Ofhugsun.

.

Ég fór að hugsa.  FootinMouth

Sumir hafa fólk alveg í vasanum.

Hvar fást nógu stórir vasar ?

Ef einhver hefði mig í vasanum myndi ég reyna að hafa það reglulega gott.  Smile

Það eru til vasadiskó, vasaklútar, vasabækur og vaselín....

.

api.vasi

.

Bara skrambans vesen að það skuli vera til vasaþjófar.  GetLost    

Ætti ég nokkuð að hugsa svona mikið ?  Blush

---------------------------------------------------------

 

Eða eins og ungverskt máltæki segir;  "Ég hef ekki hugmynd en segi það satt".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

hehehe já ekki vildi ég vera í sama vasa og vasaklútur, ég skil ekki fólk sem vill vera með samankrumpaðan hor í vasanum

Ragnheiður , 28.3.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Brattur

... mamma mín sagði oft þegar einhver hafði gert henni greiða... "ég skal einhvern tíma pissa í vasann þinn þótt síðar verði".

Brattur, 28.3.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Áttuð þið ekkert klósett ?

Anna Einarsdóttir, 28.3.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mig langar bara að spyrja þig Anna eina spurningu... Eru þið ættingjar þú og Brattur?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.3.2008 kl. 22:32

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha

Nei Gunnar...... við erum ekki ættingjar.  En við erum rúmlega vinir. 

Anna Einarsdóttir, 28.3.2008 kl. 22:34

6 Smámynd: Brattur

jú, jú Anna... við áttum klósett en reyndar bara eitt... ekkert gestaklósett... en bíddu við, nú er ég að fatta þetta... hún hlýtur að hafa meint blómavasa...

Brattur, 28.3.2008 kl. 22:36

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahhaha hættu strax að hugsa stelpa! Það er óhollt

Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 22:53

8 Smámynd: Linda litla

Vá þú ert í vasahugsunum eru það ekki þröngar og dimmar hugsanir ?? Hættu nú að vasast við að hugsa góða mín og komdu þér bara í rúmið.

Góða nótt

Linda litla, 28.3.2008 kl. 23:39

9 Smámynd: Einar Indriðason

Það þarf að virkja þig!  Ég sit hér glottandi út í báðar áttir.... þvílíkar pælingar! :-)  Pissa í blómavasa!  Hvurslags!

Einar Indriðason, 29.3.2008 kl. 07:59

10 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

...já það leynist margt skemmtilegt í vösum....

Erna Bjarnadóttir, 29.3.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband