4.10.2007 | 14:06
Sögur úr Ljósheimunum.
Það er nú svo, að þegar ég byrja að segja frá einhverju, man ég alltaf meira frá þessum sama tíma. Eins og þessar upplýsingar séu allar í sama hólfinu í heilanum. Hér koma nokkur atvik sem gerðust á þessum unglingsárum, þegar við bjuggum í blokk í Ljósheimunum.
.
Við bjuggum á sjöundu hæð. Eitt kvöldið vorum við að fara á ball og vorum átta saman. Okkur datt það "snjallræði" í hug í lyftunni, að fara að hoppa. Hoppuðum öll saman í takt. Hlógum auðvitað eins og asnar að eigin hugdettum. Þegar lyftan opnaðist, var hún komin vel á annan metra niðurfyrir neðstu hæð. Við þurftum að hjálpast að við að komast uppúr henni. Þetta var allavega svakalega fyndið eins og það gerist á þeim tíma. ............
.
Þegar uppúr lyftunni var komið... fórum við í strætó. Við vorum í svo miklu stuði að hver einasti farþegi, sem og strætóbílstjórinn, góluðu úr hlátri með okkur, áður en yfir lauk. Þetta var líka alveg óborganlega fyndið eins og það gerðist á þeim tíma. ..........uhummm
.
Eftir skemmtanir á þessum árum, fengum við okkur alltaf að borða áður en farið var í háttinn. Það var ósköp misjafnt hvað var til í ísskápnum. Eina nóttina var hann heldur fátæklegur að sjá. Þá tók Halldór frændi næstum fullt lýsistöfluglas úr ísskápnum..... og skálaði í botn. Það var geðveikt fyndið að sjá hann, með munninn fullan af lýsistöflum og ánægjusvip, bryðjandi lýsistöflurnar.... allavega eins og það leit út þá. ........ ræsk
.
Einn morguninn fór ég í vinnuna, fremur syfjuð. Ég ferðaðist með strætó. Ekki var ég búin að vera lengi í vinnunni, þegar samstarfskona mín fer að flissa. Hún bendir á fæturna á mér og segir: "Ertu viss um að þú eigir báða þessa skó" ? Ég lít niður og bregður heldur. Ekkert smá vandræðalegt ástand. Annar skórinn var minn, númer 38 en hinn var af Halldóri frænda, númer 41.
Hversu utan við sig getur maður verið ?
.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:09 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þú ert óborganleg!
Bjarndís Helena Mitchell, 4.10.2007 kl. 15:55
Almáttugur !! Þetta var svoooo skemmtilegur tími - að taka strætó niðrí bæ til að fara á Pub-inn á Hverfisgötu og drekka bjórlíki !! - Hrikalega gaman !
Hrabba
Hrabba (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 16:00
Á hverju varst þú, hérna í den? Ég drakk mest Genever, en man ekki að það hafi farið svona í mig. Halló! annar númer 41 og hinn 38!hahahahahahaahahah
Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.10.2007 kl. 16:12
Á hverju var ég Ingibjörg ? Ég var á flippinu.... og er enn.
Get með stolti sagt að ég hef aldrei á minni ævi prófað eiturlyf, enda býst ég við að mér sé ekki treystandi til þess.
Anna Einarsdóttir, 4.10.2007 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.