Sögur úr Ljósheimunum.

 

Það er nú svo, að þegar ég byrja að segja frá einhverju, man ég alltaf meira frá þessum sama tíma.  Eins og þessar upplýsingar séu allar í sama hólfinu í heilanum.  FootinMouth  Hér koma nokkur atvik sem gerðust á þessum unglingsárum, þegar við bjuggum í blokk í Ljósheimunum.

.

Við bjuggum á sjöundu hæð.   Eitt kvöldið vorum við að fara á ball og vorum átta saman.  Okkur datt það "snjallræði" í hug í lyftunni, að fara að hoppa.  Hoppuðum öll saman í takt.  Hlógum auðvitað eins og asnar að eigin hugdettum.  Þegar lyftan opnaðist, var hún komin vel á annan metra niðurfyrir neðstu hæð.   Við þurftum að hjálpast að við að komast uppúr henni.  Grin  Þetta var allavega svakalega fyndið eins og það gerist á þeim tíma.  LoL............ Blush

.

Þegar uppúr lyftunni var komið... fórum við í strætó.  Við vorum í svo miklu stuði að hver einasti farþegi, sem og strætóbílstjórinn, góluðu úr hlátri með okkur, áður en yfir lauk.  Þetta var líka alveg óborganlega fyndið eins og það gerðist á þeim tíma. LoL ..........uhummm Blush

.

Eftir skemmtanir á þessum árum, fengum við okkur alltaf að borða áður en farið var í háttinn.  Það var ósköp misjafnt hvað var til í ísskápnum.  Eina nóttina var hann heldur fátæklegur að sjá.  Þá tók Halldór frændi næstum fullt lýsistöfluglas úr ísskápnum..... og skálaði í botn.  Það var geðveikt fyndið að sjá hann, með munninn fullan af lýsistöflum og ánægjusvip, bryðjandi lýsistöflurnar.... allavega eins og það leit út þá.  LoL ........  ræsk Blush 

.

Einn morguninn fór ég í vinnuna, fremur syfjuð.  Ég ferðaðist með strætó.  Ekki var ég búin að vera lengi í vinnunni, þegar samstarfskona mín fer að flissa.  Hún bendir á fæturna á mér og segir:  "Ertu viss um að þú eigir báða þessa skó" ?  Ég lít niður og bregður heldur.  Ekkert smá vandræðalegt ástand.   Annar skórinn var minn, númer 38  en hinn var af Halldóri frænda, númer 41.  Blush 

Hversu utan við sig getur maður verið ?

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Þú ert óborganleg!

Bjarndís Helena Mitchell, 4.10.2007 kl. 15:55

2 identicon

Almáttugur !! Þetta var svoooo skemmtilegur tími - að taka strætó niðrí bæ til að fara á Pub-inn á Hverfisgötu og drekka bjórlíki  !! - Hrikalega gaman !

Hrabba

Hrabba (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 16:00

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Á hverju varst þú, hérna í den?  Ég drakk mest Genever, en man ekki að það hafi farið svona í mig.  Halló!  annar númer 41 og hinn 38!hahahahahahaahahah

Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.10.2007 kl. 16:12

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Á hverju var ég Ingibjörg ?  Ég var á flippinu.... og er enn. 

Get með stolti sagt að ég hef aldrei á minni ævi prófað eiturlyf, enda býst ég við að mér sé ekki treystandi til þess.

Anna Einarsdóttir, 4.10.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband