Ekki trúlofuð og ekki ólétt.

 

Ehhhhh........ ég var að segja alveg satt í gær, enda veit ég að það er ljótt að plata.  Blush  Ég er að fara í brúðkaupsferð eeeeeen  ........kannski gleymdi ég að segja að það er bróðir minn sem gengur upp að altarinu. 

Og eins skemmtilegt og það nú er, ætlar hann að kvænast tilvonandi mágkonu minni.  Happy 

Endalaust gaman að svona tilviljunum. 

.

stock-wedding1-300

.

Tilvonandi brúðhjón vilja semsagt fá félagsskap í ferðinni - og fannst vænlegt að bjóða okkur það hlutverk, þar sem afar líklegt er að við gerum einhvern skandal eða usla eða hvað þetta nú allt heitir. Pouty

 

 

 

 

Ég biðst afsökunar á óprúttinni stríðni minni.  Halo

.

PS.  Bæði vinnuveitandi minn og dóttir fengu fréttirnar á sama hátt; 
"Við erum að fara í brúðkaupsferð í maí"  og það kom skemmtilega löng þögn í kjölfarið.  LoL

.

Hamingjuóskunum mun ég skila samviskusamlega til réttra aðila.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ahahhahhahaha einhvern veginn datt mér í hug að hængur fylgdi rifi........ (nýtt orðatiltæki - í tilefni af ekkibrúðkaupi)

En til hamingju samt með bróður þinn og undarlega skemmtileg tilviljun að hann skuli ætla að kvænast tilvonandi mágkonu þinni......... 

Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Hugarfluga

Anna!!!!!

Hugarfluga, 23.4.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Anna Einarsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þarna tókst þér laglega að stríða fólkinu. Er ekki bara fyrsti apríl hjá þér út mánuðinn - að minnsta kosti! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Anna þó....... þú ert nú meiri kellingin.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:48

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ekki datt mér nú í hug að hann væri nú það 'Brattur' að leggja þig varanlega undir sig, viljandi.

Steingrímur Helgason, 24.4.2008 kl. 00:43

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Það verður ekki af þér skafið" Er að spá í að fá Bratt til að útskýra það orðatiltæki einhvern daginn. Hann er eitthvað svo dæmalaust lunkinn við það. Er ekki annars allt gott að frétta úr Borgarfirðinum, já eða nesinu?

Halldór Egill Guðnason, 24.4.2008 kl. 01:28

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

tilhamingju með brúðhjónin Anna, bæði bróður þinn og tilvonandi mágkonu. Megi þau eiga hamingjusamt hjónabönd og skemmtileg riflidi í framtíðinni.

Brynjar Jóhannsson, 24.4.2008 kl. 09:43

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með bróa!

Edda Agnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:51

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gleðilegt sumar

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.4.2008 kl. 13:37

11 Smámynd: Einar Indriðason

Ég held... að tilvonandi brúðhjón vilji frekar hafa ykkur nálægt sér, svona til að hafa auga með ykkur.  Frekar en sleppa ykkur lausum í einhverjum prakkaraskap, þar sem ekki er hægt að fylgjast með!

En hamingjuóskin stendur enn :-)

Einar Indriðason, 24.4.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband