Afleiðingar þess að ég var bæði karlinn og konan á heimilinu um tíma.

 

Ég er búin að gera 5 skattaskýrslur í dag.  Happy  Bara ein skýrsla eftir. 

Svo komst ég að því að betri helmingurinn er betri en allt.  Hann þreif og skúraði meðan ég baukaði með pappírana.  Joyful   Það er baaaara frábært að verkin vinni sig svona sjálf meðan maður er að gera annað.   Brattur !  *SMJÚTS*  Kissing

Á eftir er svo fótbolti;  Man. United - Aston Villa.  Þá sest ég í stofu, opna einn bjór og horfi á Ronaldo, Rooney og Tevesz, vinna leikinn fyrir okkur.   Ég held með Man. United.  Wink

.

matt7

.

Dóttir mín sá mig um daginn, þar sem ég sat svona ein, eitt kvöldið og horfði á Man. United leik og þá sagði hún; 

"Mamma, þú ert eins og kall".    W00t

Já, á okkar heimili er fullkomið jafnrétti, án þess að það hafi nokkurn tíma verið rætt sérstaklega.

Ef ég bulla, þá er ég að fótboltabulla.  Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ehemm...tekur Brattur að sér námskeiðshald fyrir aðra kalla?

 Minn er að vísu með afsökun í dag, barinn í lummu um leið og hann vaknaði.

Ég er búin að gera margar skattskýrslur en ruslið er hér enn....hm.

Ragnheiður , 29.3.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

....það er bara til ein svona eins og þú............góða helgi

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.3.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Áfram Manchester United !!! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 17:06

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er að fatta það fyrst núna.... eru þið par, þú og Brattur?????

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.3.2008 kl. 17:20

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

2 - 0  í hálfleik.    Ég spái 4-1.

Ragnheiður:  Ég er alveg miður mín yfir þessum óverðskulduðu barsmíðum á Steinari.  Þú ættir að reyna að hlúa að honum í dag.

Fanney:  Sumir segja "sem betur fer". 

Lára Hanna:  Akkúrat.

Gunnar Helgi:  Já. 

Anna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 18:10

6 identicon

Þetta er meiriháttar áfall, eitthvert af mínum ættmennum heldur raunverulega með MANURE, nei, reyni aftur, nei, æ, æ ég get ekki skrifað það.

Egill (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:00

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hjúkk.  Nú var ég heppin.    Ég þuldi upp alla sem skoruðu í leiknum og spáði 4-1 ....... en hann fór 4-0.  Eins gott...... maður getur verið brenndur á báli fyrir minna. 

Egill.  Við þurfum að hafa fjölbreytni í ættinni. Ég er að vinna deildina maður.   

Anna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 19:15

8 Smámynd: Linda litla

Auðvitað unnu þeir, þeir eru bestir.

Linda litla, 29.3.2008 kl. 19:23

9 Smámynd: Brattur

Ragnheiður... ég er með námskeið fyrir kalla... sem heitir... "Hvernig á að hegða sér eins og maður heima hjá sér og hafa gaman af því"... á ég að skrá kallinn þinn?

Brattur, 29.3.2008 kl. 19:32

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Anna, góð!

Ég held líka með sama liði, en ég sest aldrei niður til að horfa á þá!

Edda Agnarsdóttir, 29.3.2008 kl. 20:35

11 Smámynd: Hugarfluga

Anna og Brattur; ég verð bara að segja hvað mér finnst frábært að þið hafið fundið hvort annað í gegnum þennan miðil. Þið eruð gott fólk og eigið allt það besta skiliið; i.e. hvort annað. 

Hugarfluga, 29.3.2008 kl. 21:29

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

ANNA!!!! Þú og Brattur hljótið að vera næst skemmtilegast par í heimi.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.3.2008 kl. 22:18

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ætli Egill haldi með Razzenal eins og Zteingrímur, bloggvenzli mitt...? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 22:22

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir Hugarfluga.  Já, við erum heppin.... aðallega hann. 

Gunnar !!!!  Ekkert smá fallegt komment.     Hvenær fæ ég að hitta konuna þína ? 

Anna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 22:39

15 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Næst þegar við erum á Íslandi og það er bloggmót....

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.3.2008 kl. 22:59

16 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Einu sinni var ég kallaður kelling og svei mér þá ef það hafði nokkur áhrif önnur en þau að mér fannst uppeldið bara "perfect".!á ormunum mínum.

Halldór Egill Guðnason, 29.3.2008 kl. 23:42

17 Smámynd: Ragnheiður

Brattur , skrá Steinar asap.

Ragnheiður , 30.3.2008 kl. 09:47

18 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Heyrðu, ég bara fylgist ekki með, vissi ekki að þú og Brattur væruð par! Til hamingju með hvort annað!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.3.2008 kl. 12:19

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir það, Guðný Anna. 

Anna Einarsdóttir, 30.3.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband