25.4.2008 | 20:27
Axlar - Björn.
Fyrir þá sem ekki vita, er ég hreinræktaður Snæfellingur. Það er gjarnan sagt að Snæfellingar séu komnir af vondu fólki undan Jökli. Einna verstur ættfeðra minna var Axlar-Björn en hann myrti 18 manns, bara sisvona. Ekki veit ég nákvæmlega hvernig ég tengist honum en dettur þó helst í hug ............ .......... axlabönd.
Eftirfarandi er úrdráttur úr ævi Axlar-Bjarnar. Í fyrri hluta er skýrt frá því, er móðir hans var þunguð af honum. Síðari hluti fjallar um ódæði og örlög Bjössa frá Öxl.
.
"Eftir þetta varð kona Péturs með barni. Er þá sagt að henni setti fáleika mikinn með þeim hætti að henni fannst hún gæti ekki komist af nema hún bergði mannsblóði. Við þessa ílöngun átti hún lengi að berjast án þess nokkur vissi en loksins getur hún ekki leynt henni fyrir manni sínum.
Af því samfarir þeirra hjóna voru góðar og Pétur mátti ekkert móti henni láta sem hann gat veitt henni vökvaði hann sér blóð á fæti og lét hana bergja. Þegar þessi ílöngun var stillt barst konu þessari í drauma ýms óhæfa sem ekki er á orði hafandi og gat hún þess við vinnukonu sína að hún væri hrædd um að barn það sem hún gengi með mundi verða frábrugðið í ýmsu öðrum mönnum og gott ef það yrði ekki einhver óskapaskepna".
.
Axlar-Björn.
.
"Sagt hefur það verið að gestur einn norðlenskur gisti hjá Birni og var honum um kvöldið vísað til rúms frammi í skálahúsi í bænum. Þegar hann var lagstur fyrir varð honum ekki svefnsamt og fór ofan. Varð honum það þá fyrir að hann þreifaði undir rúmið og fann þar mann dauðan. Við það varð honum ákaflega bilt en tók þó það ráð að hann lagði hinn dauða upp í rúmið og breiddi rúmfötin yfir. En sjálfur lagðist hann undir rúmið þar sem dauði maðurinn lá áður.
Þegar eftir var þriðjungur nætur hér um bil komu þau Björn og kona hans í skálann. Hafði Björn öxi í hendi og lagði gegnum þann sem í rúminu lá því hann ætlaði að það væri gesturinn og skyldi hann ekki frá tíðindum segja.
Kona Bjarnar segir: "Því eru svo lítil eða engin fjörbrot hans?"
Björn svarar: "Í honum krimti, dæstur var hann en ósleitulega til lagt, kerling."
.
Líður nú nokkur tími.
.
"Síðan var Steinunn kona Bjarnar sótt og sett í varðhald á Stapa. Meðkenndi Björn þá fyrir lögmanni að hann hefði drepið og myrt átján menn alls og þeirra fyrstan fjósamanninn á Knerri. Væri hann dysjaður þar undir flórnum en hina seytján hefði hann fólgið í Ígultjörn og bundið steina við líkin og hefði konan sín verið í vitorði og aðbeiningu með sér.
Þau Björn og Steinunn voru bæði dæmd til dauða á Laugarbrekkuþingi 1596. Skyldi fyrst beinbrjóta Björn á öllum útlimum og síðan afhöfða en lífláti Steinunnar var frestað því hún var þunguð.
Ungur maður sem Ólafur hét og var náskyldur Birni var fenginn til að beinbrjóta hann og höggva. Voru leggirnir brotnir með trésleggju og haft lint undir svo kvölin yrði því meiri.
Björn varð karlmannlega við dauða sínum og pyntingum, viknaði hvorki né kveinkaði sér. Einu sinni meðan bein hans voru brotin sagði hann:
"Sjaldan brotnar vel bein á huldu, Ólafur frændi."
Þegar allir útlimir Bjarnar voru brotnir sagði kona hans við aðra þá sem við voru staddir:
"Heldur tekur nú að saxast á limina hans Björns míns."
Gegndi þá Björn til og sagði: "Einn er þó enn eftir og væri hann betur af," og var hann þá höggvinn.
Dys Bjarnar sést enn í dag hjá túninu á Laugarbrekku, á Laugarholti sem kallað er, þar sem kirkjuvegir skiptast frá Laugarbrekku að Hellnum og Stapa. Er dysin úr grjóti og orðin grasi vaxin að neðan og kölluð Axlar-Bjarnardys".
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góð mynd af frænda þínum - tókst þú hana?
Hrönn Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 21:05
Já Hrönn, reyndar tók ég hana............
......... af annarri bloggsíðu.
Anna Einarsdóttir, 25.4.2008 kl. 21:24
Bloggar Axlar Björn?
Einn sem ég þekki. Kennir Axlar Birni um allt sem aflaga fer í hans lífi. Allt frá því að öxull brotni undan bílnum hans og upp í að hann læsi sig úti. Þá dæsir minn maður og segir: Já þetta er Axlar Björn...........
Þægilegt að hafa svona Björn Er að spá í að koma mér upp svona eins og einum.
Hrönn Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 21:34
Ég á einn Björn, hann hefur nú hingað til verið til friðs enda ekki Snæfellingur Ég hef hinsvegar meiri áhyggjur af Snæfellingi þeim sem ég hef hingað til sofið grunlaus hjá.... Hann er kannski Axlar-Bjarnar afkomandi líka og stórvarasamur fír ?
Ragnheiður , 25.4.2008 kl. 21:59
Margt skeði hjá vondu fólki undir jökli. Á sjálf ættir að rekja þangað
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.4.2008 kl. 23:51
hva... eru allir komnir af glæpaliði hér?
En hann var töffari hann axlar björn, vantar ekki. bara svolítið vondur.
arnar valgeirsson, 26.4.2008 kl. 00:38
Jæja, manni bara boðið í kaffi og ekkert gefið upp um ættarupprunann! Ef við eigum að drekka saman kaffi í Borgarfirði, verður það í Hyrnunni eða Hótel Borgarnesi! Allavegana svona fyrst í stað.
Halldór Egill Guðnason, 26.4.2008 kl. 02:40
Var hann ekki bara með verk? Það er nú hægt að verða asskoti viðskotaillur með hausverk og ekkert magnyl!!
Hrönn Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.