Endurtekið efni.

Þessi færsla var áður birt í mars en þar sem ég á marga nýja bloggvini, ætla ég að endurbirta mesta skandal sem ég hef framið.... vonandi ykkur til ánægju.

.

Nú er komið að því.  Að segja frá því þegar ég varð mér mest til skammar ever !

.

Þannig var að ég var í útskriftarferð á Mallorca með skólanum mínum fyrir örfáum árum síðan.  Nánar tiltekið þegar ég var átján ára gömul.  Við krakkarnir fórum fljótlega að venja komur okkar á ákveðinn matsölustað sem skaraði framúr öðrum að okkar mati hvað matseld snerti.  Nú, þegar við höfðum komið þar,  nokkur kvöld í röð, fengið dýrindis kvöldverð og nokkur eðalvínglös, fannst mér tími til kominn að þakka fyrir mig.  Það vita jú allir, sem mig þekkja að ég er óskaplega vel upp alin.

Ég er mjög fín að bjarga mér á enskri tungu, ekki af því ég sé svo flink, heldur af því ég er svo dugleg að búa til orðin sem ég ekki kann. 

.

Nema þarna kalla ég á þjóninn og segi "Can i see the cock" ? 

Hann horfir á mig stórum augum og spyr "THE COCK" ?!! 

YES !!   Smile  ..... segi ég, afar ánægð með enskukunnáttu þjónsins. 

.

Á þessum tímapunkti hins vegar, gat ég ekki skilið hvers vegna krakkarnir við borðið ekki bara hlógu, þau veinuðu og einn henti sér í gólfið og emjaði úr hlátri.  Ég hef sennilega verið farin að brosa að háttsemi þeirra en vissi þó ekki hvað olli. 

Þjónninn fór þó inn í eldhús og sótti kokkinn og ég þakkaði vel og vandlega fyrir góðan mat. 

Þegar krakkarnir gátu stunið upp orði og orði, 10 mínútum seinna, fékk ég að vita hvað ég var raunverulega að biðja þjóninn að sýna mér. 

Það er of dónalegt til að segja frá því hérna. Wink

.

Og þetta er ekki bull, þetta er dagsatt.  Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tókstu mynd af honum

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.10.2007 kl. 11:32

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Íd jor kar beibí, húasjúap..... mína ragasta sínúa.

Anna mín, þetta er skemmtileg saga, var þetta ekki árið 1999?

Dætur mína hefa verið að hvetja mig til að blogga um mín axarsköft, og það svo sem væri gráupplagt þessa dagana, þar sem ég er að fara í gegnum 4. sporið.

Af gefnu tilenfi tek það fram að fáir Íslendingar, fara eins vel með áfengi og undirrituð.  

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.10.2007 kl. 12:50

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Já ég er sko ekki hissa að fólkið hafi misst sig úr hlátri

Katrín Ósk Adamsdóttir, 7.10.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Ólafur fannberg

frábært

Ólafur fannberg, 7.10.2007 kl. 13:56

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Lol..þú ert engri lík. Minnir mig á vinn systur minnar sem var á veitingahúsi og bað um Half a kitchen  and fries...þegar þjónninn spurði hvað mætti bjóða honum að borða. Ætlaði auðvitað að panta sér hálfan kjúkling/ chicken en pantaði sér óvart hálft eldhús..hahah og það með frönskum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 17:04

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

og þú segir frá þessu?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.10.2007 kl. 17:34

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Heldurðu virkilega að þeir hafi skilið þetta á Spáni? Þetta eru bara Íslendingarnir sem eru með allt á reiðum höndum?

Edda Agnarsdóttir, 7.10.2007 kl. 18:30

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þorsteinn... nei, ég tók ekki mynd af kokkinum. 

Ingibjörg.... þú ÁTT að blogga um öll þín axarsköft.

Helena.... "air-blow-to-back" ?  Er þetta hárblásari fyrir bak ?

Katrín..... Fékk hann hálft eldhúsið og hálfan af frönskum ?

Gunnar..... Er hægt að blogga þegjandi ?

Edda..... Þjónninn skildi þetta en var ekki tilbúinn að verða við óskum mínum.   Reiðar hendur !  Það er athyglisverð pæling.    

Anna Einarsdóttir, 7.10.2007 kl. 18:48

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hélt nú að Spánverjum þætti gaman að sýna sitt lítið  af hverju.

Já,  Anna það er alveg að koma að því.  En þú verður að lofa því að snúa ekki við mér baki.  

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.10.2007 kl. 19:16

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ingibjörg vinkona !  Hvernig ætti ég að geta snúið við þér baki.  Þú ert jú hérna ennþá, þrátt fyrir öll mín klúður. 

Anna Einarsdóttir, 7.10.2007 kl. 19:40

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ja ég verð nú að viðurkenna að ég er alvarlega að hugsa minn gang.  Það gengur auðvitað ekki að spyrja karlmenn, sem maður ekki þekki hvort hægt sé að fá að sjá á þeim tólið.  Anna, svo helvíti langt hef ég ekki gengið, og þó, æi bíddu, nei, jú, heyrðu. Búin að hugsa þetta, þú ert ein af mínum betri vinkonum. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.10.2007 kl. 20:02

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Finnst þetta bara ágætis byrjun á nánari samræðum, að fá að sjá.

Þröstur Unnar, 7.10.2007 kl. 21:06

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er nokkuð sterkur "icebreaker" í samskiptum kynjanna. Sammála Þresti þar. Betri en margar pikköpplínur, sem ég hef heyrt og ég er viss um að karlmenn takki þessu ekki "stinnt" upp...eða...

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2007 kl. 21:44

14 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Getur verið Anna að þetta sé sami karlinn og þú hittir í vor, ertu alltaf að biðja menn á þessari breiddargráðu um eitthvað einkennilegt.

Ertu góð í tungumálum, eða getur þetta bara verið einn allsherjar misskilningur allt saman.

http://annaeinars.blog.is/blog/annaeinars/entry/268643/

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.10.2007 kl. 01:11

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þorsteinn !    Þetta er sko EKKI sami maðurinn.  Ég myndi aldrei biðja um neitt svona......

Anna Einarsdóttir, 8.10.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband