Meiri útrás.

 

Sko barasta !   Bjarni Sæmundsson, æskuvinur minn, orðinn Bahama-meistari í skák.... og getur keppt fyrir Bahama á Ólympíuleikunum.  

Nú álykta ég;  þar sem Bjarni og Þorgeir og ég, unnum fyrirtækjakeppni í skák í hitteðfyrra í Borgarnesi, er þá ekki næsta skref að Þorgeir verði Kasakstan-meistari og ég verði Moldavíu-meistari..... og svo hittumst við öll á Ólympíuleikunum og teflum eins og við gerðum á Vegamótum í gamla daga ?  Færum semsagt Vegamót á alþjóðavettvang.  Woundering    Tja... kona spyr sig.


mbl.is Hvergerðingur Bahamameistari í skák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú ert auðvitað meiriháttar Anna mín, og þegar ég verð búin að rifja upp gamla takta frá því að amma var ung, þá verð ég nú verðugur andstæðingur þinn.

Hlakka samt til að fara í norskt Rommy, með bloggvinum mínum með tattoo. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.11.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvort ég sé jafngóð í norsku Rommý og í skák ?  Miklu betri !!!

Anna Einarsdóttir, 17.11.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Fríða Eyland

Nú ertu góð í rommý þú ert nú snillingur

Fríða Eyland, 17.11.2007 kl. 00:10

4 Smámynd: Brattur

... ertu virkilega svona góð í norsku Rommý, Anna... þú sem mátaðir mig á skákmótinu forðum... ég biðst þegar vægðar, eða þannig... reyndar er ég búinn að vera í æfingabúðum í norsku Rommý í nokkurn tíma... og aldrei að vita nema ég eigi sjéns... ég er í feikna formi...

Brattur, 17.11.2007 kl. 00:13

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Alveg hefur bloggið snúist í höndunum á mér.... var að blogga um stórkostlegan árangur Bjarna Sæm. í skák ..... og þið kommentið um mig og meinta hæfileika mína í rommý.   

Ég reyni að taka stjórnina aftur:  Til hamingju Bjarni... frábær árangur

Anna Einarsdóttir, 17.11.2007 kl. 00:25

6 Smámynd: Bjarni Sæmundsson

Takk fyrir það Anna. Fyrirsögnin hefði auðvitað átt að vera "Vegamótingur Bahamameistari í skák" :)

Annars held ég að þú ættir að velja annað land en Moldavíu með Viktor Bologan í fararbroddi skákmanna þar og sex stórmeistara :) Þorgeir myndi líka eiga í erfiðleikum í Kasakstan þar sem eru fyrir tólf stórmeistarar og meðal annars enginn annar en Evgeny Vladimirov:)

Bjarni Sæmundsson, 17.11.2007 kl. 01:46

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er satt hjá þér Bjarni, ég hef færst aðeins of mikið í fang og skipti því um skoðun.  Við Þorgeir getum skipt á milli okkar San Marino og Vatikaninu.    Maður hefur nú oft teflt við páfann og haft sigur.

Anna Einarsdóttir, 17.11.2007 kl. 11:56

8 identicon

Þú gerir páfann bara heimaskítsmát.  Það er ekki málið!

asben (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 12:11

9 Smámynd: arnar valgeirsson

Bjarni er orðinn vanur pressunni og stóðst álagið enda tekið þátt í stórmóti í Vin, þar sem skákfélag Vinjar er staðsett, hið stórmerka félag.... kom, sá og sigraði.

Væri enginn Bahamameistari án þess. En óska ykkur báðum til hamingju með stórskostlegan árangur í gegnum tíðina.

arnar valgeirsson, 17.11.2007 kl. 12:55

10 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Til hamingju!

Bjarndís Helena Mitchell, 18.11.2007 kl. 11:16

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

En gaman hjá þér Anna, til hamingju með æskuvininn! En forvitin  hér græn á ferðinni, er Bjarni Snæfellingur eða kannski en nær Miklhyltingur?

Edda Agnarsdóttir, 18.11.2007 kl. 11:23

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Nú væri gaman að vita, hvað sé í gangi í Borgarfirðinum

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.11.2007 kl. 11:25

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bjarni bjó í ein átta ár á Vegamótum þegar við vorum krakkar, Edda.

Ingibjörg.... í Borgarfirðinum er allt að gerast... ég er að segja þér það. 

Anna Einarsdóttir, 18.11.2007 kl. 12:37

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Gvuð, hvað ég er spennt. kveiki ljósin og bíð.

Hlakka til að heyra nánar frá því, meira svona í díteilum á ég við.  Þú manst meilið mitt.

Ljúfar kveðjur úr borginni, þar sem ekkert gerist, en gaman samt. 

Til hamingju með Bjarna!

Þú hlýtur að eiga stóran þátt í velgengni hans.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.11.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband