Kattarómyndin.

 

Á mínu æskuheimili voru alltaf kettir.  Oftast tvær læður en fjöldinn fór einu sinni upp í fimmtán kisur, þegar báðar læðurnar gutu á sama tíma, eftir að þær höfðu hitt sjarmör sveitarinnar á laun.

Í því goti kom einn kettlingurinn í heiminn, án rófu.  Hann var með sentimeters stubb aftan á sér og ég veit ekki hvað á helst að kalla svoleiðis.  Köttur með bút ?  Woundering

Ævi þessa kattar varð þó hin ævintýralegasta.  Hann var gefinn að hótel Búðum, eftir að ég hafði "presenterað" fyrir þeim hversu hagkvæmt væri að eiga rófulausan kött.  Á veturna, í vondum byljum, þegar hleypa þurfti kisa út að pissa, þá var hægt að loka hurðinni um leið og rassinn var kominn út..... þurfti ekkert að bíða eftir að skottið færi líka.  Whistling 

Á hótel Búðum var því í mörg ár rófulaus kisa, sem undi sér við leik og leik og lifði eins og drottning.

.

queenCrown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.2.2008 kl. 20:07

2 identicon

Sá mikli veiðiköttur og músadrápari hét Drusla, vissi ekki að hún hefði komið frá Holti. Varð mjög gömul ef ég man rétt og vinsæl hjá gestum, margir muna eftir henni.

Bryndís (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Alveg rétt Bryndís, ég man það núna.  Drusla hét hún, enda hálf drusluleg að aftan. 

Anna Einarsdóttir, 22.2.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: Turetta Stefanía Tuborg

Ég sá einmitt þennan kött ( Geri ekki ráð fyrir að það hafi verið fleiri rófulausir kettir á Búðum) Ég man bara að ég tékkaði á því hvort það væri nokkuð uxahalasúpa á matseðlinum   Svo reyndist ekki vera.

Turetta Stefanía Tuborg, 28.2.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband