8.1.2008 | 21:29
Nýársnótt árið 1983.
Einu sinni var ég ung og vitlaus. Nú er ég bara ung.
Má maður viðurkenna syndir, sem framdar voru fyrir ALDARFJÓRÐUNGI ?
......
Ok, hugsa, hugsa..... hvað er það versta sem gerist ef ég játa nú ?
Þú missir prófið góða mín.
Gúlp !
.
Hvað gerir maður ekki fyrir bloggfrægðina ?
............................................................
Á mínum unglingsárum, tíðkaðist það að allir í sveitinni hittust í ótilgreindu félagsheimili um áramótin. Þar var hvorki hljómsveit né lögregla, heldur voru spilaðar vinylplötur og á milli platna sungu allir, hver með sínu nefi. Man ég til dæmis eftir að allir fóru í hring, áramót ein, undir morgun og sungu færeyskan Vikivaka. Þetta voru svakalega skemmtilegar samkomur. Allur gangur var svo á því hvar fólk endaði á nýársdagsmorgun og gat allt eins verið staldrað við í fjósi og teknar mjaltir með einhverjum bóndanum á heimleiðinni. Þetta var semsé ferð, algerlega laus við áætlaðan heimkomutíma. Aðeins ein regla gilti í þessum áramótaferðum: "Sá sem var minnst fullur, keyrði heim". Nú.... það kom því yfirleitt í minn hlut að keyra heim.
Ein af þessum heimferðum er mér sérstaklega eftirminnileg. Ég lagði af stað og fann reyndar að ég var dálítið vel við skál. Eftir nokkur hundruð metra akstur, hugsaði ég með mér: "Rosalega er ég full maður, ég er í vandræðum með að halda bílnum á veginum". Áfram keyrði ég, hallaði mér fram og vandaði mig ógurlega við að hitta á veginn. Það var ekki heiglum hent að hitta ! Bíllinn rásaði kantanna á milli og þegar ég beygði af afleggjaranum og út á þjóðveg, var ég næstum því búin að missa hann útaf. Úps.
Enn hélt ég áfram og vandaði mig sem aldrei fyrr. Bíllinn fór til hægri og síðan til vinstri og alltaf barðist ég við að halda honum á veginum.... en hálfflissaði innan í mér yfir því hvað ég væri drukkin.
Þegar við höfðum keyrt um 10 kílómetra, tautaði Þorgeir bróðir úr aftursætinu: "Anna, heldurðu að það geti verið sprungið hjá þér"? Ég stöðvaði bílinn, skrölti út og jú jú .... kolsprungið ! Bíllinn rásaði semsagt ekki svona mikið út af ofdrykkju minni, eins og ég hafði áður talið, heldur af því að það vantaði eitt dekkið.
Einu sinni var ég ung og reglulega vitlaus.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 343353
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ragnheiður , 8.1.2008 kl. 21:35
hehehe kannast við svona lýsingu síðan ég bjó í sveitinni
Svanhildur Karlsdóttir, 8.1.2008 kl. 21:49
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.1.2008 kl. 21:54
... bíllinn var sem sagt ekki minnst fullur... það er nokkuð ljóst...
Brattur, 8.1.2008 kl. 22:05
HAHAHAHAHAHHAHAHA
ÖKUKJÁNI
Brynjar Jóhannsson, 8.1.2008 kl. 23:06
Bjarndís Helena Mitchell, 9.1.2008 kl. 02:02
Ólafur fannberg, 9.1.2008 kl. 07:19
Ekta Borgarfjarðarsaga, minnir mig á reglulegar ferðir um sveitina til landa smökkunar, þá hlupu stundum heilu trén í veg fyrir bíla og vegir urðu bæði ósléttir og eða svona sveiflugjarnir.
Mikil landabruggs menning og samkeppni um gæði milli bænda, alger óþarfi að fara í vínsmökkun til útlanda á þeim tíma.
Oft gaman í Borgarfirði þá.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.1.2008 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.