4.3.2008 | 17:18
Ég á svakalega bágt.
Þetta blogg er búið að eyðileggja líf mitt.
Eftir að hafa séð dóma sem fallið hafa undanfarnar vikur í ýmsum málum, er engum blöðum um það að fletta, að ég á gríðarlega bágt.
Ég hef verið kölluð bæði rasisti og nasisti í kommentum á blogginu. Mér finnst að vísu töff að þessi orð ríma en málið er, að ef ég höfða mál, gerir þetta tvisvar sinnum 300 þúsund krónur, eða alls 600 þúsund krónur, í miskabætur fyrir mig, miðað við nýfallinn dóm í meiðyrðamáli á blogginu.
Til að sýna ykkur fram á alvarleika málsins, þá jafngildir þetta fjórum alvarlegum líkamsárásum á konu, með tilheyrandi spítalaferð í nokkra daga eða jafnvel vikur. Þetta er jafnslæmt og að vera fjórum sinnum barin í klessu á heimili sínu en hvert slíkt tilvik er metið á 150 þúsund krónur í miskabætur fyrir fórnarlambið. Fjórum sinnum 150 þúsund eru samtals 600 þúsund.
Í báðum tilvikum er svo skilorðsbundin fangelsisvist.
Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá hversu grátt ég hef verið leikin.
-----------------------------------------------------------------
En svona í alvöru..... finnst ykkur þessir dómar í lagi ?
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Don´t get me started
Ég verð alltaf svo reið þegar ég hugsa um þessa fáránlegu dóma sem ofbeldismálin fá
Greinilegt að það er metið alvarlegra að kalla einhvern ónefnum á bloggi en að berja annan sundur og saman að ég tali nú ekki um það andlega ofbeldi sem yfirleitt fylgir með svona sem "kaupbætir" þegar um heimilisofbeldi er að ræða. En það er náttúrulega miklu lítilvægara þar sem þar á í hlut sá eða sú sem hefur jafnvel heitið því að elska viðkomandi alla ævi. Sér er nú hver ástin
Dísa Dóra, 4.3.2008 kl. 17:46
Nei, þetta er sko EKKI í lagi! Líf og limir fólks er ótrúlega lítils virði í augum laganna eða dómstóla. Þessu verður að breyta og það hið snarasta.
Miklar umræður eru um dóminn t.d. hér og hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 17:49
Þetta er í raun það eina sem hægt er að segja um dómskerfið hérna á Íslandi. Það er til skammar og ekkert múður með það. Sannarlega er hægt að skammast sín endalaust fyrir kynbræður sína, stundum og suma! Mér finnst svo grátlegt stundum að geta ekki farið um tímann til að skakka leikinn og taka í taumana, en svona getur lífið verið ótrúlega mismunandi upp og niður..
Tiger, 4.3.2008 kl. 17:58
Skyldi þetta eitthvað hafa með séra Jón og Jónu hans Jóns?
bara spyr.
Kristjana Bjarnadóttir, 4.3.2008 kl. 18:52
Nei Anna, mér finnst þetta algjört rugl og hef rifist töluvert við bloggara um það. Finnst reyndar furðulegt hve mörgum finnst þessi meiðyrðadómur góður!!! Svona er mannskepnan stundum, hreyfist eins og loðnutorfa, allir í sömu átt og enginn veit hvert er verið að fara.
http://www.steinisv.blog.is/blog/steinisv/entry/457237/
Þorsteinn Sverrisson, 4.3.2008 kl. 19:23
Sé enga ástæðu til að skamma dómskerfið sem er bundið af lagarammanum frá Alþingi og má ekki fara útfyrir hann.
Fólk ruglar Íslensku réttarkerfi saman við Ameríska kerfið í sífellu og skammast út í dómskerfið.
Það eru þingmenn sem setja löginn, og eftir þeim starfa dómarar.
Skrifið þingmönnum ykkar bréf, en hættið að berja á varnarlausum dómurum sem geta ekki einu sinni varið sig.
Það er ljótt að sparka í barnið, ef maður er ósáttur við foreldrana.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.3.2008 kl. 19:35
Það virðist vera þannig, Þorsteinn Valur, að venjur og hefðir séu óbrjótanlegar í þessum málum. Dómarar hafa, held ég, nokkurn sveigjanleika í þessum málum en enginn þeirra þorir að dæma öðruvísi en áður hefur verið dæmt. Hverjum um er að kenna, skiptir þó ekki öllu máli. Það VERÐUR að finna leið til að leiðrétta þetta. Annars má búast við að ég fari út á markaðinn og kýli mann og annan því það kostar jú bara 150 þúsund kall og það er farið að fjúka í mig yfir því að barsmíðar á konum séu nánast ókeypis fyrir gerandann.
Anna Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:39
Hvenær dæmir maður mann?
Það er bæði gömul saga og ný, að veiðileyfið á konur er mun billegra en á lax og silung.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.3.2008 kl. 22:01
Finnst þessi dómar fyrir sálarmorð kvenna og barna oft nánast grín, og vill gjarnan sparka í rass á einum þingmanni eða svo, en ekki dómara greyi.
Þetta er eins og að skamma alltaf símadömuna ef maður er reiður út í Framkvæmdarstjórann og hans gerðir.
Alþingi verður að rýmka heimildir dómara og gera lagaramman þannig að dómurinn geti hæft glæpnum.
Ég sé að ég er í vondum málum því Anna notar ávarpið Þorsteinn Valur, konur gera þetta ef þær eru að hvessa sig.
Ef þú vilt berja mann og annan, Anna, þá er best að halda sig frá Borganesi og nágrenni.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.3.2008 kl. 22:28
Færslan er frábær og ég er 100% sammála athugasemd nr.7 Heyr heyr ANNA
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 22:30
Ef ég væri að hvessa mig við þig Þorsteinn, þá myndi ég segja;
Þorsteinn Valur Baldvinsson !
En ég sagði ekki Baldvinsson svo þér er óhætt að ferðast um Borgarnes og nágrenni.
Takk Gunnar Helgi.
Anna Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:38
Okei, man það næst.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.3.2008 kl. 22:45
Já.. þetta er ekki sniðugt ef skilaboð samfélagsins eru þau að ég megi berja konur en ekki tala illa um þær.
Brynjar Jóhannsson, 5.3.2008 kl. 03:34
nei ekki í lagi, er refsiramminn ekki rýmri en þetta? Ég held að svo hljóti að vera og þá er valdið hjá dómstólum að setja ný fordæmi.
Erna Bjarnadóttir, 5.3.2008 kl. 13:26
Gott hjá þér Anna að skrifa um þetta. Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef heyrt undanfarið.
Edda Agnarsdóttir, 5.3.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.