Leitin að snillingunum....

 

Þessa smáþraut mun Einstein hafa samið á nítjándu öldinni og sagt að 98% fólks í heiminum gæti ekki leyst.  Ert þú ein/einn af þeim 2% sem geta þetta?

.

Staðreyndirnar eru:

- Það eru 5 hús í 5 mismunandi litum.

- Í hverju húsi býr einstaklingur af ólíku þjóðerni.

- Hver þessara 5 einstaklinga drekkur eina gerð af drykk, reykir eina gerð af tóbaki og á eitt gæludýr.

- Enginn þessara einstaklinga hefur sams konar gæludýr, reykir sömu gerð af tóbaki né drekkur sömu gerð af drykk.

.

Vísbendingar:

Bretinn býr í rauðu húsi.
Svíinn á hund.
Daninn drekkur te.
Græna húsið er vinstra megin við hvíta húsið.
Eigandi græna hússins drekkur kaffi.
Einstaklingurinn sem reykir Pall Mall á páfagauk.
Eigandi gula hússins reykir Dunhill.
Einstaklingurinn sem býr í húsinu fyrir miðju drekkur mjólk.
Norðmaðurinn býr í fyrsta húsinu.
Einstaklingurinn sem reykir Blend býr við hliðina á þeim sem á köttinn.
Maðurinn sem á hestinn býr við hlið þess sem reykir Dunhill.
Sá sem reykir Blue Master drekkur bjór.
Þjóðverjinn reykir Prince.
Norðmaðurinn býr við hliðina á bláa húsinu.
Sá sem reykir Blend á nágranna sem drekkur vatn.

.

Spurningin er:   HVER Á GULLFISK SEM GÆLUDÝR ?

.

..... Shocking......

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

 ég er rosa upptekin og má bara ekkert vera að því að pæla í þessu

Ragnheiður , 10.1.2008 kl. 00:18

2 identicon

Alveg er ég viss um að Einstein myndi hækka 2% uppí 92% núna þegar gúgglið er komið til sögunnar

Maddý (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 04:57

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég ætla hugsa smá og bíða eftir svarinu... það er mikið léttara þannig.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.1.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Anna veistu að þú hélst fyrir mér vöku í gærkvöld, ég ætlaði að geta þetta. Gafst upp og það ergir mig .

Tók ekki eftir því þá að það eru bara 2% sem geta þetta, held reyndar að það sé ágiskun hjá þeim .

 Skv. tölfræði eru 20% líkur á að maður giski á rétt svar án þess að reyna nokkuð á það sem gefið er upp .

Kristjana Bjarnadóttir, 10.1.2008 kl. 16:50

5 identicon

Arrrgh! þetta er rétt hjá Helenu.....

Ásdís (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 19:33

6 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Kom bara til að kvitta

Kristín Snorradóttir, 10.1.2008 kl. 20:23

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Helena snillingur !!  ..... vona ég.... hef ekki haft tíma til að leysa þetta sjálf. 

Treysti líka Ásdísi skólasystur minni til að dæma í málinu. 

Fyrirgefðu Kristjana   ...... og sofðu vel í nótt.

Anna Einarsdóttir, 10.1.2008 kl. 21:40

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst þetta vera orðið heilt þorp af húsum og hellingur af fólki  Ertu viss um að þetta hafi bara verið fimm af hverju?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2008 kl. 23:53

9 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ohhh ég ætlaði að vera svaka sniðugur og afsanna að þjóðverjinn væri með gullfiskinn. Ég giskaði á að Helena hefði giskað.

En auðvitað var það þjóðverjinn sem átti hann.

En svo þið getið borið ykkar lausnir saman við mínar þá raðast húsin upp frá vinstri til hægri þannig:

Gult hús, Norðmaður, Dunhill, Vatn og Köttur

Blátt hús, Dani, Blend, Te og Hestur.

Rautt hús, Breti, Pall mall, mjólk og Páfagaukur

Grænt hús, Þjóðverji, Prince, kaffi og >Gullfiskur<

Hvítt hús, Svíi, Blue Master, bjór og Hundur

Og eins komið hefur fram, það var þjóðverjinn sem átti Gullfiskinn

Júlíus Sigurþórsson, 11.1.2008 kl. 17:07

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það eru baaaaara snillingar að blogga. 

Takk fyrir þetta Júlíus.

Anna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 17:10

11 identicon

Jæja, ég játa að ég hvorki giskaði né réð gátuna sjálf. Ég bara manaði kærustu sonarins á heimilinu og hún manaði hann. Svo fór ég að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu á meðan þau réðu gátuna. Svona er að vera heiðarlegur.

Ásdís (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 19:49

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ekki segi ég nú að gaflarar séu vitlausir Helena.    En svo mikið veit ég að þú ert snillingur á ýmsum sviðum.... rúllar upp Einstein eins og ekkert sé, málar þvílíkar myndir og ferð á flug þess á milli. 

Takk Ásdís, fyrir að láta kærustuna láta soninn leysa gátuna....

Anna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 19:57

13 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég hefði frekar giskað á einhvern "Freud" sem hefði lagt þrautina fram og ástæðan fyrir að 98% gætu ekki leyst þrautina væri vegna þess að fólk hefði ekki sjálfstraust í að reyna....

Júlíus Sigurþórsson, 11.1.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 342840

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband