10.4.2008 | 17:59
Draumurinn.
Mig dreymdi draum. Ég var að vinna og átti að fara með einhvern pakka inn í geymslu. Til þess að komast þangað, þurfti ég að ganga í gegnum herbergi. Í herberginu sátu Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðardóttir á fundi. Ég heilsaði og brosti til þeirra. Þær litu upp en heilsuðu ekki og héldu bara áfram fundi, eins og ég væri ekki þarna.
Nú spyr ég; Á ég að kjósa þær aftur, eftir svona framkomu ?
.
.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Draumur ? ég hefði kallað þetta martröð. Ég fékk svoleiðis um daginn, dreymdi 2 vinnufélaga. Mætti í vinnu daginn eftir og hundskammaði þá fyrir að elta mig heim. Þeir urðu smá asnalegir á svipinn.
Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 18:01
Ég myndi ekki kjósa þær í draumaheimi...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 18:02
Nei! Alls ekki. Svona framkoma er ólíðandi
Hrönn Sigurðardóttir, 10.4.2008 kl. 18:04
Nei ekki kjósa svona lið sem ekki heilsar þér
Dísa Dóra, 10.4.2008 kl. 21:44
Þetta er síðbúið samviskubit Anna
Þú ert að átta þig á mistökunum sem þú gerðir við síðustu kosningar
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.4.2008 kl. 22:29
Nú ætla ég að vera alvarleg. *fliss* *ræsk* Ok núna;
Mér finnst þessi ríkisstjórn ekki standast mínar væntingar. Reyndar finnst mér að þetta sé "ríkisstjórn hinnar miklu þagnar". Maður hefur sko ekki hugmynd um hvort þingmennirnir séu að vinna eða ekki. Samfylkingin verður að sýna eitthvað meira en ekkert til að ég kjósi þá aftur. Og Sjálfstæðisflokkinn kýs ég ekki óklikkuð. Hvað er þá eftir ? Jú, ég get alltaf kosið yfir mig kaffipakka með Bé-i ef um allt þrýtur.
Anna Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 22:41
kjóstu kommana og ekkert múður.
lifi byltingin
arnar valgeirsson, 10.4.2008 kl. 23:28
Þær læðast gjarnan mýsnar en gera engu að síður óskunda
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.4.2008 kl. 23:56
Ég tek undir með Þorsteini...... En Anna það er líka til VG
ej
ej (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 00:02
Ég er líka svona Anna...
Stundum...
Steingrímur Helgason, 11.4.2008 kl. 00:02
Ég kaus samfylkinguna í s.l kosningum. Leist ansi vel á Jóhönnu í félagsmálin varðandi hag okkar öryrkja. Hún sagði svo rígmontin frá einhverjum ægilegum kjarabótum okkur til handa. En þegar ég sá þetta á prenti, 4% hækkun 1.apríl og eftir það fæ ég 85 þúsund kall í vasann á mánuði, ákvað ég endanlega að kjósa þá aldrei aftur. Hef tekið þá meðvituðu ákvörðun að vera ávallt í stjórnarandstöðu hér eftir. Enda eru þetta allt sömu lúðulákarnir þegar á hólminn er komið
Ragnar Gunnarsson, 11.4.2008 kl. 01:30
Auðvitað áttu að kjósa þær aftur - það er ekki spurning! Ég skil bara ekkert í þér að vera að bögga þær svona í draumi - og alveg rétt af þeim að hundsa þig bara - boðflennan þín - þegar þær eru sannarlega að sýna þér að þær eru að vinna vinnuna sína - stíf fundarhöld eru sko ekkert grín þegar draumprúðar dömur eru í sífellu að poppa inn og út af fundum... þannig séð. Eigðu góða nótt Anna ...
Tiger, 11.4.2008 kl. 02:30
Nei ekki kjósa þær aftur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 10:04
no comment hafðu ljúfa helgi mín kæra
Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 11:50
Anna, þú ert ekki ein um þetta.
Við gerum miklar kröfur til þessara stjórnmálamanna (kvenna en konur eru líka menn). Væntingarnar voru miklar. Sá vandi sem við okkur blasir í dag er hins vegar að miklu leiti tilkomin vegna aðgerða/aðgerðaleysis fyrri ríkisstjórnar.
En......... ég vil sjá meiri breytingar og meiri drift en við höfum séð seinustu mánuði. Stjórnmálamenn þurfa aðhald. Við eigum að veita það. Hins vegar held ég að jákvætt aðhald sé mun heillavænlegra en upphrópanir um að allt sé ómögulegt.
Þolinmæði mín er ekki endalaus, hún er hins vegar ekki þrotin...................Höldum vöku okkar, minnum á okkur og tökum vel eftir því sem vel er gert. Það skiptir ekki síður máli. Laga og reglugerðabreytingar taka hins vegar tíma og þess vegna höfum við enn ekki séð miklar breytingar.
ég vil hins vegar sjá alvöru vinstri stjórn næst. VG komu í veg fyrir það í vor og ég er þeim enn súr fyrir það. Sjálfstæðisflokkinn tel ég ekki með og Framsóknarflokkurinn þarf lengra frí.
ég hef lokið máli mínu (í bili).
Kristjana Bjarnadóttir, 11.4.2008 kl. 13:06
Alveg er ég hjartanlega sammála þér Kristjana. Mætti halda að við hefðum verið saman í bekk ! Það er enn skammt liðið á kjörtímabilið og ég hef ákveðið að gefa Samfylkingunni 2 ár í viðbót til að sanna sig. En mér finnst klárlega að kjósendur eigi að kjósa flokka eftir frammistöðu þeirra en ekki samkvæmt gamalli hefð. Ég er líka með samsæriskenningu (búin að horfa of oft á Spaugstofuna); Það skyldi þó aldrei vera, að fjármálaráðherra fjársvelti Félagsmálaráðuneytið ?
Nei, nú er ég farin að hugsa of mikið. Farin að gera eitthvað viturlegt.
Anna Einarsdóttir, 11.4.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.