8.10.2007 | 15:44
Fóstureyðingar.
Nú ætla ég að hætta mér út á hála braut......
.
Það hefur verið töluverð umræða á blogginu um fóstureyðingar og mér sýnist að ansi margir séu hlynntir þeim. Þó hefur það ekki farið framhjá mörgum að einn aðili er mótfallinn fóstureyðingum, aðili sem hefur heldur öfgafullar skoðanir á málum, sem veldur því - að mínu mati - að betra er heima setið en af stað farið.
.
Þegar ég gekk með frumburðinn, var mér í tvígang boðið upp á fóstureyðingu þegar ég fór í mæðraskoðun ! Já.... tilboð frá ljósmæðrum til mín sem átti ekki mann á þeim tíma - en var fullfær, frísk kona á besta aldri og hafði alla burði til að sjá um barn. Ég hafnaði því að sjálfsögðu og á í dag fallegan tvítugan son fyrir vikið.
.
Mín skoðun er í grundvallaratriðum þessi:
Fóstureyðingu á aðeins að leyfa
... ef lífi móður eða heilsu er stefnt í hættu vegna meðgöngunnar.
... ef barn er barnshafandi.
... ef kona er barnshafandi eftir nauðgun.
... varðandi fæðingargalla á börnum, tel ég að meta eigi hvert tilvik... Þetta finnst mér kannski erfiðast að hafa skoðun á...... og viðurkenni bara vanmátt minn þar.
.
Ég veit dæmi þess að fóstureyðing hafi verið framkvæmd, vegna þess að hjón töldu sig ekki eiga næga peninga í banka ! Þau bjuggu samt saman og voru í góðri vinnu...
.
Mér finnst, að ef kona verður óvart barnshafandi og telur sig ekki tilbúna til að ala barnið upp, af einhverjum ástæðum...... þá beri henni samt að ganga með barnið... þetta eru jú ekki nema 9 mánuðir af ævinni..... og síðan getur hún þá gefið barnið fólki, sem langar í barn en getur ekki eignast það. Það eru því miður margir í þeim sporum.
.
Hvað eru 9 mánuðir af ævinni á móti því að gefa einstaklingi líf ?
.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:46 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér Anna. Fóstureyðingar eiga ekki að vera valmöguleiki.
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:55
Ég er sammála þessum pistli. Ég veit því miður um nokkur tilvik, þar sem konur hafa komist upp með að nota fóstureyðingar sem nokkurskonar getnaðarvörn.
Jónína Dúadóttir, 8.10.2007 kl. 16:07
PASS!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.10.2007 kl. 16:12
Sammála þér hér. En held að foreldrum ætti að standa til boða "fóstureyðing" ef alvarlegir fæðingargallar finnast hjá fóstri. En þau hafa þá líka valið að segja "NEI" vilji þau eigi að síður eignast barnið. Sumstaðar geta aðstæður verið mjög þröngar og erfiðar hjá fjölskyldum, og mikið álag að fá mikið veikt eða fatlað lítið barn inn í misstóra barnahópa. Vil að valið sé hjá foreldrum og fjölskyldu um þetta, því sumar fjölskyldur vilja gjarnan eiga litlu börnin og hafa getu til að annast vel um þau, þó eitthvað sé að.
Sigríður Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 16:13
Jebb Anna..... hál braut og mjög erfitt að mynda sér ákveðna skoðun á því þess vegna segi ég eins og Imba: PASS
Arnfinnur Bragason, 8.10.2007 kl. 17:01
Sigurbjörg: Segir Anna einhversstaðar að fóstureyðingar eigi ekki að vera valmöguleiki?
Annars er ég svona við það að segja pass. Fóstureyðing er aðgerð sem ég sem betur fer, hef ekki staðið frammi fyrir að þurfa að taka ákvörðun um. En ef einhver þarf að taka þá ákvörðun þá er það konan sjálf sem það gerir, ekki karlar í öllu sínu veldi og biblískar úrskurðarreglur í svona málum eru fáránlegar.
Ergó: Fóstureyðingar eiga að vera frjálsar og mér finnst ekki sanngjarnt að ætlast til þess að konum að þær gangi með börn og gefi þau, rétt eins og þær séu tilfinningalausar útungunarvélar.
Takk fyrir pistil
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 17:13
Ergó pergó: Það getur aldrei verið sanngjarnt gagnvart börnunum að eyða þeim, eins og þau séu tilfinningalausar verur.
Ég vil sjá þetta í víðara samhengi..... 9 mán. af lífi konu er minni fórn en heilt líf ófædds barns.
Anna Einarsdóttir, 8.10.2007 kl. 17:31
Ég lít svo á að sálin fæðist um leið og við drögum lífsandann. Tilfinningarnar vakna í kjölfarið.
Ég óska engri konu að ganga í gegn um fóstureyðingu. En ástæðurnar geta verið fleiri en þú og ég getum ímyndað okkur.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.10.2007 kl. 18:49
Sammála Önnu
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.10.2007 kl. 19:05
Ingibjörg vinkona mín. Ég er ósammála þér varðandi það, að sálin fæðist um leið og við drögum lífsandann og að tilfinningarnar vakni í kjölfarið. Það þykir sannað að tónlist hafi áhrif á barn í móðurkviði. Barn sem sparkar, getur tæplega verið sálarlaus vera. Verum samt sammála um að það er í lagi að vera ósammála.
Anna Einarsdóttir, 8.10.2007 kl. 19:10
Knock, knock, ég er ósammála en má ég vera memm samt? Spurði kjéddlingin aumingjalega?
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 20:49
Anna.... ég er ósammála..
Ég tel að fóstureyðing eigi að vera fyrst og fremst ákvörðun konunar.. Það er ekki í mínum verkahring né annarra karlmanna að skipta mér að því.... Það eru svo mörg dæmi um t.d að stelpur séu algjörlega ófærar mæður því þær eru á kafi í dópi og tel ég brínt að þær verði að taka ákvðrun um sitt líf sjálfar.. Ef kona getur ekki annast sjálfan sig .. hvernig getur það þá annars aðra.
Ég er þeirra lukku aðnjótandi að hafa átt virkilega góða móðir sem var mér til staðar í gegnum súrt og sætt....
Ég spyr ... er það ekki sjálfsagður réttur barna að eiga móður sem er hæf ?. ertu ekki sammála mér í því að móðurhlutverkið er eitt vanmetnasta hlutverk sem um getur ?
Brynjar Jóhannsson, 8.10.2007 kl. 21:05
Ég hef ekki staðið sjálf frammi fyrir svona ákvörðun en það hefur þó verið afar nærri mér, án þess að ég fari nánar út í það. Þá stóð ég til hlés og mun líklega gera það alltaf.
Ragnheiður , 8.10.2007 kl. 21:17
Jenný mín..... auðvitað vil ég vera meðððð.
Ég lýsi hér þeim skoðunum sem ég hef haft um þessi mál undanfarna tvo áratugi...... en ætlast ekki til að allir séu sammála mér. Öfgar eiga ekki upp á pallborðið hjá mér, né heldur dómharka. Mér finnst einfaldlega að réttur ófædds barns ætti að vera mjög sterkur en í dag er nánast happadrætti hvort börn fá að fæðast eða ekki.
Brynjar..... móðurhlutverkið er oft mjög vel metið... þegar börnin manns gefa manni hrós og falleg orð. Betri verðlaun er ekki hægt að fá fyrir starfið.
Smjúts á línuna.
Anna Einarsdóttir, 8.10.2007 kl. 21:57
Pass eða nei, ég er sammála Brynjari og Ingibjörgu
Fríða Eyland, 8.10.2007 kl. 22:05
Fóstureyðingar eru ótrúlega viðkvæmt mál. Ég vil að konan ráði 100% yfir eigin líkama hvað snertir meðgöngu. Ekkert forræði þar. Ég virði líka 100% skoðanir og vilja kvenna sem eru móti fóstureyðingum af hvaða rökum sem er, hvort sem þær eru trúarlegs eðlis eða tilfinningalegs. Konur verða alltaf að ráða þessu sjálfar.
Edda Agnarsdóttir, 8.10.2007 kl. 22:34
Kannast við fólk sem átti tvö fötluð börn og myndu hiklaust eignast annað þrátt fyrir að vita það fyrirfram að það yrði fatlað. Annars í meginatriðum sammála Önnu.
Gíslína Erlendsdóttir, 8.10.2007 kl. 22:53
Anna... þú mátt ekki gleyma einu... það er ekki nema á fyrsta stigi fæðingar sem fóstureyðing er leyfð.....
Brynjar Jóhannsson, 8.10.2007 kl. 22:59
Tilefni til fóstureyðinga verða að vera vel grunduð finnst mér. Ég óttast að þessi heimild, sé tekin af heldur mikilli léttúð í mörgum tilfellum. Stundum spurning um karríer eða vinnu eða eitthvað hégómlega veraldlegt og sjálfmiðað. Við vorum frumkvöðla á heimsvísu með að lögleiða fóstureyðingar og er það blendinn heiður.
Þess skal þó minnast að þegar þær voru bannaðar, þá voru þær framkvæmdar af kuklurum og grasakerlingum, sem endaði oftar en ekki með dauða unglinsstúlkna vegna blæðinga eða ígerðar. Það er altént snyrtilegra að gera þetta við kontróleraðar aðstæður af menntuðum læknum.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2007 kl. 03:15
Tel að það þurfi að endurskoða þetta ferli sem er í kringum fóstureyðingar. Veit um stúlku sem verð ófrísk en sá ekki fyrir sér að hún gæti farið að eiga barn og lét eyða því, minnsta mál. Eftir á að hyggja taldi hún þetta rangt val hjá sér, var svo heppin að geta orðið ófrísk aftur og eignaðist sitt barn ári eftir fóstureyðinguna....en það eru ekki allir svona heppnir.
Það þarf heldur ekki allt að vera "perfect" til þess að barn megi koma í heiminn, vissulega auðveldara en það sem barnið þarf fyrst og fremst er ást og umhyggja ekki stóra einbýlishúsið etc. Það er semsagt spurning um að taka ábyrgð á gjörðum sínum.
Magga (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 11:35
Finnst fóstureyðing alltaf eiga að vera val hvers og eins, þú segir að .þetta séu ekki nema 9 mánuðir og vollá getur manneskja bara gefið barnið ef hún treystir sér sjálf ekki til að sjá um það, sá sem segir slíkt hefur ekki þurft að horfa upp á barnið sitt alast annar staðar upp...sumir tala um þetta eins og þetta sé bara eins og að gefa frá sér föt af því einhver ólánsamur á ekki föt? Þetta er mikið meira mál en bara gefa barnið annað og þá sé maður sjálfur laus allra mála þetta er sorg sem maður þarf að lifa með alla ævi, söknuður líka...
Benna, 9.10.2007 kl. 15:02
Hvað ef um er að ræða óhæfa einstaklinga, s.s. vegna sjúkdóma eða fíknar. Hvað ef foreldrar vita að þau munu meiða barnið eða gera því mein. Þau vilja ekki gera barni slíkt. Hvað ef foreldri/ar eru haldnir barnagirnd eða ofbeldishneygð. Ef foreldrar telja sjálfan sig ekki nógu góða. Þetta eru kannski ekki hlutir sem fólk segir eða vill opinbera. En ef fólk telur sig ekki vera nógu góð til að eignast barn, getur þá ekki bara verið að það sé góð og gild ástæða sem engum ber að efast um, nema þeim sem við kemur.
Núna var frétt um lík barns sem fannst grafið í Danmörku. Vikugamalt. Hefði ekki auðveldað öllum þjáningarnar ef fóstureyðing hefði orðið fyrir valinu.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.10.2007 kl. 15:14
Hafa ekki allar sálir rétt á að fæðast í þennan heim hvernig svo sem þær eru??
Helga Björk (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 15:20
Well ef þér finnst það Helga, þá verðum við að stopa nota getnaðarvarnir líka. Veit ekki hvort það væri svo sniðugt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.10.2007 kl. 15:56
Ég spyr ykkur, Benna og Nanna:
Finnst ykkur í lagi að konur fái TILBOÐ um fóstureyðingu, eins og ég fékk í tvígang á sínum tíma ?
Finnst ykkur í lagi að eyða fóstri ef það er stelpa en ekki strákur ? (eins og gert er í Kína og hugsanlega á Íslandi líka).
Finnst ykkur í lagi að eyða fóstri ef foreldrarnir eiga minna en milljón í banka ?
Finnst ykkur í lagi að eyða fóstri ef foreldrarnir nenna ekki að eignast það ?
Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 16:06
HA? Anna afhverju spyrðu svona fáranlega? Auðvita ekki, enda kemur það ekkert málinu við hvort fóstureyðingar séu leyfðar eða ekki. það eru félagsfræðingar sem ræða við fólk og eiga að tryggja að fólk sé viss og sé ekki að nota fóstureyðingar sem getnaðarvörn. Hvort þau vinni sína vinnu eða ekki er annað mál.
Að einhver skuli hafa boðið þér fóstureyðingu í mæðraskoðun, finnst mér mjög skrítið, ætla að velja að það sé einsdæmi enda hef ég aldrei heyrt um slíkt áður. Það er auðvita siðlaust.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.10.2007 kl. 16:37
Mér var boðin fóstureyðing af tveimur ljósmæðrum... tvisvar semsagt. Ég VEIT um dæmi þess að konur fara í fóstureyðingu vegna þess að þær töldu sig ekki nógu "ríkar" þegar getnaður átti sér stað.... svo þessar spurningar mínar eru líklega ekki svo fáránlegar eftir allt. Punkturinn sem ég er að benda á er: "Hvar eru mörkin" ? Ég tel að mörkin séu lítil sem engin í dag....
Ég geri mér fulla grein fyrir því að málefnið er viðkvæmt.... og með það í huga, skulum við reyna að hafa skoðanaskipti í fullri vináttu hérna, þrátt fyrir ólíkar skoðanir.
Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 16:45
....... í fullri vinsemd, átti þetta að vera.
Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 16:47
Nanna það eru jú félagsfræðingar sem ræða við móðurina og eða foreldrana báða. En þeir taka engaákvörðun. það eru foreldrarnir eða a.m.k. móðirin. En hvort sem þér finnst Anna spyrja fáráðlega eða ekki þá eru þessar ákvarðanir of teknar eins og fólk sé að spá hvort það eigi að fá sér nýtt sófasett eða sleppa því.
Arnfinnur Bragason, 9.10.2007 kl. 16:52
Ég trúi að þetta séu undantekningar og þörfin fyrir að hafa val á þessu sé það mikil að ekki sé hægt að loka á hana.
Auðvita á að reyna allt annað fyrst, en stundum treysta foreldar sér einfaldlega ekki í þetta og sjá ekki fram á að geta boðið barninu það sem því finnst það eiga skilið. Þetta verður bara að vera val hvers og eins og fólk fá að vera í friði með sitt val.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.10.2007 kl. 16:54
Nanna....... "þörfin fyrir val" ?
Árið 2005 var sjötta hverju fóstri eytt.
Ef það á bara að fæða börn sem fá "allt sem þau eiga skilið"..... er þá ekki spurning að banna Vestfirðingum að eignast börn ? Ég veit að þetta er dálítið ýkt dæmi en ég er ennþá að spyrja: "Hvar á að setja mörkin" ?
Að mínu viti verða að vera mörk og það á ekki að nota fóstureyðingu sem getnaðarvörn...... við erum að tala um líf hérna.
PS..... Ég er þrjósk eins og spýta !
Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 17:08
Hvaða heimildir hefurðu fyrir því einhver noti fóstureyðingu sem getnaðarvörn?
Benna, 9.10.2007 kl. 17:20
Tölurnar tala sínu máli hvað það varðar, auk þess sem ég veit um dæmi þess.
Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 17:28
- varðandi fæðingargalla á börnum, tel ég að meta eigi hvert tilvik...
Ég veit það að hvert tilvik er ekki metið þegar fósturgallar koma í ljós. Konunni (foreldrum) er boðin fóstureyðing - án nokkurrar fræðslu um aðra möguleika. Þeim eru gerðir ljósir allir erfiðleikar og veikindi sem fylgt geta fatlaða barninu. Þeim er m.ö.o ýtt til þess að taka "rétta" ákvörðun (sem miðar að einsleitara samfélagi) ... er það eitthvað raunhæft val fyrir verðandi foreldra?
Svafa (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 17:29
Nú átti ég barn sjálf þegar ég var 16 ára, hafði val um að fara í fóstureyðingu og valdi það ekki. Ég sé auðvita ekki eitt augnablig eftir því vali. Ef stúlka/kona/par velur af einhverjum ástæðum að fara í fóstureyðingu þá finnst mér það bara ekkert koma mér við, ekki frekar en ég skipti mér að því hvort fólk noti getnaðarvarnir eða ekki.
Mér finnst kona sem hefur orðið fyrir nauðgun ekki eiga þurfa koma fram og upplýsa afhverju hún velur þessa leið.
Það er alveg pottþétt ekki auðvelt að fara í svona aðgerð, hvorki líkam-né andlega og ef kona velur þessa leið, tekur hún afleiðingunum sjálf. Hinum sem eru ekki í kring um þessa kona, kemur málið nákvæmlega ekkert við. Ástæðurnar eru margar og einstaklingsbundnar og það er eriftt að setja sig í spor einhvers þegar maður hefur ekki upplifað slík sjálfur. Það er alltaf létt að setja sig í dómarasætið og segja ég myndi ekki gera svona. Best er samt að fara varlega í það, því maður veit aldrei hvað kemur fyrir sig eða sína seinna í lífinu.
Ps, Veit ekki hvað vestfirðingar koma þessu máli við.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.10.2007 kl. 17:43
Finnst bara alltof margir fullyrða um það að fullt af konum noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn, hef aldrei séð neinar rannsókn sem bendir til þess það að einhverjar konur hafi farið 3-4 sinnum er ekkert sama sem merki að hún sé að nota það sem getnaðarvörn svo ég spyr aftur hefur þú einhverjar könnun eða rannsókn undir höndum sem benda til þess að margar noti þetta sem getnaðarvörn?
Benna, 9.10.2007 kl. 17:44
Nákvæmlega Nanna við getum ekki dæmt um það sem við höfum ekki sjálfar reynt...
Benna, 9.10.2007 kl. 17:46
Nanna og Benna !
Þið hafið aldrei kommentað á síðuna mína fyrr - og ég á dálítið erfitt með að skilja tilgang ykkar. Ætlið þið að fá mig til að skipta um skoðun ? Þið eruð búnar að koma ykkar sjónarmiði á framfæri.
Ef þið hefðuð lesið aðeins betur það sem ég skrifa, kemur fram að:
1. Dómharka á ekki upp á pallborðið hjá mér.
2. Mér finnst réttlætanlegt að kona sem hefur orðið fyrir nauðgun, eigi möguleika á fóstureyðingu.
3. Ég bað um umræður í vinsemd.
Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 17:55
Auðvita máttu hafa þínar skoðanir en aðrir verða að fá að velja fyrir sig.
Ástæðan fyrir að ég kommenta hér er að ég tók eftir umræðunni þinni á heitar samræður. Ég held það sé sárt fyrir konur sem hafa farið í slíkar aðgerðir að lesa svona. Þær eru búnar að þessu, ég vona að þær séu hamingjusamar og sáttar við sitt val. Ef ekki þá finnst mér óþarfi að auka á þeirra samvisku eða jafnvel búa til samviskubit sem var ekki fyrir áður. Það er gott og blessað ef þú velur ekki þessa leið, en að gagnrína aðra fyrir leið sem er fullkomlega lögleg finnst mér bara óþarfi og þess vegna kommenta ég hjá þér. Mér finnst ekkert vinsamlegt að tala um að kona hafi valið að eyða sínu eigin barni bara vegna sjálfselsku. Ég kýs að trúa því að þannig sé það bara í algjörum undantekningum.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.10.2007 kl. 18:04
Er alls ekki að reyna að breyta þínum skoðunum heldur eingöngu að koma mínum skoðunum á framfæri og kannski líka að biðja þig að rökstyðja þitt mál, var alls ekki að reyna að vera dónaleg sá bara þessa umræðu á forsíðu bloggsins og fannst ég þurfa að leggja mitt álit fram þar sem opið var fyrir athugasemdir...hef reynslu af því að fara í fóstureyðingu og sé ekjkert eftir því en það stingur mig alltaf þegar annað' fólk er að ákveða hvað sé rétt og hvað ekki rétt fyrir mig.
Benna, 9.10.2007 kl. 18:09
Komdu sæl, Anna mín,alltaf gaman að lesa bloggið þitt, þú hefur rétt til að hafa skoðun á fóstureyðingu og virða þær hér á þessari síðu, og fá aðra til að tjá sínar skoðanir, ég er nú ekki réttir maðurinn til að ræða um þetta, mér finnst að hver og einn verði að ráða því hvort hún eigi börnin eða ekki, ég trúi því ekki að þessar yndislegur Íslenskar konur, fari í fóstureyðingu svona í gamni??? því trúi ég ekki, maður veit aldrei hvað er á bakvið hvert og einn mál, ég treysti ykkur konum til að taka þá ákvörðun sjálfar. Ekki satt.??? Takk fyrir svar þinn,á blogginu mínu, Guðni Gýjar er mjög sár HA HA HA heheeh, en hvað ég skil þig. HA HA HA hehehehehhehehe
Jóhannes Guðnason, 9.10.2007 kl. 19:31
Við kommenti nr 35 vil ég segja þetta.
Nú er ég að ganga í gegnum það að það eru 1:38 líkur á því að fóstrið sem ég geng með er með downs heilkenni og öll þau fræðsla sem ég hef fengið frá Landspítalanum hefur verið mjög hlutlaus og hefur aldrei komið til tals að eina leiðin sé fóstureyðing ef eitthvað er að. Meira segja var farið út í umræðuna að ef niðurstaðan er þannig að fóstrið er með downs þá bíður mín miklu meiri fræðsla og viðtal við foreldra sem eiga barn með downs heilkenni og margt fleira til að láta mig taka upplýsta ákvörðun í stað ákvörðunar sem er ekki ígrunduð nægjanlega.
En almennt um þessa umræðu
Mér finnst fóstureyðing vera persónulegt mál og það er ekki okkar að dæma fólk sem velur þann kost. Það getur vel verið að utan frá sýnist eitt en annað er upp á teningnum þegar málin eru skoðuð nánar. Það er ekki skylda foreldra að réttlæta fyrir okkur hinum afhverju við förum í fóstureyðingu og oft er auðveldast að skýra hlutina á einfaldan hátt þegar flóknar forsendur eru fyrir hendi.
Við getum einfaldlega ekki sett okkur í spor foreldra sem taka þessa ákvörðun þegar við höfum ekki gengið í þau spor sjálf.
Mig minnir að fóstur fari ekki í kirkjubækur fyrr en meðgangan hefur verið í 24 vikur og má ekki gleyma því að þegar talað er um að fóstur sem t.d 12 vikna gamalt og sýnir viðbragð við stungum er það eingöngu að sýna taugaviðbrögð ekki tilfinningaviðbrögð.
Viðurkenni að þetta er mjög viðkvæmt mál og aðgát skal höfð í nærveru sálar
Sigrún Þöll, 9.10.2007 kl. 19:49
Mér finnst fólk vera ad rugla tveim hlutum saman hér ... annars vegar hverjir hafi ásættanlegar ástædur til ad velja fóstureydingu - ad þeirra mati - og hvort fóstureyding eigi rétt á sér.
Grundvallarspurningin er hvenær teljum vid ad fóstur sé manneskja ... því ad sjálfsögdu drepum vid ekki manneskju ... hvort sem hún verdur til vid naudgun eda hvort foreldrar vidkomandi búa vid bágar adstædur ad einhverju leiti.
Ef vid teljum ad fóstur sé manneskja frá frjóvgun ... þá á fóstureyding aldrei rétt á sér ... nema líf módur sé í hættu. Vegna þess ad þá er fóstureyding jafngild drápi.
Ef vid midum vid kirkjubækur eda lög ... þá verdur fóstur manneksja eftir 12-24 vikna medgöngu ... og þá á fóstureyding alltaf rétt á sér (sé hún framkvæmd innan tímamarka) ... þó foreldrar hafi enga lögmæta ástædu adra en ad vilja ekki eignast barn. Vegna þess ad fóstureyding er ekki jafngild drápi og ætti þar med ad vera frjálst val.
Smekkur manna á hvad eru gildar ástædur til ad fóstureyding sé þeim ad skapi ... er einungis þad ... þ.e. smekkur. Og vid getum ekki byggt lög á smekk fólks, þá getum vid allt eins sett lög um lit á húsþökum.
elfa (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 20:24
Gangi þér vel Sigrún Þöll. Áttu nokkuð systur sem heitir Rannveig ?
Þetta er góður punktur hjá þér Elfa..... sem skýrir líklega í megindráttum, hvers vegna fólk hefur svo ólíkar skoðanir á þessu máli. Mismunandi túlkun á hvenær líf kviknar.
Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 20:44
Takk fyrir kveðjuna, en nei ég á ekki systur sem heitir Rannveig :) (svo ég viti ;))
Sigrún Þöll, 9.10.2007 kl. 20:53
Það er oft sagt að dulin merking fóstureyðinga sé getnaðarvörn en ætti ekki að vera það. Fóstureyðing á að vera lang síðasta úrræði! En mér finnst líka að ef að manneskja telur sig ekki hafa fjárhagslega getu til að eignast barn þá er það á gráu svæði...
Bóel Guðmunds., 9.10.2007 kl. 22:41
Ég hef sem betur fer ekki þurft að taka svona ákvörðun sjálf en það fer alltaf voðalega öfugt ofan í mig þegar einhver úti í bæ ætlar sér að "leyfa" eða "leyfa ekki" hátterni sem er svona persónulegt. Þ.e. að hann (eða hún) láti það hljóma eins og hann/hún hafi eitthvað VALD, til að "leyfa" mér eða "ekki leyfa" mér eitthvað sem snýr að yfirráðum yfir mínum eigin líkama. Þetta fer svipað mikið í taugarnar á mér og þegar "við sem erum normal" erum að setja okkur á háan hest yfir samkynhneigðum og höldum að við séum þess umborin að "leyfa" þeim að gifta sig og eiga börn og yfirleitt bara að haga sínu lífi eins og allir aðrir hafa "leyfi" til að haga sínu lífi.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 10.10.2007 kl. 00:03
Anna ég skil þitt sjónarmið afskaplega vel. En þetta er svakalega flókið, margar hliðar á málunum. Það er eitt sem truflar mig alltaf og það er þetta tal um að ekki eigi að leyfa það að konur noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn. Ég er viss um að slíkt er til en ég er líka viss um að þar býr eitthvað að baki. Félagsleg vandamál t.d. Hver ætti að taka slíka konu og segja: hingað og ekki lengra? Nú færð þú ekki fleiri fóstureyðingar. ´
Og það að ætla að fæða barn og gefa það... það er ekki á allra færi að gera slíkt. Hvort sem okkur líkar betur eða verr að konur kjósi fóstureyðingu þá yrði vandamálið mikið stærra ef slíkt yrði bannað. Eins og Jón Steinar bendir á; konur myndu leita annarra leiða, og ekki heillvænlegra.
Jóna Á. Gísladóttir, 10.10.2007 kl. 00:08
Anna þú segir "Það getur aldrei verið sanngjarnt gagnvart börnunum að eyða þeim, eins og þau séu tilfinningalausar verur." En jafnframt telur þú það réttlætanlegt í vissum tilfellum, af hverju?
Hefur barn sem verður til við nauðgun ekki sama rétt og öll hin börnin? Eða ef 14 ára barn verður ólétt á þá ófædd fóstrið ekki jafn mikinn rétt á því að þroskast og verða að barni, eða eru þessi börn kannski "tilfinningalausar verur?"
Mín skoðun er sú að það sé konunnar VAL hvort hún sé tilbúin að ganga með og fæða lítinn einstakling inn í þennan heim. Auðvitað væri það bara gott mál ef konur væru tilbúnar að ganga með börnin og gefa þau. En ef allir myndu gera það myndi markaðurinn fyrir ættleidd börn ekki á endanum mettast?? Má gefa börn til ættleiðinga á Íslandi?
Lydia Sigurdardóttir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 09:37
Ég ætlaði í fóstureyðingu þegar að ég gekk með seinna barn mitt en sem betur fer lét ég ekki verða af því og á í dag heilbrigða 9 ára stúlku en ástæður mínar fyrir fóstureyðingu voru nú ekkert svo sérstakar en ég hitti allavega ráðgjafa á Landspítalanum og ég verð nú að segja að þetta var einum og auðvelt að fá samþykkji og mér var reyndar líka boðin ófrjósemisaðgerð en ég var ekki orðin 24 ára þegar þetta var,ég ætti kannski ekki að skifa um þetta hér en vildi bara koma því á framfæri að það er einum og auðvelt að fá samþykkji fyrir þessu en ég tek það fram að mér finnst ekki að það eigi að vera bannað að fá fóstureyðingu en að það þurfi að vera góðar ástæður fyrir því.
Katrín Ósk Adamsdóttir, 10.10.2007 kl. 09:38
Fyrst vil ég biðja þá sem kommenta hér að leggja mér ekki orð í munn og gera mér ekki upp hugsanir. Þótt ég segi mína skoðun, er ég ekki að taka mér neitt VALD eins og Jónína Sólborg ýjar að.
Í mínum huga verður líf til við getnað. Það skýrir afstöðu mína í þessu máli. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að margir telja líf kvikna síðar... og þar með skil ég þeirra afstöðu, sem hlýtur að verða allt önnur, gefi maður sér þær forsendur.
Ég tel mig ekki vera öfgafulla. Vil vernda líf sem hefur kviknað.... en það geta þó komið upp þær aðstæður að líf móður er í hættu og það tel ég ekki forsvaranlegt. Sama á við ef barn verður barnshafandi og ef kona verður fyrir nauðgun.
Takk annars fyrir fróðleg skoðanaskipti.
Anna Einarsdóttir, 10.10.2007 kl. 09:46
vá - loksins einhver sem hægt er að vera alveg SAMMÁLA um þetta erfiða málefni takk nafna!
halkatla, 11.10.2007 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.