Tískuþáttur.

 

Tíska er orð sem ég hef ekki lagt nokkurn skilning í,  só far.

Og stakur sokkur er staðreynd.

Þvottavélin á heimilinu þarf auðvitað næringu.  Hún þarf þvottaduft, mýkingarefni og sokk. 

Það kemur alltaf stakur sokkur út úr henni og svo er ló í sigtinu.  Það þarf engan snilling til að sjá að ló er sokkur sem hefur farið í gegnum meltingarfæri þvottavélar.

Undanfarið hefur ekki farið framhjá mér að dætur mínar ganga dag eftir dag í ósamstæðum sokkum.  Fjólublár sokkur á hægri fæti og bleikur á þeim vinstri.  Og það þykir flott !

Þvílík eðaltíska.  InLove

.

lmm1 

.

Nú er aldeilis öldin önnur heldur en hún var á síðustu öld.

Ég er orðin tískufrík.  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.5.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

TÍSKA.. er sama og vinsældir og vinsældir eru sama og popp og popp er sama og mais..

Þannig að þú ert í raunverlega maisfrík

Brynjar Jóhannsson, 3.5.2008 kl. 13:36

3 identicon

Það er ekki nóg með að bæði dóttir mín og tengadóttir gangi í ósamstæðum sokkum heldur er skúffan mín full af stökum sokkum. Við höfum ákveðið að halda skiptimarkað í vor og auglýsa svo eftir háskólastúdentum sem vilja taka að sér þetta rannsóknaverkefni:)

Ásdís (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 16:52

4 identicon

Borgfirðingar hafa verið svo ,,frumlegir" þeir hafa haldið spes sokkamarkað þar sem fólki gefst færi á að koma með stöku sokkana sína og reynt að pússla saman..... spurning hvort þessi markaður verði í sumar....

Þeir kunnaða þessar elskur......

p.s. Er búin að koma oft í huganum í kaffið til þín!

kv.

Helga.

Helga Björk (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 20:22

5 Smámynd: Gríman

Ég ætla að innleiða þessa tísku í Hafnarfjörðinn hið snarasta

Gríman, 3.5.2008 kl. 20:38

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Eru þetta ekki sokkar af Single´s barnum.. búnir að fá sér í tána og týna þeim sem þeir komu með?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.5.2008 kl. 21:57

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skrýtið. það hefur aldrei týnst sokkur hjá mér nema þegar ég hef búið með konu.

Brjánn Guðjónsson, 3.5.2008 kl. 22:32

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Helga Björk.  Hér hefur verið hellt upp á fullt af kaffikönnum í huganum. 

Brjánn.  Þegar þú hefur hætt að búa með konu og hún flytur út, tekur hún þá alveg nákvæmlega HELMINGINN af öllu ?   Þar með talið annan sokkinn úr hverju pari. 

Æ, mér datt´etta svona í hug.

Anna Einarsdóttir, 3.5.2008 kl. 23:05

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Heyr á endemi! Notið þá í handbrúður þess á milli - frábær leið til að komast út úr fýluköstunum í eiginlegri og óeiginlegri merkingu!

Edda Agnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 09:30

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Vá, hvað það er langt síðan ég var hér í bloggheimum... ég er allvega búinn að lesa frá topp niður hingað.

Æðislegt að skoða þessar gömlu myndir.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband