14.11.2007 | 08:41
Gillí - kveðja.
Elsku Gillí mín.
Ég skrifa þér bréf, vegna þess að við ræddum um líf eftir dauðann, þú og ég, og vorum sammála um að svo hlyti að vera. Áttum samtal um sálina og ódauðleika hennar. Að hafa þá trú er hjálparmeðal í andstreymi og áföllum lífsins.
Mínar fyrstu minningar um þig voru þegar ég heyrði einhvern segja að þú borðaðir flugur þegar þú varst lítil. Það fannst mér, líklega sex ára gamalli, alveg stórmerkilegt og ég horfði á þig með andukt. Aðeins síðar á ævinni fékkstu gleraugu. Þau voru líka tilefni mikilla heilabrota og fannst okkur krökkunum þú verða ögn merkilegri en við, með þennan útbúnað. Ekki þekkti ég þig svo náið á þessum árum, enda þriggja ára aldursmunur og á meðan þú lékst þér við Þorbjörgu, lék ég við Rósu, Halldór og Þorgeir. Tíminn leið, við urðum eldri og áttum okkar líf á sitt hvorum staðnum.
Árið 2000 stofnuðu þú og Palli, Þorgeir og fleiri, Golfklúbb Guttorms tudda. Þar byrjuðum við að endurnýja kynnin Gillí mín. Við hittumst í keilu og billjard, badminton, félagsvist og á árshátíðum. Þarna naust þú þín vel enda varstu sérlega góð í hinum ýmsu íþróttagreinum og við hlógum oft að miklu keppnisskapi hvorrar annarrar. Þú lifðir mjög heilbrigðu lífi og það varst líka langoftast þú sem hampaðir Stássuhorninu, verðlaunum fyrir bestan samanlagðan árangur í íþróttum ársins innan Guttorms. Þú varst gjaldkeri og skipulagðir árshátíðir og varst ætíð hrókur alls fagnaðar. Það má segja að í Golfklúbbnum hafi notið sín flestir þínir bestu eiginleikar; dugnaður, kraftur, skipulagshæfileikar, leikni í hinum ýmsu íþróttagreinum, glaðlyndi og gott skopskyn. Þú varst næstum alltaf brosandi þínu fallega brosi.
.
.
Mest kynntumst við þetta síðasta ár Gillí, þegar þú leiddir mig inn í heim bloggsins. Á þeim vettvangi áttum við nánast dagleg samskipti. Gefandi, skemmtileg samskipti. Þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir á málum og að mínu mati heilbrigðar, varst fljúgandi góður penni og kímnigáfan skein í gegn. Þú skrifaðir um baráttu þína af þvílíku æðruleysi og svo heiðarlega, hreint og beint, að eftir var tekið. Þú varst gríðarleg baráttukona Gillí mín og fyrir það áttu aðdáun margra.
Ferðinni okkar til Barcelona í sumar, gleymi ég aldrei. Sú ferð verður staðsett með öðrum perlum í minningasjóði okkar samferðamannanna. Í minningasjóðnum á brúðkaupsdagur ykkar Palla líka heiðurssess, sem og kvöldið sem við sátum, þú og ég, og ræddum um lífið, tilveruna og dauðann. Nú kveð ég þig í bili Gillí mín, með miklum söknuði. Þú varst einstök í þessu lífi. Við hittumst svo síðar.
Stórt knús frá lítilli frænku.
.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta eru falleg orð til yndislegrar frænku.
Ragnheiður , 14.11.2007 kl. 17:12
Elsku Anna,
Ég bæði samgleðst og samhryggist. Þú skrifar fallega um fallega frænku, og ég veit það af eigin raun að það er fátt betra en að eiga góða að.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.11.2007 kl. 18:30
Einstaklega fallega skrifað hjá þér um yndislega konu. Mér vefst eiginlega tunga um tönn núna en hugsa þess meira. Vona að þið fáið styrk til að komast yfir erfiðasta hjallan á næstunni
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.11.2007 kl. 18:58
Mikið var þetta fallega skrifað, Anna. Það er ekki spurning að þið frænkur munið hittast síðar ... hvar og hvenær er í höndum æðri máttarvalda. Ég veit líka að hún fylgist með sínum og heyrir og sér. Talaðu bara við hana, því hún er nálæg, þó núna sé hún ekki sjáanlega. Risaknús til þín og þinna.
Hugarfluga, 14.11.2007 kl. 19:28
Ég samhryggist þér innilega - mikið eru þetta falleg orð um fallega sál - Guð veri með ykkur öllum...
Þórdís tinna, 14.11.2007 kl. 23:30
Vel gert Anna mín og innilegar samúðarkveðjur til þín.
Edda Agnarsdóttir, 15.11.2007 kl. 13:18
Falleg orð, fallegar myndir af fallegri konu.
Sjáumst síðar, Anna mín.
kv. Þorbjörg.
Þorbjörg (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 11:09
Fallegt blogg Anna. Ég komst ekki á jarðaförina en trúi því líka að það sé til "líf" eftir þetta "líf". Amk er örugglega til eitthvað rosalega merkilegt í sambandi við lífið og dauðann sem við vitum ekki um!! Eitthvað meira en bara efnafræði.
Þorsteinn Sverrisson, 16.11.2007 kl. 17:57
Fallegt blokk og myndir af henni Gillí, Kær kveðja Erna
Erna Bjarnadóttir, 17.11.2007 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.