Ég er svo mikil dama.

 

Í gær vaknaði ég lasin. 

Kannski ekki svo mikið að mér annað en hósti, sem engan endi virtist ætla að taka þegar hann á annað borð var byrjaður, og mjög sár.

.

Í einu hóstakastinu fann ég að eitthvað ylvolgt og slímugt kom í munninn á mér.

Ég stökk að bakdyrunum og spýtti slummunni í fögrum boga út á mölina.  Whistling

.

Síðan þetta gerðist er búið að rigna nánast viðstöðulaust... en enn er slumman þarna, hvít og þykk og bara nokkuð fín...... og komin til að vera.

.

Skyldi hún hafa áhrif á fasteignaverð - og þá til hækkunar eða lækkunar ?  FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú bara færð slökkviliðið til að smúla ef þú ætlar að selja    fröken dama 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Oj Anna, ég hélt að þú hefðir fengið geimverusull í  hálsinn.  Svo var þetta bara framleiðsla á sjálfsþurftum.  Ojojoj

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 13:28

3 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Spurning hverskyns líf muni spretta upp af þessu í framtíðinni? Hver veit nema það verði til að hækka fasteignaverðið.

Sigurður Axel Hannesson, 5.10.2007 kl. 14:17

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég sé þetta alveg fyrir mér eins og karlarnir í sveitinni gera endrum og sinnum!

Edda Agnarsdóttir, 5.10.2007 kl. 14:35

5 Smámynd: Brattur

... Já, Anna... mér sýnist þetta vera nokkurs konar listrænn gjörningur sem þú hefur framkvæmt þarna... held að þessi atburður eigi eftir að auka hróður Borgarbyggðar...

Brattur, 5.10.2007 kl. 14:44

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.10.2007 kl. 15:22

7 identicon

Æj elskan...

Þetta er að ganga... það er spurning hvort sé betra... að vakna með horið á koddanum eða vera hás... ég kýs að vera hás þessa dagana það er svo smart.........!

Góða helgi og hafðu það gott.

Helgfríður Löve.

Helga Björk Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 15:23

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

spurning um að girða í kringum gjörninginn :)

Heiða B. Heiðars, 5.10.2007 kl. 15:56

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þú átt að selja inná svona gjörning Anna. Auglýsa og hengja upp "bannera", auglýsa á rás tvö og gufunni!(Eru það ekki annars einu rásirnar sem þið náið í Borgarnesi?) Það verður sko ekki spilað"When the lady sings the blues" o nei, það berður sko "When the lady spit from the hús." Jiiiihaa!!

Halldór Egill Guðnason, 5.10.2007 kl. 16:06

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Helga hér að ofan segir að þetta gangi! Gengur þetta hjá þér á mölinni...þarna....spýttið altso.?

Halldór Egill Guðnason, 5.10.2007 kl. 16:09

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Óþarfi að vera grænn í framan Halldór - nema af öfund kannski.  Slumman vill sig hvergi hreyfa enda veit hún að hún er óvenju vel gerð slumma.    Þið hefðuð átt að sjá hvernig hún sveif.... eins og flinkasti dýfingakappi... í svona líka ótrúlega vel formuðum boga.  Já !  Ég er drullustolt. 

Anna Einarsdóttir, 5.10.2007 kl. 16:20

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Snérist hún um sjálfa sig, þar sem hún sveif í þessum líka skínandi boga, langt út á möl?

Halldór Egill Guðnason, 5.10.2007 kl. 16:26

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég ætlaði nú ekkert að vera að monta mig hérna.... en fyrst þú spyrð Halldór... tvöföld skrúfa og þrefaldur snúningur. 

Anna Einarsdóttir, 5.10.2007 kl. 16:42

14 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Vonandi batnar þér fljótt og örugglega.

Bjarndís Helena Mitchell, 5.10.2007 kl. 17:22

15 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Finnst þetta frekar mynna á gamlan togarakarl en dömu Anna, svo er salernið líka oftast notað innanbæjar, dóninn þinn.

Finnst viðeigandi að þú verðir látin þrífa næsta nágreni , verð í stígvélum í næstu ferð í gegn um Borganes.

Oj bara

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.10.2007 kl. 18:11

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Tásluskórnir í næstu færslu fyrir neðan renna nú út eins og heitar lummur...til fólks sem þarf að ferðast í gegnum Borgarnes og vill síður vaða í slummum.   Ofboðslega er ég útsmoginn stundum. 

Anna Einarsdóttir, 5.10.2007 kl. 18:18

17 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Búin að leggja inn pöntun um stígvél refurinn þinn, er að komast á þá skoðun að þú eigir að búa í dreifbýli.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.10.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband