Vísnakvöld að hætti hússins.

 

Jæja..... smá vísnakvöld af því að það er ekkert merkilegt í sjónvarpinu.

Einu reglurnar eru þær að vísurnar séu innan siðsemismarka og rími a.m.k. stundum.

Stuðlar og höfuðstafir bannaðir í kvöld.  Wink    Mínusstig fyrir stuðul.

.

.

jon_sjalfur_forsida 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Setja skulum saman vísur
sýnum að við séum skvísur
kveðum alla menn í kútinn
svo taki þeir upp vasaklútinn

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Brattur

Karlar snúum bökum saman
í kvöld við skulum hafa gaman
látum ekki neinar skvísur
semja betri vísur (en við sko, ha)

Brattur, 26.10.2007 kl. 21:59

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Á stuðlareglu féll ég nú
hvað gerðist ....er ég kannski frú ?
Mínusstigið þungt í vöfum
er ég komin út af öfum ?

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Brattur

Nú er ég í feiknaformi
nenni ekki neinu dormi
í mér allir púkar hlakka
allt skal nú látið flakka

Brattur, 26.10.2007 kl. 22:02

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þegar ég verð gömul, verð ég kjéddling
ég finn það þegar komin verður felling
í eldhúsið þá fer ... fæ hellings velling
ég hugsa til þess   úff með hryllingi.

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 22:03

6 Smámynd: Brattur

Hér er mikið stuð og gaman
Stórskáldin að yrkja saman
Hvar er Halldór?... sá visnagúrú
er hann ekki örugglega komin heim, ha?

Brattur, 26.10.2007 kl. 22:05

7 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Anna viltu meiraBull að heyraEngan má setja dreyraAllir með að leira

Kristjana Bjarnadóttir, 26.10.2007 kl. 22:07

8 Smámynd: Ragnheiður

*hóst*

Ragnheiður , 26.10.2007 kl. 22:08

9 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

  • Anna viltu meira
  • Bull að heyra
  • Engan setja dreyra
  • Allir með að leira
Hjálp, mér tekst ekki að láta þetta skipta línum!

Kristjana Bjarnadóttir, 26.10.2007 kl. 22:08

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ragnheiður með hóstbrag
skyld´ún líka semja lag ?
það yrði vinsælt strax í dag
ekki spurning ! 

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 22:12

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bullið þigg með þökkum
auðvitað með jólapökkum
mundu eftir krökkunum
send´etta með tökkunum    (á tölvunni)

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 22:16

12 Smámynd: arnar valgeirsson

álfar, kálfar upp á hól

valhoppa með hnéskél

brotna og rekupp mikið gól

því það er komin haglél

arnar valgeirsson, 26.10.2007 kl. 22:16

13 Smámynd: Brattur

Bull er betra en gáfumannaraus
sagði afi minn og stóð á haus
en þetta var fyrir rosalega löngu síðan
þá var gott sumar og mikil blessuð blíðan (eiginlega allt sumarið)

Brattur, 26.10.2007 kl. 22:17

14 Smámynd: Hugarfluga

Er allt að verða vitlaust hér?

Hvað er í gangi, segið mér!

Ef til vill er ég örlítið frökk

er ég segi "ég á ekki níu systur og er ekki þeldökk". 

Hugarfluga, 26.10.2007 kl. 22:18

15 Smámynd: Brattur

Er einhver sem getur sagt mér
hvar hægt er að fá heimalagað smér
langt síðan ég hef svoleiðis smakkað
ekki síðan ég bakkaði yfir músina (forðum)

Brattur, 26.10.2007 kl. 22:20

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

                                   Ég á bókað far á morgun

                                   með Metróinu skakklappast 

                                   Kveðjur fara fram með sorgum 

                                    flugið sem að ekki brast      

Edda Agnarsdóttir, 26.10.2007 kl. 22:27

17 Smámynd: Brattur

Flugan frækna er ekki dökk
er hún kannski aðeins skökk?
En hún er skáld og feikna penni
og með bjart og mikið enni... (giska ég á... veit ekkert um það, reyndar)

Brattur, 26.10.2007 kl. 22:27

18 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

  • Ennþá eruð þið að bulla
  • Svona þetta er biluð rulla
  • Bjórnum bara yfir sulla
  • Leirinn nú er orðinn drulla

Kristjana Bjarnadóttir, 26.10.2007 kl. 22:31

19 Smámynd: Brattur

Edda, hvert er heitið för?
Er Metró ekki rör?
Ertu norður kannski að fara?
Nú er ég að giska, bara...

Brattur, 26.10.2007 kl. 22:33

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brattur keyrir yfir mýs
mér hugur núna hrýs
hann gerir allt fyrir smérið
fyrr má nú vera græðgin.

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 22:34

21 Smámynd: Brattur

Anna yfir músum grætur
marga daga og margar nætur
Hún teygir sig og er smá fött
Bratti finnst hún alltaf brött

Brattur, 26.10.2007 kl. 22:39

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Leirburður er listin stóra
það þarfnast opins huga
haldið áfram, ekki slóra
drífðu þig nú Hugarfluga  

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 22:39

23 Smámynd: Hugarfluga

Með viljann að vopni og lyklaborð

treð ég slóðir vitra manna (og kvenna). 

Hripa niður hugans orð

og hika aldrei. Ó nei, Anna.

Hugarfluga, 26.10.2007 kl. 22:45

24 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Álfarnir hans Arnars góla
þola ekki pínu él
kunna núna ekki að hjóla
hnéskeljarnar fóru í mél

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 22:49

25 Smámynd: Brattur

Ekki er ég kominn í gírinn enn
það sjá bæði konur og menn
kannski ég nái mér í kaldann einn
það ætti ekki að saka neinn (ha?)

Brattur, 26.10.2007 kl. 22:52

26 Smámynd: arnar valgeirsson

opinn hug og ekkert slór

leirburð heimtar meiri

anna - fær sér annan bjór

og svo miklu fleiri

arnar valgeirsson, 26.10.2007 kl. 22:53

27 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Að bulla vel er hægt þótt sleppið
bjór og öðru víni
ef þið bara að því keppið
að taka þátt í gríni

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 22:56

28 Smámynd: Hugarfluga

Einn bjór hér og einn bjór þar

bráðum fljúga trúnaðarorðin.

Förum frekar á næsta bar

og drekkum hvort annað undir borðin. 

Hugarfluga, 26.10.2007 kl. 22:57

29 Smámynd: Brattur

Ég er edrú eins og rauðmagi
og er alveg í góðu lagi
kaldur einn er bara ís
með súkkulaði og hrís

Brattur, 26.10.2007 kl. 22:59

30 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Áfram bara bullið þið

við skáldskapinn ég fæ ei frið

á stuðlum verður lengri bið

að gömlum góðum skáldasið

Kristjana Bjarnadóttir, 26.10.2007 kl. 23:00

31 identicon

       það rignir og RIGNIR og rignir og rignir                                                                                                                                                                                              RiGnI r og rigni OG rignir oG rignir og rignirogrignirog       rignirog      RIGNIR    :::::::::::::og R:I:G:N:I:R: og'''''''''''''og ri   gn   ir   ir ir ir ''''''''''''''''''';;;;;;;;;;;;;og rignir og rignir bara og rignir

aslaugben (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 23:07

32 Smámynd: Brattur

Hann sagði mér það hann Vignir
sem býr fyrir vestan
að þar rignir og rignir og rignir
svo allt í einu hvestan

Brattur, 26.10.2007 kl. 23:11

33 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það rignir eins og hellt úr fötu
dropar nokkuð lengi Áslaug
Gaman að sjá þig í minni götu (bloggi)
Bið að heilsa Sæmundi.   

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 23:12

34 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

nú skal ég bara hætta bulli

bjóradrykkju og öðru sulli

vísan góð og ígild gulli

sem gamall klár á harðalulli

Mínusstig á mig

margur heldur sig

þess heldur þig

því þá mig

Kristjana Bjarnadóttir, 26.10.2007 kl. 23:24

35 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er nú það og það er nú það
ég greiði hárið síða
Ó.... ég þarf að fara í bað
viljið þið bíða ?

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 23:26

36 Smámynd: Hugarfluga

Hann Vignir er kjáni og þannig er það

hann bullar víst meir'en hann mígur.

Það rignir víst þegar hann fer í bað

og lengd hand er söm og hann lýgur. 

Hugarfluga, 26.10.2007 kl. 23:30

37 Smámynd: Brattur

Ef að "rigna" héti að "vigna"
þá myndi vigna og vigna og vigna

og aldrei rigna....

Brattur, 26.10.2007 kl. 23:36

38 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Andinn blæs nú mér í brjóst

baga er að fæðast.

En svo er bara stuna og hóst

og ég er bara að mæðast

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2007 kl. 00:03

39 identicon

En ég veit að bak við ský     bíður blessuð sólin       og hún skína fer á ný    löngu fyrir jólin

aslaugben (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 00:11

40 identicon

Já sæl Anna ég er alltaf að lesa bloggið þitt og annara en ég er nú ekkert að blanda mér í umræðurnar enda tveggja putta manneskja á lyklaborðinu en ég skemmti mér vel!!

aslaugben (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 00:16

41 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er gott að heyra Áslaug að þú hefur gaman af.     Það eru orðin nokkur ár síðan við höfum sést.... hva.... líklega 30 ár eða eitthvað svoleiðis smálegt.  Kannski bætum við úr því einhvern daginn ?

Annars býð ég góða nóttina á línuna.

Anna Einarsdóttir, 27.10.2007 kl. 00:22

42 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tíu litlir negrastrákar...

nei annars, sleppum því

Mæti alltaf of seint

Halldór Egill Guðnason, 27.10.2007 kl. 00:32

43 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég af öllum öðrum ber 

í að yrkja vísur

sá færasti í heimi hér 

í að "hösla sætar skvísur 

æi fyrirgefðu þetta var í stuðlum og höfuðstöfum hnökt ég tapaði..

Brynjar Jóhannsson, 27.10.2007 kl. 10:02

44 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hugg hugg...... og nokkur PIFF.

Anna Einarsdóttir, 27.10.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband