4.5.2008 | 22:13
Vindmylla föður míns.
Faðir minn heitinn, hafði mikið hugvit. Hann var bifvélavirki í sveit og það komu tímar, þar sem hann þurfti að finna sér verkefni. Oft sátum við saman við eldhúsborðið og hugsuðum hvað hann gæti gert til að afla tekna yfir háveturinn, þegar lítið var að gera á verkstæðinu. Meðal þess sem hann bjó til í hjáverkum voru dráttarkúlur, snúrustaurar, blómastandar, garðhlið og garðslöngur.
Fyrir um 30 árum datt honum í hug að smíða sér vindrafstöð. Rafmagn var dýrt á þessum árum og verkstæðið notaði mikið rafmagn. Næstu 10 árin, eyddi hann stórum hluta frítíma síns í að byggja vindmylluna. Jarðhýsi byggði hann utan um rafalinn. Blöðin á vindmyllunni voru mjög stór. Ef ég hef skilið rétt er öxull látinn snúa rafal sem getur framleitt rafmagn. Vindmyllan hans pabba gat framleitt 12kW. Vindmyllan var tilbúin, að mig minnir, árið 1988.
.
.
.
Vegna óstöðugleika í veðri, hafa vindmyllur yfirleitt hemlunarbúnað til að blöðin snúist ekki of hratt. Slíkur búnaður var á þessari vindmyllu. Ég sá föður minn nokkrum sinnum hlaupa upp mastrið til að stöðva vindmylluna ef þess þurfti. Afar misvindasamt er á þessum æskuslóðum mínum. Áttir geta breyst á örskotsstundu. Það gerðist einn daginn með þeim afleiðingum að vindmyllan fór að snúast öfugt, náðist ekki að stöðva hana og spaðarnir fóru af.
Pabbi fékk nýja spaða en þegar þeir fóru af í annað sinn, alllöngu síðar, gafst hann upp. Áratugs vinna farin í súginn. Draumurinn búinn. Hann var hnípinn þann daginn.
Í dag getur pabbi vonandi kíkt niður af himnum á dóttur sem er ennþá stolt af honum fyrir eljuna og hugvitið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Falleg færsla, ég man eftir vindmyllunni
Hann var mikill pælari hann pabbi þinn. En segðu mér, hvaða barn er á myndinni?
Kristjana Bjarnadóttir, 4.5.2008 kl. 22:17
Frumburðurinn, sonur minn, er á myndinni. Myndin er tekin árið 1988.
Anna Einarsdóttir, 4.5.2008 kl. 22:20
Þeir eru góðir, svona pabbar..
Hrönn Sigurðardóttir, 4.5.2008 kl. 22:33
Falleg og frábær saga og svo talandi fyrir þessa kynslóð, sem kunni að bjarga sér í hverju sem var. Hann hefur sannarlega verið á undan sinni samtíð hann pabbi þinn. Það er akkúrat á svona fullhugum, sem við þurfum á að halda í dag.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.5.2008 kl. 22:41
Mér er bæði faðir þinn og smíði vindmyllunnar minnistæð. Þær voru djúpar pælingarnar sem lagst var í og eitthvað lagði ég í þetta með upplýsingasöfnun frá útlandinu. Líklega gagnaðist það ekki neitt. Fjármagnið ekki mikið en því meiri elja og hugvit. Oft átti maður erindi til Einars í Holti með sprungið dekk, brotið púströr eða annað álíka eftir þrælaferðir á vondum vegum Snæfellsnessins. Um hann pabba þinn geymi ég góðu minningarnar. Hinu er ég búinn að gleyma.
Sveinn Ingi Lýðsson, 4.5.2008 kl. 22:43
Er mastrið og vindrafstöðin enn uppistandandi, gaman að varðveita svona hluti sem part af sögunni.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.5.2008 kl. 23:29
Faðir þinn hefur verið framsýnn maður og á undan sinni samtíð. Hugvitið mikið.
Auðvitað er hann stoltur af sinni dóttur, hvernig má annað vera?
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 23:52
fíla svona grúskara. takk fyrir söguna
Brjánn Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 06:27
Sakni sakn... til ykkar...
Hver mundi ekki vera stoltur af þér eða að eiga þig að.... Þú ert yndisleg!
Væri til í að fá þessa mynd uppá vegg hjá okkur.. hann er svo sætur á henni...
:D:D:D Hlakkar til að sjá ykkur :D:D:D
Kristín Sif .
Kristín (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 10:38
Mikill hugvitsmaður...karl faðir þinn....... ég og Bóndinn erum mikið að spá í svona vindmyllu..... ég er allveg sannfærð að við getum framleitt nægilegt rafmagn í sveitinni.... allavega svona til heimabrúks........ erum í sambandi við frændur vora í Danaveldi.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 5.5.2008 kl. 14:21
Æ þetta er falleg færsla hjá þér Anna mín,greinilega góðar minningar um góðan föður Sætur guttinn þinn á myndinni
Katrín Ósk Adamsdóttir, 5.5.2008 kl. 20:47
Takk öll fyrir.
Þorsteinn Valur. Nei, því miður stendur mastrið ekki uppi ennþá. Nýjir eigendur. Þau nota þó jarðhýsið sem stóð undir vindmyllunni sem hesthús, að því er mér skilst.
Anna Einarsdóttir, 6.5.2008 kl. 20:25
ég sakna þess að vera ungur, maður var svo sætur á ungabarnsaldri;) hehehe
flott færsla mamma mín;)
Bestu kv úr borginni Brynjar.
Brynjar Berg (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.