28.12.2007 | 16:35
Leyndarmálið afhjúpað með stæl.
.
Þegar bróðir minn og ég vorum um 6-7 ára aldurinn, var rökhugsun að byrja að myndast í kollinum á okkur. Á þeim tíma sváfum við í sama rúmi, hálftvíbreiðu. Herbergið okkar var á annarri hæð og ekkert opnanlegt fag á glugganum.
Eitt kvöldið, rétt fyrir jól, þegar við vorum komin í rúmið, fórum við að velta því fyrir okkur hvernig í ósköpunum jólasveinninn færi að því að gefa okkur í skóinn. Við fundum það út að jafnvel þótt hann hefði stiga, kæmist hann ekki inn um glugga sem ekki var hægt að opna.
Við ákváðum að upplýsa málið í eitt skipti fyrir öll. Bróðir minn sótti vasaljós og ég man vel spenninginn undir sænginni með vasaljósið, meðan við biðum eftir jólasveininum.
Við biðum lengi lengi. Loks heyrðum við fótatak í stiganum. Hjartað fór að hamast og spenningurinn varð nær óbærilegur. Þegar við heyrðum að sveinki var kominn inn í herbergið okkar, sviftum við af okkur sænginni og lýstum með vasaljósinu beint í andlitið.............
......... á mömmu.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég man þessa stund hjá mér, fóstri minn var sveinninn og við sistkynin sváfum í sama herbergi, ég varð svo reið yfir þessu að ég tók allt nammið sem hann setti í minn skó og setti í skóinn hjá bróður mínum og beið eftir því að mamma skammaði fóstra minn fyrir að gera upp á milli okkar. Heheheheheh
Jólakveðja
Kristín Snorradóttir, 28.12.2007 kl. 16:43
æj úpps, ég var nöppuð svona einusinni en náði að ljúga mig út úr því með að þykjast hafa verið að gá hvort sveinki væri kominn...hehehe rétt slapp en lá lengi undir grun..
Ragnheiður , 28.12.2007 kl. 16:46
He he, góð saga. En borðuðuð þið nammið samt?
Ólafur Þórðarson, 28.12.2007 kl. 17:16
Sko.... mömmu brá svo rosalega að hún brást illa við og hundskammaði okkur. Auðvitað borðuðum við nammið.... nema hvað.
Anna Einarsdóttir, 28.12.2007 kl. 17:31
Hvað var mamma þín að gera þarna? Sáuð þið þá aldrei jólasveininn??
Hugarfluga, 28.12.2007 kl. 19:04
Ég man líka eftir því, að pabbi var að laumast inn í herbergi hjá mér og bróður mínum, við sváfum í koju, hann í efri, og ég í neðri. Þegar pabbi var farinn, leiddi bróður minn mig í allan sannleikann og saðgi mér jafnframt að þeigja, því annars myndi pabbi hætta að gefa í skóinn. Við systkinin grjóthéldum kjafti framyfir fermingu.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.12.2007 kl. 19:54
Æ og Ó, ég á svipaða sögu að segja og get hlegið endalaust yfir þessu ... jólasveinninn kemur nefnilega aldrei fyrr en maður er sofnaður ... Í ALVÖRU ....
Maddý (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 20:23
Aldrei sáum við jólasveininn gefa okkur í skóinn en samkvæmt athugunum hlýtur hann að koma eftir miðnætti en fyrir klukkan sex á morgnana.
Við bróðir minn gerðum fleira af okkur á þessum tíma.
Einu sinni gátum við alls ekki beðið svona lengi eftir jólunum. Þá vöknuðum við klukkan 6 á aðfangadagsmorgunn og læddumst niður í stofu. Þar stóð til að kíkja bara rétt aðeins í einn, tvo pakka. Við hins vegar gleymdum okkur pínulítið því þetta var svo spennandi
og áður en yfir lauk, höfðum við kíkt í alla pakkana okkar. Við lokuðum hverjum pakka vel og vandlega aftur.... svo þetta komst ekki upp. En um kvöldið var bara alls ekki eins gaman og venjulega að opna pakkana. 
Anna Einarsdóttir, 28.12.2007 kl. 20:39
Góð saga Anna, ég trúi nú öllu upp á þig
en kíkti Þorgeir virkilega í pakkana ? Vonandi tekst mér að senda þetta frá mér því ég er oft búin að reyna að "commenta" á færslurnar þínar og ekkert gerst !!
Kveðja Þórdís
Þórdís (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:06
Þér tókst það Þórdís !!
Já, Þorgeir kíkti líka.... og ég var svo lítil þegar þetta gerðist að hann hlýtur að hafa átt hugmyndina.
Man það samt ekki í smáatriðum. 
Anna Einarsdóttir, 28.12.2007 kl. 21:09
BÍDDU NÚ VIÐ
er MAMMA ÞÍN JÓLASVEINNINN ? :::::: PIFF
Hvað eru þá þessir FEMINSTAR AÐ KVARTA ::::
Brynjar Jóhannsson, 28.12.2007 kl. 22:13
Hrikalega er þetta skemmtilegt - fleiri svona sögur takk!

Edda Agnarsdóttir, 28.12.2007 kl. 23:55
hehehe góð saga
Svanhildur Karlsdóttir, 29.12.2007 kl. 13:11
Lék jólasvein í 3 ár fyrir sveitarfélag nokkurt, var verulega hætt komin í síðasta skiptið. Krakka ormarnir (9-12 ára púkar) ruddust yfir þessi litlu sem vildu fá nammi úr hendi jólasveinsins, þannig að gleðin snerist upp í björgunarleiðangur.
Hefur aldeilist lifnað yfir mömmu þinni að vera gómuð af litlu púkunum sem áttu að vera sofandi englar.
Hefur þú sloppið sjálf, við að vera nöppuð Anna
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.12.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.