Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Flottur

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.3.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Heyrðu Þorsteinn Valur...... þú varst að tala um Íslendingabók í gær.  Get ég skoðað ættir annarra en sjálfrar mín þar ?

Anna Einarsdóttir, 8.3.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þú getur flett upp öðrum líka, en er alltaf að mig minnir, rakið til skyldleika við þig.

Getur til dæmis slegið inn nafn og kennitölu einhvers, og séð ættartengingu þína við viðkomandi.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.3.2008 kl. 22:55

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sko, með Íslendingabók er það einhvern vegin þannig að allir geta fengið aðgang að henni ef þeir biðja bara um hann. (fara á islendingabok.is). Síðan getur maður fengið meiri upplýsingar um þá sem maður er skyldur og þá sem fæddir eru fyrir 1600 eða eitthvað þannig minnir mig. Líka er hægt að rekja saman ættir allra sem maður kærir sig um og ýmislegt fleira. Það er samt nokkuð langt síðan ég skoðaði Íslendingabók síðast, en ég man lykilorðið mitt samt.

Sæmundur Bjarnason, 8.3.2008 kl. 23:24

5 Smámynd: Ragnheiður

Þessi hvutti er snilld...hann minnir mig á Kela sem er hálfur Boxer. Hann kjaftar mann í kaf.

Ragnheiður , 8.3.2008 kl. 23:33

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Í Íslendingabók er eingöngu hægt að skoða sínar eigin framættir aftur að 1703, ekki annarra. Persónuvernd setti þær reglur, að ég held. Þegar ég fletti upp Önnu Einarsdóttur koma svo margar upp, með og án millinafna, að ég yrði að vita ögn nánar um fæðingarár, helst nákvæman fæðingardag.

En þegar ég fletti upp Sæmundi Bjarnasyni kemur bara einn til greina, hinir eru látnir eða of ungir (sorrý Sæmi). Svo rek ég okkur saman og sé að sameiginlegur forfaðir og -móðir eru Snorri Árnason (1699-1774) og Matthildur Eyjólfsdóttir (f. 1695) - móðurætt Sæmundar og föðurætt mín. Snorri og Matthildur eru þau fyrstu sem eru utan persónuverndarmarka, því næsta kynslóð, systkinin Þóra og Árni Snorrabörn, eru fædd eftir 1703, eða 1735 og 1737. Ég get skoðað Þóru því hún er formóðir mín, en ekki Árna. Við Sæmundur erum skyld í 6. og 7. lið.

Þetta eru afleitar skorður sem gera áhugafólki um ættfræði verulega erfitt fyrir.

Var þetta skiljanlegt hjá mér?  

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 00:16

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Lára Hanna....... ég upplýsi hér með að fæðingardagur minn er 21.03.64 

Ó..... Íslendingabók er mikill viskubrunnur.  Ég gerði einhverja vitleysu og fékk svarið  "allir eru skyldir sjálfum sér" 

Svo fletti ég örfáum bloggvinum og er ekki skyld neinum ykkar svo ég fletti upp Rósu frænku og komst að því að við erum náskyldar. 

Anna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 01:38

8 Smámynd: Tiger

 Kitty 1Æi ég er nú meira fyrir ketti þó ég sé nú samt hrifin af t.d. íslenska hundinum og Lassý sko ... *flaut*.

Alltaf gaman að skoða í Íslendingabók, ótrúlegt hvað dettur þar upp sko.. góða nótt ljúfust og eigðu góðan sunnudag. 





Tiger, 9.3.2008 kl. 03:07

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mínar tíkur komu hlaupandi fram þegar myndbandið fór í gang. Hundurinn náði alla vega til þeirra

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.3.2008 kl. 12:19

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Anna, við eru náskyld,

Þú ert föðurdóttir og ég móðursonur, við erum nánast systkini.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.3.2008 kl. 13:01

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Guðrún Jóna.... tíkin hérna skildi ekki bofs.  Kannski af því að hún er blessunarlega laus við að heyra sírenuvæl í sínu lífi.  Held að hún hafi stimplað þennan bolabít sem vælukjóa dauðans.

Ættarmót, Þorsteinn Valur ? 

Anna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 343173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband