Álfar stjórna landinu.

 

Mér finnst stundum eins og fólk hagi sér alveg eins og álfar.

Fyrir kosningar gáfu allir flokkar fögur fyrirheit, um að flytja ætti ríkisstörf út á landsbyggðina.
Í gær voru þrjú störf hjá Fasteignamati ríkisins flutt til Reykjavíkur.  Eru menn orðnir öfugir ?
Á Egilsstöðum var lagt niður eitt starf og í Borgarnesi tvö störf.

Ég lýsi vanþóknun minni á fólki sem svíkur loforð. 

Kannski kýs ég bara Framsóknarflokkinn næst.  FootinMouth

.

1R1P-A1 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.3.2008 kl. 22:52

2 identicon

Fyrir nokkrum dögum sá ég álf,já ég sá Álf hann var við Seðlabankann og stóð þar sem hann væri steinrunninn,en svo hreyfðist hann,svo var mér sagt af álfadís sem var með mér að þessi krullótti Álfur væri að vinna í Seðlabankanum.

Númi (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fasteignamat ríkisins í Borgarnesi hefur verið starfandi hérna í u.þ.b. 20 ár og starfsfólkið hérna hafði ekki hugmynd um hvað stæði til, fyrr en klukkutíma fyrir fréttaflutning af málinu.

Ég er annars að bíða eftir kommenti á álfinn. 

Anna Einarsdóttir, 5.3.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Tiger

  Þú ert nú meiri álfurinn Anna...

Ég gruna nú að þú sért á leiðinni í Græna flokkinn frekar en Framsókn. Annars er það mikil framsókn hjá þér að klæðast grænni húfu, kannski hægt að sameina flokkana - Græn framsókn.

  Sem þessi kosningaloforð stjórnmálamannanna eru! Það er á tæru að svona loforð hafa alltaf verið mjög öfug og lítið að marka þau. Um leið og þeir hafa verið kosnir þá fara loforðin ofaní skúffu gullfiskaminnis þeirra, og við leyfum það og kjósum þá aftur og aftur... uzzz. Knús á þig stelpuskott.

Tiger, 6.3.2008 kl. 01:27

5 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Það er best að vera bara alltaf í stjórnarandstöðu, þetta eru allt sömu apakettirnir hvort sem er þegar á hólminn er komið

Ragnar Gunnarsson, 6.3.2008 kl. 01:38

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Álfurinn er helst til skuggalegur. Það er Framsóknarflokkurinn líka. Mæli alls ekki með honum! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 02:29

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Líkur þér þessi Álfur Anna, ansi dökkur samt.

En, Anna Einarsdóttir, Þó þú sért ósátt er óþarfi að nota svona skelfilegt orðbragð.

kjósa Framsóknarflokki, hef bara aldrei heyrt svona ljótar hótanir á þinni síðu fyrr.

Vertu nú góð og kjóstu frekar eitthvað annað, eða farðu bara sjálf í framboð, það væri best.

Anna Álfur á þing, sé þetta alveg fyrir mér á forsíðum allra fjölmiðla.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.3.2008 kl. 10:06

8 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Kvitta undir hjá síðasta ræðumanni....

Erna Bjarnadóttir, 6.3.2008 kl. 14:56

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Álfurinn óþekkjanlegur og drungalegur yfirlitum. Gæti tilheyrt Framsókn eða VG, hvorum sem er

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.3.2008 kl. 16:22

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég gæti aldrei verið þingmaður því ég kann ekki að segja ósatt.  Það sést langar leiðir ef ég reyni það, því ég missi augun í spíss  og gretti mig  og allan pakkann.   Ríkissjóður myndi því fara beint á hausinn þegar ég færi að efna öll kosningaloforðin. 

Svo biðst ég forláts á ógöfugmannlegu orðbragði mínu í gær.  Fyrr myndi ég kaupa mér kaffipakka en að kjósa Framsóknarflokkinn..... sem, nota bene, gaf mér tvo kaffipakka í eina skiptið sem ég kaus hann.   

Anna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 16:28

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

JÁ EN ANNA ??? álfar búa í hólum og Þá oftast úti á landi.

MYNDU ÁLFAR VILJA FLYTJA Í BORGINA ?

nefndu mér einn álf sem myndi gera það ? PIFFF.. þetta er svívirðing við álfa að halda slíku fram. ... Álfar eru festusamari en verstu verstu framsóknarsauðir hvað búfluttning varðar og þá er nú mikið sagt. 

ÞAÐ ER EKKI EINS OG ÞAÐ SÉ ÁLFFLUTTNINGUR TIL BORGARINNAR  

ÞETTA ER ORÐIÐ HÁPÓLITÍSKT ÁLFAMÁL 

ef álfar væru svona miklir flakkarar þá hefði Bubbi sungið.

TRÚIR ÞÚ ÁLFA SEM VILLAST Í STÓRBORG 

en ekki trúir þú á engla sem villast í stórborg. 

Brynjar Jóhannsson, 6.3.2008 kl. 19:20

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til að skerpa á þekkingu og tilfinningu fyrir álfum og huldufólki bendi ég á bók eftir Unni Jökulsdóttur sem kom út nú fyrir síðustu jól og heitir Hefurðu séð huldufólk? Þar kemur nú sitthvað fram og einna magnaðastur fannst mér kafli aftarlega í bókinni þar sem Unnur ræðir við konu á Egilsstöðum sem heitir Málfríður, líkast til á svipuðum aldri og ég. Stórmerkileg kona!

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 20:07

13 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Anna Einarsdóttir,skil ég rétt innslag þitt nr. 13.

Þáðir þú mútur upp á tvo kaffipakka og kaust Framsókn í staðinn.

Ef þetta er rétt, þá sé ég enga ástæðu til að senda þig ekki á þing, komin með reynslu í atkvæðakaupum og braski.

Var þetta kannski Braga kaffi, gróf malað í 500 gramma umbúðum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.3.2008 kl. 21:16

14 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Anna, hver er Álfurinn annars

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.3.2008 kl. 21:18

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

ÚFF!!! Anna, þetta er skelfileg hótun skilaðu þá frekar auðu

Huld S. Ringsted, 6.3.2008 kl. 21:49

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sko...... nú segi ég söguna af því þegar ég kaus Framsókn. 

Þetta gerðist fyrir mööööörgum árum.  Það kom til mín frambjóðandi og gaf mér kaffipakka, 250 grömm af Framsóknarkaffi.  Svo lofaði hann BARNASKATTKORTUM.    Ég var hrifin af þeirri hugmynd.  Kaus hann... en fékk aldrei annað en litla kaffipakkann...... bíðið við !!!  Þar til í síðustu kosningum.  Þá sá ég frambjóðanda frá Framsókn standa í búð og útdeila kaffipökkum.  Ég arkaði að honum, sagðist vilja fá einn kaffipakka því......  það væri betra að hafa kosið Framsókn einhvern tíma fyrir tvo pakka af kaffi, heldur en einn. 

Anna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:23

17 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sé að þú ert á uppleið úr þessu þunglyndinu sem hlýtur að hafa fylgt öllum Framsóknarhugsunum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.3.2008 kl. 08:50

18 identicon

Æ, æ, þetta þótti mér leiðinlegt að heyra með Fasteignamatið í Borgarnesi... Var að vinna í sama húsi og Fasteignamatið var til húsa og kannast því við starfsfólkið.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband