Smá mismæli.

 

Er þetta ekki týpískt !!  Ég er í bloggfríi og er náttúrulega með hausinn fullan af hlutum sem mig langar að segja frá.  Pouty   Köllum þetta bara útkall.

.

Áðan vorum við að skrifa niður minnislista,, hvað kaupa skuli í matinn fyrir páskana.

Ég þuldi upp..... hangikjöt, kartöflur, mjólk, grænar baunir, lambahrygg o.s.frv.

Síðan segi ég HVEITI.  Gott að eiga nóg af því ef við gerum pizzu og kleinubotn. 

.

KLEINUBOTN.  W00t  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe mynd af svoleis takk...jemundur minn, ég á alveg eftir að versla fyrir lokuðu krossfestingardagana...fínt hjá þér að eiga afmæli rétt á meðan ég negli mig á kross, ég hef þá eitthvað skemmtó að hugsa um á meðan...

Ragnheiður , 19.3.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Bloggfrí hvað ? Knús á þig Anna sæta  Child Basket 

Katrín Ósk Adamsdóttir, 19.3.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvað ætlar þú í langt bloggfrí?

Það má ekki, skamm.

Edda Agnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ah... ætlaði að gera vísu handa þér...finn ekkert sem rímar við kleinubotn

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2008 kl. 14:21

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ólafur: Anna er frábær bloggvinur... mæli með henni

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.3.2008 kl. 19:07

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:43

7 identicon

Kleinubotn, ó kleinubotn

ég komin er í frí.

Hveiti þarf og hveiti þarf

ég sammála er því.

ej.

edda (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 22:16

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef kyrjum við um kleinubotna
kannski rímar eitthvað þá ?
heilinn er í spað að brotna
og bólgin er mín stóratá. 

(Skýring:  ég hugsaði of mikið um hvað rímaði við kleinubotn)

Anna Einarsdóttir, 19.3.2008 kl. 23:26

9 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Gleðilega páska...Hlakka til þegar fullt fullt kemur eftir fríið þitt.

Kristín Snorradóttir, 20.3.2008 kl. 00:01

10 Smámynd: Tiger

 Perfecto Nýjar uppskriftir eru ætíð af hinu góða, aldrei að vita hvenær maður dettur inná nýjung sem maður getur fengið einkarétt á og farið í fjöldaframleiðslu.. Gleðilega Páska Anna.





Tiger, 20.3.2008 kl. 01:35

11 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilega páska og hafðu það gott

Brynja skordal, 20.3.2008 kl. 09:31

12 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Allt er í heiminum hver-fullt

í Hveragerði og kring

en klassískur kleinubotn

aldrei, nei aldrei grotn-

arrrrrr.

(gamall málsháttur úr Góu páskaeggi)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.3.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband