Innanhúss-símanúmer með áhugaverðum endastaf.

 

Vinnufélagar mínir eru nánast eingöngu karlmenn.  Einn þeirra kom að máli við mig í dag.  Hann spurði hvort það hefði verið ég, sem sá til þess að í innanhúss-símkerfi fyrirtækisins er það einmitt mitt símanúmer sem endar á sex.

.

Já, ég hélt það nú.... Smile.... sagði að eftir langa og stranga umhugsun, hefði ég metið það svo, að ég væri sú eina innan fyrirtækisins sem gæti borið símanúmer sem endar á sex.

.

"Maður hugsar bara Anna og sex til að muna númerið" sagði hann og hélt að hann væri að snerta viðkvæma strengi hjá mér.

.

"Hvernig þætti þér að hugsa Jón og sex" spyr ég hann.  Grin

.

"Nei !  Það gengur ekki" segir hann, "ég fíla ekki stór brjóst".  Pouty

.

.

Með því að setja endastafinn sex hjá mér en ekki einhverjum karlmanninum, kom ég í veg fyrir stórslys innan fyrirtækisins...   Wink     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

HAhahahaahahhaha, það segir þú satt, en hvað heldur þú með ef ungar stúlkur fá meira súkkulaði heldur en þær kæra sig um?

Það er talað um að súkkulaði sé svo sexý.  Heldur þú að það skipti máli hvort það sé heitt eða kalt?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.10.2007 kl. 19:01

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Merkilegt að þú skulir nefna þetta Fríðust.  Ég var í þvílíkri veislu nýlega, þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði, vöfflur, ís og kökur.... og ég get svo svarið það.... sumir fengu miklu meira af heitu súkkulaði en þeir kærðu sig um.    Því var hreinlega dælt yfir okkur í lítravís.

Nú ætla ég að gera vísindalega tilraun á kynþokka fljótandi súkkulaðis.... köldu, volgu, heitu..... með rjóma, án rjóma.....  

Anna Einarsdóttir, 23.10.2007 kl. 19:29

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það verður eitthvað, og ekki nema sex ára aldursmunur. Hver veit?  Allavega sagði hún amma mín oft: Engin veit sína ævi fyrr en öll er

Og hvað vitum við þá, ég meina þegar við erum dauð og tröllum gefin.
 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.10.2007 kl. 20:03

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 24.10.2007 kl. 01:14

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já.... ef þú ert í samkeppni við menn sem nota D skálar! Þá var nú eins gott að menn sættust bara á þig

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2007 kl. 04:21

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Anna, þú ert tindilfætt og töfrandi,

tifar eins og klukka,

Alltaf glettin, góð og farandi

 glaðbeitt út að sukka.

Þú ert ábyggilega sú mestt sexýasta í þinni sýslu, kondu bara ekki hingað ef þú ætlar að vera í samkeppni, því mig vinnur þú auðvita aldrei, allavega ekki seinni partinn. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.10.2007 kl. 07:14

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

það á að vera emm´í kondu semsagt komdu, segir íslensku fræðingurinn,  Fríðust eldsnemma að morgni, búin að bera út og fara með morgunbænina.

Mig langar einhverntíma að tala við þig um Ödda 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.10.2007 kl. 07:15

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eins gott að vra rétt númeraður

Halldór Egill Guðnason, 24.10.2007 kl. 14:19

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvaða númer er ég? Tek undir allt sem hún Ingibjörg sagði síðast, meira segja þótt þú búir í sömu sýslu og ég!

Edda Agnarsdóttir, 24.10.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband