Hver hefur svar á reiðum höndum ?

 

Ef ég er spurð að einhverju, hef ég nánast aldrei svar á reiðum höndum. 
Það er nú algjör óþarfi að hugsa að ég sé svo vitlaus, þú þarna lesandi.  Hvaðeraððér ? Pouty

.

Hendurnar mínar eru bara undantekningalítið glaðar en ekki reiðar.  Smile

Þessi dama gæti haft svar við nánast öllu, á reiðum höndum:

.

1035_angry_woman_with_her_hands_in_fists_turning_green 

.

Í einu er ég virkilega ágæt.  Happy

Ég get látið hendur skipta.

Skipta á rúmunum, skipta fótboltamyndum og skipta um dekk.

Bara að nefna það og ég læt hendur skipta.  

.

Þið munið þetta, næst þegar þið lesið um handalögmál.  Wink

----------------------

p.s.  Gamlir og grónir lesendur mínir vita að einhver sauðurinn gerði stólpamistök þegar hann bjó til orðið "handklæði".

Handklæði eru auðvitað vettlingar.   Kjánar.  LoL

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Orðaspekúlant! hvenær kemur bókin út hjá ykkur Bratti ? Orsmíðar Bratts og önnu! Eða "Abnnbrattíska"?

Edda Agnarsdóttir, 2.4.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Einar Indriðason

Uuu.... fínir orðhenglar!  (Mætti ég hugsanlega eiga eins og einn punkt, í örsmíðum Bratts og Önnu?)

Einar Indriðason, 2.4.2008 kl. 18:23

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já Einar..... þú mátt bara eiga formálann eins og hann leggur sig. 

Edda.  Ekki veit ég hvenær bókin kemur út en hún á að heita: 

"Á Brattann að sækja..... eða á hann ekki að sækja neitt" ?

Anna Einarsdóttir, 2.4.2008 kl. 18:27

4 Smámynd: Einar Indriðason

Hvert ætlarðu að sækja Brattann?

Og takk fyrir formálann.... ég er strax byrjaður að sjá fyrir mér orð........

(ég sé ekki hvaða orð ennþá, en það hlýtur að koma....) 

Einar Indriðason, 2.4.2008 kl. 18:30

5 Smámynd: Brattur

... reiðar hendur, hendur sem skipta... hendur sem henda... hendur sem benda... hendur sem enda...

... kannski að bókin eigi að heita "Hafið þið séð BrattAnnA"... ???

Brattur, 2.4.2008 kl. 19:42

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ertu týndur Brattur ?

Anna Einarsdóttir, 2.4.2008 kl. 19:53

7 identicon

Eitt er víst að ef að þið leggið saman og gefið út bók þá fær hún met-sölu :-o)

ej

edda (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:00

8 Smámynd: Brattur

... hvenær er maður týndur og hvenær er maður tíndur... ég sá mig reyndar rétt áðan eitt örskotsaugnablik... en svo bara hvarf ég allt í einu aftur... en kannski var þetta ekki ég... kannski var þetta bara Indriði líki...

Brattur, 2.4.2008 kl. 20:12

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég get látið hendur skipta sköpum, en er ekkert að stæra mig að því eða blogga um það svona þannig lagað séð eða þannig...hvað er annars verið að ræða um hér....

Halldór Egill Guðnason, 3.4.2008 kl. 00:36

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

OK. Reiðum höndum..... nei nei, þær eru barasta í góðu skapi....

Halldór Egill Guðnason, 3.4.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband