Þá þarf engar rafbyssur !

Skv. meðfylgjandi frétt, erum við friðsælasta ríki heims.

Við erum best í öllu..... og friðsömust.  Því liggur alveg þráðbeint við að löggæslan á Íslandi þarf engar rafbyssur.  Jei, jei..... ég er ekkert smá ánægð með það.  Happy

Mín tilfinning, eftir lestur annarra bloggsíðna, er sú að karlmenn eru almennt miklu ákafari í að vopnvæða lögregluna heldur en konur. 

Kannski er þetta rangt hjá mér.  Skoðum bara málið hlutlaust.

.

1122taser 

.

Endilega takið þátt í skoðanakönnunWink

Athugið að Karlar hafa efstu tvo svarmöguleikana og konur neðstu tvo.  Jafnrétti sko.

 


mbl.is Ísland friðsælast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Búin að kjósa og greinilega ekki leynilega  hehehe ...það þarf amk ekki rafbyssu á mig, ég haga mér bara almennilega...

Ragnheiður , 10.6.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Brattur

Ég vona að karlmenn séu ekki ákafari stuðningsmenn rafbyssunnar á Íslandi... en fín skoðanakönnun og fróðlegt að sjá hvað kemur út úr henni... ég er alfarið á móti þessu "vopni" og sé enga ástæðu til þess að breyta ásýnd Íslands hvað varðar þá öryggiskennd sem almenningur á að hafa í daglegu lífi... verður maður bara ekki skíthræddur að vera t.d. tekinn fyrir of hraðann akstur, löggan kemur askvaðandi að bílnum með rafbyssuna sína... kannski liggur illa á henni og hún bara þrumar á mann einu stuði... við megum bara ekki fara út í svona vitleysu... eru menn endanlega búnir að tapa glórunni?

Brattur, 10.6.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Greinilega fleiri konur sem svara..........

Ég er allavega búin að gera´ða ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Eru konurnar ekki alltaf yfir

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.6.2008 kl. 22:54

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Búin að kjósa - góð könnun hjá þér! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.6.2008 kl. 23:01

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Rétt Anna

Almenn lögreglan hefur ekkert með rafbyssur að gera, en almennilega þjálfuð og mönnuð sérsveit gæti nýtt svona tæki í neyð, betra en að nota skotvopn, ef hægt að komast að vopnuðum einstaklingum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.6.2008 kl. 23:49

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

maður er svo rafmagnaður að það þarf engar byssur

kannski samt Bjössi, svona til að koma smá lífi í'ann

Brjánn Guðjónsson, 11.6.2008 kl. 03:41

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hm þetta er ekki í takt við þá umfjöllun sem fór fram á bloggsíðum mbl fyrir nokkru vegna lögregluaðgerða á drukknum manni á Patreksfirði! Sko könnunin, það er engin karl komin inn ennþá sem vill rafbyssu.

Hef ekki kynnt mér nægjanlega vel rafbyssur, en viðurkenni að ég er skíthrædd við svona tól - svo hugsa ég líka til afkomenda minna sem gætu ef til vill misstigið sig á réttu brautinni og fengið raflost!

Gott hjá þér að hafa þessa könnun - ég linka á hana í næstu færslu.

Edda Agnarsdóttir, 11.6.2008 kl. 08:32

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér finnst afar góð greinin um Taser rafbyssur, hjá bloggvini mínum Jóni Steinari.  Hann kastar sko ekki til höndunum þegar hann skrifar maðurinn sá.   Greinina má nálgast  HÉRNA

Anna Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 10:26

10 identicon

Búin að svara

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 10:41

11 Smámynd: halkatla

ég er oft ógnandi í tilburðum en vil svo sannarlega ekki fá rafstraum, ég byggi svar mitt á því

halkatla, 11.6.2008 kl. 15:29

12 Smámynd: Íris Guðmundsdóttir

http://www.ll.bsrb.is/

það er líka kosning í gangi þarna.

endilega látið þjóðina vita hvað ykkur finnst.

Íris Guðmundsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:38

13 identicon

Af hverju ertu svona smeyk við þessar rafbyssur Anna? Þú ert nánast með þær á heilanum. Þú virkar nú ekki á mig eins og að þú sért mikið í átökum við lögregluna. Annars veit maður aldrei með fólk. 

Lovísa (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 17:49

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hef aldrei brotið lög..... fyrir utan að hafa einu sinni verið tekin á 63 km. hraða þar sem hámarkshraði var 50 km.  Veit hins vegar að lögreglumenn eru jafn misjafnir og þeir eru margir.  Sumir þeirra eru að mínu mati ekki starfi sínu vaxnir, því miður -  og það veldur mér verulegum áhyggjum ef þeir aðilar fá þetta vopn í hendur.  Má maður svo ekki hafa skoðun án þess að "vera með hana á heilanum" ?  Vertu kurteis, þótt þú sért ósammála mér.  Takk.  

Af hverju ert þú svona rosalega fylgjandi vopnvæðingu lögreglunnar Lovísa ?

Anna Einarsdóttir, 16.6.2008 kl. 18:09

15 identicon

Ég held að þú þurfir ekki að óttast að vera skotin með rafbyssu Anna. Ef ég hef skilið þessa umræðu rétt stendur ekki til að nota þær á fólk sem er tekið fyrir of hraðan akstur. Mér finnst sumir í þessari umræðu reyna að hræða fólk með slíkri þvælu. Reyna að koma því inn hjá fólki að almenningur í landinu verði skotinn á færi, hvar sem til hans næst. Það eru tveir lögreglumenn í fjölskyldunni og eins og ég skil þetta þá yrðu þessar byssur notaðar í allra verstu tilfellunum þar sem um mjög æsta, illviðráðanlega ofbeldismenn er að ræða. Mér finnst illa komið fyrir þjóðfélaginu ef almenningur í landinu tekur ofbeldismenn framyfir lögreglumenn.

Lovísa (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 18:29

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Lögreglumenn eru auðvitað langflestir hinir mætustu menn.  EN, eins og ég sagði, það eru þeir ekki allir.  Ég segi þetta ekki út í loftið, Lovísa.  Ég þekki ófögur dæmi persónulega tengd mér nákomnum.

Auðvitað vil ég að lögreglumenn geti verið sem öruggastir í sinni vinnu en ég tel að fái þeir sér slík vopn, þá vopnist þessir "harðsvíruðu glæpamenn" líka.  Gerist það, eru lögreglumenn í enn meiri hættu við störf sín.

Anna Einarsdóttir, 16.6.2008 kl. 18:46

17 identicon

Er þetta ekki þannig í dag? Eru þessir harðsvíruðu glæpamenn ekki nú þegar með öflugri vopn en lögreglan? Og hefur það ekki komið fram í þessari umræðu að þessar byssur skrá alla notkun á þeim? Og er ekki vídeóupptaka á þeim líka? Það ætti að gera misnotkun á þeim erfiðari en td. að nota kylfuna eða táragasið. Þeir lögreglumenn sem ég þekki eru strangheiðarlegir og ég vil að þeir hafi tæki og tól sem vernda þá þegar þeir þurfa að kljást við brjálaða menn. Og þeir lögreglumenn sem ég þekki eru ekki sammála þér hvað varðar að glæpamennirnir vopnist ef lögreglan vopnast. En við erum sem sagt í svipuðum sporum. En á sitthvorum endanum þó. Ég vil vernda lögreglumennina en þú vilt vernda þá sem eiga það til að lenda í lögreglunni og eru þér nákomnir eins og þú segir.

Lovísa (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 19:09

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það síðasta sem mér dettur í hug er að þrasa við fólk sem gerir mér upp skoðanir.  

Ég sé málið sem heild, þ.e. Ísland allt en ekki bara ÉG...... og mínar skoðanir mótast af því.  Ísland hefur hingað til verið talið friðsamlegt land.  Þannig vil ég helst halda því.  Við þurfum ekki annað en að horfa til Bandaríkjanna til að sjá hvernig "vopnað" land er.  Ég er á móti stríði og á móti vopnum og tel að lögreglumenn eigi að leita allra hugsanlegra leiða til að vinna með fólki.  Það finnst mér þeir ekki hafa verið að gera undanfarin ár - á heildina litið. 

Ef við viljum her, þá er okkur frjálst að flytja til útlanda.

Anna Einarsdóttir, 16.6.2008 kl. 19:45

19 identicon

Ég er ekkert að gera þér upp skoðanir. Hvaða skoðanir? Ég hef ekkert borið upp á þig sem þú hefur ekki viðurkennt sjálf. Þú verður nú að geta tekið mótrökum annað slagið Anna. Hver er að tala um að Ísland sé ekki upp til hópa friðsamt? En inni á milli eru óþokkar sem víla ekki fyrir sér að berja þig til óbóta og míga svo yfir þig þar sem þú liggur í blóði þínu eins og nýleg dæmi sanna. Þú þarft ekki að fara lengra en austur yfir fjall til Eyrabakka til að finna slatta af mönnum sem teljast ekki til friðsamra eyjaskeggja. Það eru menn sem lögreglan þarf að eiga við, ekki þú. Það er svo gott að þurfa ekki að fást við þessa menn sjálf en hafa svo vit fyrir lögreglunni og segja henni hvernig hún á að haga sér. Ég held að Færeyjar verði að teljast friðsamara land en Ísland en samt bera lögreglumenn þar skotvopn. Friðsemd landa mælist ekki út frá varnarbúnaði lögreglunnar. Friðsemdin mælist frekar út frá þeim mönnum sem lögreglan þarf að fást við og þeir hafa verið að færa sig upp á skaftið undanfarin ár.

Lovísa (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 20:35

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sérð þú engan mun á lögreglu vopnaðri kylfum og piparúða, lögreglu vopnaðri rafbyssum eða lögreglu vopnaðri hríðskotabyssum ?

Mér finnst ímynd hvers lands endurspeglast dálítið í þessum mismun á vopnaburði lögreglu.

Hversu gáfulegt var það á sínum tíma þegar ýmsar þjóðir beindu kjarnorkusprengjum hver að annarri til að "verjast".  Ýkt dæmi, ég veit.... en ég er bara að benda á að vopnvæðing getur hugsanlega leitt af sér fleiri vandamál en hún leysir.

Svo mátt þú eiga síðasta orðið.... ég hef mína skoðun og þú þína og ekkert sem segir að við þurfum að vera sammála um allt.

Eigðu gott kvöld Lovísa. 

Anna Einarsdóttir, 16.6.2008 kl. 21:18

21 identicon

Ég held að við séum alveg sammála um að við eigum ekki að vopnast umfram það sem nauðsynlegt er. En því miður er sá tími runninn upp að lögreglumennirnir okkar þurfa fleiri verkfæri til að vernda hinn almenna borgara og sjálfa sig gegn óþokkunum. Ég er ansi hrædd um að innan tíðar fari af stað umræða um að vopna lögreglumennina með skotvopnum en það hefur verið óhjákvæmileg þróun á öllum hinum norðurlöndunum. Ég vil ekki sjá íslenska lögreglumenn með skammbyssur í beltinu og tel að rafbyssurnar geti seinkað því ferli um nokkurn tíma. Sumir hafa sagt að það sé betra að lögreglumennirnir hafi skammbyssur því þeir noti þær viturlegar. Það hefur ekki verið reynslan annarsstaðar. Til að mynda hafa danskir lögreglumenn verið sakaðir um að vera ansi gikkglaðir og margir sem hafa orðið fyrir kúlu úr þeirra byssum vildu glaðir hafa fengið stuð í staðinn. Þ.e.a.s. þeir sem hafa lifað það af. En við getum verið sammála um að vera ósammála.

Eigðu gott kvöld sömuleiðis.

Lovísa (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband