13.4.2008 | 13:29
Saxbauti.
.
Árið 1975 voru til 4 áleggstegundir í nærliggjandi verslun við átthaga mína;
Hangikjöt, rúllupylsa, spægipylsa og malakoff.
Það er dálítið merkilegt hvernig maður safnar upplýsingum í gagnabankann (heilann). Stundum man maður alls ekki eitthvað sem ætti að "munast". Svo getur maður vitað eitthvað sem gagnast engum.
Ég veit t.d. að Saxbauti í kvartdós kostaði heilar fjögurhundruð og eitthvað árið 1975 á meðan heildós af fiskibollum kostaði hundrað og eitthvað.
Nauðsynlegar upplýsingar ?
Aftur á móti hef ég ekki hugmynd um af hverju þeir hættu að framleiða Saxbauta.
Og hverjir voru ÞEIR ? Ora eða Kea ?
Svo man ég að skilagjald á gosflösku var 5 krónur. Til hvers man ég það ?
Eitthvert árið kostaði appelsínflaska 13 krónur innihaldið en 18 krónur með gleri.
Og við afgreiðslu sagði maður; "Ætlarðu að taka hana með þér eða drekka hana hér"?
Allar ofangreindar upphæðir eru í gömlum krónum.
.
.
Ef ég væri tölva, væri ég löngu úrelt.
.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
... en þræl skemmtileg.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.4.2008 kl. 13:43
Mér fannst saxbautinn ferlega góður..namm namm....en hann var óguðlega dýr !
Ragnheiður , 13.4.2008 kl. 14:00
saxbauti tilheyrði alltaf útilegum - óguðlega góður!
Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 14:44
Ég man eftir því þegar appelssín í gleri,lakkrísrör og lítið prinspóló kostaði 20 krónur.Hahahahahahaha.Saxbautinn var snilld
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:54
... en hvað kostaði Cream Soda og Vallas...hmm...??? vona að Saxbautinn komi aftur á markaðinn... væri gaman að skella honum í kastarólu og drekka svo maltöl með...
Brattur, 13.4.2008 kl. 17:13
Held að saxbautinn hafi verið frá KEA. og var bæði í1/4 og 1/1 ds. ef ég man rétt ásamt ýmsu öðru kjötmeti,og þetta var bara mjög gott.En talandi um PRINCE POLO þá er það svindl,það er ekkert líkt því sem það var áður. Og munið þið eftir gamla góða vanillukexinu?? Kveðja,, þið eruð öll soldið skemmtileg.Ein í felum.
sæa (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 17:19
Aldrei sá ég heildós af Saxbauta og líklega er skýringin sú að sveitafólkið hefði aldrei eytt svo miklu í Saxbautadós, á einu bretti.
Anna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 17:30
Cream Soda og Vallas?
Í hvaða sjoppu ólst Brattur upp?
Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 18:11
Já Hrönn. Brattur er óvenjulegt karldýr.
Anna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 18:44
... mér skilst að það hafa verið nautakjöt í þessum Saxbauta... ég heyrði í markaðsstjóra Norðlenska (sem framleiðir m.a. vörur undir KEA merkinu) og spurði af hverju þeir hefðu hætt að framleiða Saxbautann... hann sagði það hafa verið vegna lítillar eftirspurnar... síðasti maður sem spurði um Saxbautann hjá þeim hringdi árið 1999 í þá... sá er talinn sérlundaður í meira lagi... hann er að finna HÉR
Hrönn, ég verslaði mest hjá Randver Sæm. og í Mummabúð... en mjög sjaldan hjá Steina Hólm...
Brattur, 13.4.2008 kl. 18:52
Já ég sé af hverju hann er talinn sérlundaður.....
Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 22:01
Það sem vantar í þesssa umfjöllun um Saxbauta er að hann var í lauksósu Ég tók þátt í því að selja þessa munaðarvöru. Einnig var boðið uppá kjöt í karrý. Saxbauti og Vallash eða Saxbauti og Læm.
Snæddi Saxbauta fyrir líklega 4 árum drakk heimalagað rauðvín með.
Dásamlegt
Sérlundaður ? Neibb, fer bara í það far sem hentar hverju sinni
Gunnar Níelsson, 13.4.2008 kl. 22:14
Niðursoðnar sérlundir - fengust þær líka hjá KEA?
Hrönn Sigurðardóttir, 14.4.2008 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.