  t.d. karlmönnum

Þorsteinn Sverrisson, 4.10.2007 kl. 12:34

9 identicon

Minn svo annars ágæti eiginmaður var einu sinni sem oftar að fara að þurrka af eldhúsborðinu, nema svo sé ég hann standa við borðið, góna á útvarpið og gera ekki neitt! Þá var hann að hlusta á veðurfréttirnar og gat þar af leiðandi ekki þurrkað af borðinu í leiðinni.

Bryndís (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:06

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ætli karlmenn séu hrifnir af flóknum konum sem þeir geta aldrei greitt úr?

Mér finnst Halldór hafa staðið sig með prýði, það eru nú ekki margir karlmenn sem átta sig  á því að hægt er nota slys til að stoppa annað slys! Húrra fyrir honum.

Edda Agnarsdóttir, 4.10.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband